Home / Viðburðir Varðbergs / Öryggi almennings – nýjar áskoranir

Öryggi almennings – nýjar áskoranir

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, boðar til opins fundar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 12.00.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mun flytja ræðu og fjalla um breyttar forsendur í öryggismálum. Þannig mun Hanna Birna fjalla um það hvernig skilgreina beri öryggi í víðum skilningi, áhersluna á borgaralegt og samfélagslegt öryggi samhliða þeim áskornunum sem blasa við t.d. vegna nýrrar tækni og fl.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu frá kl. 12.00 til 13.00.

Fundurinn er öllum opinn efnt verður til umræðna að erindi loknu. Fundarstjóri er Björn Bjarnason, formaður Varðbergs.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við embætti innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn síðastliðið vor. Hún hefur frá því að hún tók við embætti lagt áherslu á eflingu löggæslu hér á landi og ítrekað fjallað um aukið öryggi almennings bæði í ræðu og riti.

Hún var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 2008 – 2010 og borgarfulltrúi á árunum 2002 – 2013. Hún var starfsmaður Öryggismálanefndar á árunum 1990 – 1991.

Hanna Birna lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.Sc. prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla 1993.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …