Home / Viðburðir Varðbergs / Varðbergsfundur um landamæravörslu í Evrópu fimmtudaginn 4. febrúar

Varðbergsfundur um landamæravörslu í Evrópu fimmtudaginn 4. febrúar

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu,.
Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu,.

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, verður ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs kl. 12.00 til 13.00 fimmtudaginn 4. febrúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Fyrirlesturinn nefnist:

Frontex and the management of the borders

Frontex og landamærastjórn

 

Hér er um að ræða brýnt viðfangsefni líðandi stundar í öllum ríkjum Evrópu, ekki síst Schengen-ríkjunum. Straumur farand- og flóttafólks skapar vaxandi pólitíska spennu innan og milli ríkja. Til umræðu eru breytingar á Frontex í Landamæra- og strandgæslu Evrópu. Ísland er eitt Frontex-ríkjanna og Landhelgisgæsla Íslands hefur leigt stofnuninni skip og flugvél til starfa við suðurjaðar Schengen-svæðisins.

 

Berndt Körner tók til starfa sem varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, í byrjun þessa árs. Hann er lögfræðingur frá háskólanum í Graz í Austurríki en hóf embættisferil sinn árið 1991 við störf að útlendingamálum í héraðinu Burgenland í Austurríki. Hann réðst til starfa í austurríska innanríkisráðuneytinu árið 1996 og vann að inngöngu Austurríkis í Schengen-samstarfið. Frá þeim tíma hefur hann unnið að framkvæmd Schengen-mála og þróun landamæravörslu bæði sem sviðsstjóri innan innanríkisráðuneytis Austurríkis og frá 2010 til 2013 sem sérfræðingur hjá ráðherraráði ESB. Áður en hann hóf störf hjá Frontex var hann ráðgjafi í umboði ESB gagnvart dómsmálayfirvöldum í Albaníu.

 

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …