Home / Viðburðir Varðbergs / NATO og nýjar hættur

NATO og nýjar hættur

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, boða til hádegisfundar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns fimmtudaginn 16. október, kl. 12 – 13.

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, flytur erindi:

NATO og nýjar hættur

Fyrir fáeinum vikum komu leiðtogar NATO-ríkjanna saman til fundar í Wales og tóku ákvarðanir um viðbrögð við nýjum aðstæðum í öryggismálum Evrópu vegna aðfarar Rússa að Úkraínumönnum. Hinn 1. október 2014 tók Jens Stoltenberg við embætti framkvæmdastjóra NATO af Anders Fogh Rasmussen. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi og hernaður Íslamska ríkisins er háður við landamæri NATO-ríkis, Tyrklands.

Boðað hefur verið að á því þingi sem nú situr verði lögð fram tillaga til ályktunar um þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Birgir Ármannsson mun fjalla um þessi málefni og stöðu Íslands.

Birgir Ármannsson (f. 1968) er stúdent frá MR árið 1988 tók embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996,  hdl. 1999. Framhaldsnám við King´s College, London, 1999-2000.

Blaðamaður á Morgunblaðinu 1988-1994. Starfsmaður Verslunarráðs Íslands 1995-2003, lögfræðingur ráðsins 1996-1998, skrifstofustjóri 1998-1999 og aðstoðarframkvæmdastjóri 2000-2003.

Kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík árið 2003. Formaður utanríkismálanefndar alþingis árið 2013. Situr í Íslandsdeild NATO-þingsins frá 2013.

Sat í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, 1993-2000, formaður 1998-2000.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …