Home / Viðburðir Varðbergs / Varðbergsfundur með utanríkisráðherra 16. apríl 2015

Varðbergsfundur með utanríkisráðherra 16. apríl 2015

gunnar br

 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flytur erindi á hádegisfundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, fimmtudaginn 16. apríl klukkan 12.00 til 13.00 í Norræna húsinu. Ráðherrann nefnir erindi sitt:

Nýjar áskoranir í öryggis- og varnarmálum

Það vakti alþjóðaathygli föstudagsinn 10. apríl þegar varnarmálaráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar auk utanríkisráðherra Íslands birtu sameiginlega grein um aukið norrænt samstarf á sviði varnarmála. Í upphafi greinarinnar segja ráðherrarnir:

„Yfirgangur Rússa gagnvart Úkraínu og hin ólöglega innlimun Krímskaga er brot á þjóðarrétti og öðrum alþjóðlegum samningum. Framferði Rússlands er mesta áskorun sem steðjar að öryggismálum Evrópu. Þessi þróun hefur í för með sér að staða öryggismála á grannsvæðum Norðurlandanna hefur versnað umtalsvert á síðastliðnu ári.“

Gunnar Bragi Sveinsson mun skýra viðhorf og stefnu íslenskra stjórnvalda við hinar óvenjulegu aðstæður þegar norrænar ríkisstjórnir árétta samstöðu þjóða sinna gagnvart nýrri hættu á afdráttalausari hátt en áður hefur verið gert. Sameiginleg afstaða ríkjanna er til marks um að Finnar og Svíar færist nær aðild að NATO. Þeir tóku þátt í flughersæfingu hér á landi undir merkjum bandalagsins fyrir rúmu ári.

 

 

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …