Home / Viðburðir Varðbergs / Tengsl Bandaríkjanna og Íslands: Brýn öryggismál á Norður-Atlantshafi

Tengsl Bandaríkjanna og Íslands: Brýn öryggismál á Norður-Atlantshafi

Barber

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 mun sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber halda hádegisfyrirlestur í boði Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12:00-13:00.
Sendiherrann mun ræða tengsl Bandaríkjanna og Íslands og mikilvægi öryggismála á Norður-Atlantshafi.

Samskipti Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum tóku stakkaskiptum við brottför varnarliðsins haustið 2006. Er ekki að efa að margir hafi áhuga á að kynnast afstöðu sendiherrans til öryggismálanna níu árum síðar. Fundurinn er öllum opinn og eru gestir hvattir til að koma tímanlega.

Robert C. Barber hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því í janúar 2015. Áður var hann einn eigenda lögfræðiskrifstofunnar Looney & Grossmann LLP. í Boston. Í störfum sínum þar fjallaði hann einkum um málefni sprotafyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að sinna lagaágreiningi um viðskiptamál. Hann tók að sér ráðgjafarverkefni fyrir mörg þessara fyrirtækja.

Sendiherrann lauk námi í Boston University School of Law og Harvard University Graduate School of Design árið 1977.  Hann starfaði sem lögfræðingar í New York 1977-1981 en gekk þá til liðs við Looney & Grossman í Boston.

Hann hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum í heimabæ sínum Cambridge, Massachusetts-ríki og einnig tekið þátt í stjórnmálastarfi í ríkinu öllu og utan þess.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …