Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádegisfundar 12.00 til 13.00 fimmtudaginn 26. apríl í ráðstefnusal Þjóðminjasafns við Suðurgötu.
Tölvuöryggi í viðskiptum skipir alla máli. Sífellt fleiri treysta á tölvur við millifærslu fjármuna eða við uppgjör í fjárhagslegum samskiptum. Þá eykst notkun kortaviðskipta jafnt og þétt. Jafnframt berast fréttir af því að á skipulagðan hátt leitist afbrotamenn eða svikarar við að brjótast inn í tölvukerfi. Að þessu sinni hefur Varðberg fengið tvo sérfróða menn um öryggi í rafrænum viðskiptum til að skýra málið á opinberum fundi.
Guðmundur Kr. Tómasson: Rafræn greiðslumiðlun – greiðslu- & uppgjörskerfi.
Guðmundur Kr. Tómasson, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands,er framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands en var áður aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans. Árin 1998 til 2005 var hann framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og aðstoðarmaður bankastjóra, áður hafði hann starfað hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og Iðnþróunarsjóði.
Haukur Oddsson: Að vera á undan skúnkunum
Haukur Oddsson, rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands, tölvuverkfræðingur frá DTU í Kaupmannahöfn, er forstjóri Borgunar frá 2007 áður var hann framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka á sviði upplýsinga- og rekstrartækni auk þess að verða framkvæmdastjóri viðskiptabanka- og rekstrar Íslandsbanka.
Fundarstjóri: Björn Bjarnason, formaður Varðbergs.