Home / Viðburðir Varðbergs / Leynistarfsemi kommúnista

Leynistarfsemi kommúnista

Varðberg, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH) og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands standa fyrir hádegisfyrirlesti þann 10. september á milli kl. 12-13 í stofu 201 í Odda.

Dr. Niels Erik Rosenfeldt, prófessor emerítus í sagnfræði í Kaupmannahafnarháskóla, flytur fyrirlestur um leynistarfsemi kommúnista.

Það verður á sviði Evrópusögu, um leynistarfsemi kommúnista á dögum Kominterns, Alþjóðasambands kommúnista, 1919–1943, en um það mál hafa íslenskir sagnfræðingar deilt hart, allt frá því að bók dr. Þórs Whiteheads prófessors, Sovét-Ísland. Óskalandið, kom út haustið 2010.
Fundarboðendur auk Varðbergs eru Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH) og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Niels Erik Rosenfeldt fæddist 1941 og lauk cand. mag. prófum í sagnfræði og rússnesku og doktorsprófi í sagnfræði. Hann var prófessor í Kaupmannahafnarháskóla til 2011. Hann hefur rannsakað skjalasöfn í Moskvu áratugum saman og var doktorsritgerð hans um þetta mál.
Nýlega kom út tveggja binda verk, The ‘Special’ World: Stalin’s Power Apparatus and the Soviet System’s Secret Structures of Communication, eftir Rosenfeldt um leynideild þá, sem Stalín rak innan hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar. Rosenfeldt fékk H.O. Lange-verðlaunin, sem Konungsbókhlaða (Det kongelige bibliotek) veitir, fyrir bók um Lenín.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …