Home / Viðburðir Varðbergs / Tengsl Íslands og NATO árið 2013

Tengsl Íslands og NATO árið 2013

Ísland í NATO og NATO á Íslandi – tengsl Íslands og NATO árið 2013

Föstudaginn 27. september klukkan 15.30 efna NEXUS, Rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, til málþings um tengsl Íslands og NATO árið 2013.

Málþingið er opið öllum og verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu á tímanum 15.30 til 18.05.
Flutt verða stutt erindi og efnt til pallborðumræðna.

Alyson Bailes, aðjúknt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Françoise Perret, starfsmenn NATO í Brussel, fjalla almennt um varnarstefnu NATO og stöðu Íslands innan hennar og síðan taka þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Björns Bjarnasonar, formanns Varðbergs.

Á síðara hluta málþingsins fjalla Martin Sövang um Landhelgisgæslu Íslands og Jón B. Guðnason um íslenska loftrýmiseftirlitið með tilliti til NATO-samstarfsins. Þá ræðir Björn Karlsson, prófessor við Háskóla Íslands, um NATO-mannvirki á Íslandi og eignarhald á þeim. Þeir taka síðan þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Gustavs Péturssonar, doktorsnema og gjaldkera NEXUS.

Málþingið fer fram á ensku. Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur er ráðstefnustjóri.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …