Home / Fréttir / Pólland andspænis áreitni Rússa

Pólland andspænis áreitni Rússa

Lech Mastalerz, forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík.
Lech Mastalerz, forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík.

Varðberg boðar til hádegisfundar fimmtudaginn 8. október klukkan 12.00 til 13.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Ræðumaður er Lech Mastalerz, forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík.

 Frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga í mars 2014 og hófu virkan stuðning við aðskilnaðarsinna í Úkraínu hefur spenna myndast milli þeirra og nágrannaþjóðanna. Þar eru Pólverjar fjölmennastir og hafa stjórnvöld í Varsjá hvatt til árvekni gagnvart Rússum auk þess að grípa til ýmissa ráðstafana til að auka öryggi borgara sinna. Kosið verður til þings Póllands hinn 25. október nk. þá verður leiðtogafundur NATO í Varsjá á árinu 2016.

Lech Mastalerz hefur verið forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík síðan árið 2013. Hann er fæddur árið 1950, lauk prófi sem lög- og stjórnsýslufræðingur frá háskólanum í Varsjá árið 1972 en hóf um svipað leyti hóf störf sem sérfræðingur í pólska utanríkisráðuneytinu. Sinnti hann lögfræðilegum úrlausnarefnum í Varsjá og erlendis meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada. Hann var sendiherra í Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands 2004 til 2009.

 

Skoða einnig

Sameinaður norrænn flugherafli að fæðast

Norrænu ríkin fjögur, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, hafa ákveðið að dýpka samstarf flugherja sinna. …