Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, boða til hádegisfundar (12-13) í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns fimmtudaginn 22. nóvember.
Einar Benediktsson, fv. sendiherra, flytur erindi:
Ný viðhorf í varnarmálum
Í erindi sínu mun Einar meðal annars ræða um þróun mála í samskiptum Kína og Bandaríkjanna og meta stöðu Íslands í ljósi hennar.
Að loknum umræðum um erindi Einars verður efnt til aðalfundar Varðbergs. Rétt til setu á aðalfundinum hefur hver félagsmaður sem greitt hefur árgjald til félagsins. Unnt er að greiða árgjaldið, 2.500 kr., inn á reikning Varðbergs í heimabanka kt. 670269-1919 reikn: 0113-26-003228.
Um Einar Benediktsson, fv. sendiherra:
Nám:
Stúdent 1950 M.R. ; B.A. 1953 Colgate University, Hamilton, N.Y ; M.A. 1954 The Fletcher School Boston ; Frh.nám við London School of Economics og Institut Universitaire d´Études Européennes , Toríno 1954-1956.
Starfsferill:
1956-1960: Starfsmaður alþjóðastarfsliðs OEEC/OECD í París.Fyrstu fríverslunarviðræður.
1960-1964: Deildarstj. efnahagsmála/viðskiptarn. Kannanir vegna EFTA og GATT aðilda.
1964: Deildarstj. utanríkisráðuneyti.
1964-1968: Sendiráðunautur Paris, varafastatfr hjá OECD. Samningastörf við GATT aðild.
1968-1970: Deildarstj. utanríkisráðuneyti. Samningastörf við EFTA aðild.
1970-1976: Fastaftr shr. hjá EFTA, GATT og öðrum alþjóðastofnunum í Genf.
1976-1982: Shr í Frakklandi ,fastaftr OECD, UNESCO. Shr. Spáni,Portúgal, Cabo Verde.
1982-1986: Shr. í Bretlandi og Írlandi, Hollandi ,Nígeríu.
1986-1991: Shr. í Belgíu, hjá Evrópusambandinu , NATO og Lúxembúrg. EES samningur.
1991-1993: Shr. í Noregi og Póllandi,Tékkóslóvakíu.
1993–1997: Shr í Bandaríkjunum og Kanada, Mexíkó, Brasilíu. Argentínu, Chile, Venesúela, Úrúguay og Kosta Ríka.
1998- 2001: Sendiherra, í leyfi frá utanríkisráðuneyti við störf á vegum forsætisráðuneytis, framkvæmdastj. Landafundanefndar – Leifur Eiriksson Millennium Commission.
2001: Starfslok í utanríkisþjónustunni. Síðan tímabundið ráðgjafi í utanríkis- og forsætisráðuneytum, gegndi stjórnarformennsku í UNICEF Ísland ( 2003-08) og Íslensk-ameríska félaginu ( 1997-2003). Margvísleg félagsstörf.
Ritstörf:
– Höfundur margra blaða- og tímaritsgreina, m.a. um Evrópu- og varnarmál og eftirgreindra bóka og greinargerða :
– Ísland og Evrópuþróunin 1950- 2000, útg. Fjölsýn forlag 2000
– Iceland and European Development, útg. Edda 2003
– Að skilja heiminn. Æviminningar sendiherra, útg. Bókafélagið Uggla 2009
– At a Crossroads – Iceland´s Defence and Security Relations 1940-2011, júní 2011. Birt á vefsíðum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og United States National Army War College
– Iceland´s Negotiation for Membership in the European Union, 2010. Dreift af utanríkisráðuneytinu
– Einnig samrithöfundur í ritverkum.
…………………………………………………………………..
Stórriddarakross Fálkaorðunnar og erlend heiðursmerki
Útflutningsverðlaun Forseta Íslands. Heiðursverðlaun UNICEF New York