Home / Viðburðir Varðbergs / Varðbergsfundur með forsætisráðherra í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar 12.00 til 13.00

Varðbergsfundur með forsætisráðherra í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar 12.00 til 13.00

 

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur ræðu og svarar fyrirspurnum á fundi Varðbergs í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.00 til 13.00. Efni fundarins er:

Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum

 

Unnið er að því að setja á laggirnar þjóðaröryggisráð undir formennsku forsætisráðherra í samræmi við lög sem samþykkt voru í fyrra. Ráðherrann hefur ekki rætt opinberlega um framkvæmd laganna fyrr en nú á fundi Varðbergs. Með ákvörðun Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu og embættistöku Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa skapast ný viðhorf í utanríkismálum sem snerta hagsmuni Íslendinga eins og annarra þjóða.

 

Skoða einnig

Upptaka frá Varðbergsfundi með Clive Johnstone flotaforingja

Hér má sjá upptöku frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone flotaforingja, yfirmanni flotamála hjá NATO. Fundurinn …