Tölvuöryggi á Íslandi
Varðberg boðar til fundar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 12.00 til 13.00. Að loknum fundinum verður efnt til aðalfundar Varðbergs.
Öryggissérfræðingar Landsbankans ætla að kynna þær öryggishættur sem steðja að Íslandi um þessar mundir. Þeir munu lýsa árásum á fyrirtæki og hvernig hægt er að verjast þeim.
Hér er um brýnt viðfangsefni að ræða því að í netheimi er háð stöðugt stríð þar sem tölva hvers einasta manns er undir.
Nýlega varð ISNIC að grípa til örþrifaráða vegna þess að lénið .is hafði verið notað af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í þeim tilgangi að breiða út boðskap samtakanna, sem snýst meðal annars um að kynna aftökur á gíslum.
Framsögumenn eru:
Hákon L. Åkerlund sérfræðingur á sviði öryggismála. Hann hefur unnið hjá Landsbankanum síðustu 6 ár en á að baki 16 ár í tölvuheiminum.
Ægir Þórðarson, deildarstjóri UT Reksturs. Hann hefur unnið hjá Landsbankanum í 10 ár en hefur starfað á sviði upplýsingatækni og tölvumála síðan 1996.
—
Aðalfundur Varðbergs
Að loknum fundinum um tölvumál eða klukkan 13.00 hefst aðalfundur Varðbergs í fyrirlestrasal Þjóðminjafns. Rétt til setu þar og þátttöku í fundarstörfum hafa allir sem greitt hafa árgjald félagsins.
Dagskrá aðalfundar er:
1. Starfsskýrsla stjórnar.
2. Samþykkt reikninga.
3. Lagabreytingar.
4. Stjórnarkjör (sbr. 7. gr.).
5. Kjör skoðunarmanna.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Önnur mál.
Til athugunar í tilefni aðalfundar:
Þeir sem vilja skrá sig í Varðberg geta gert það með því að fara inn á neðangreinda slóð:
https://vardberg.is/is/skraning_i_felagid/
Félagjald er 3000 kr. á ári og það er greitt inn á reikning Varðbergs:
kt. 670269 1919 – reikn. 0113-26-003228