Home / Viðburðir Varðbergs / Innanríkisráðherra á hádegisfundi Varðbergs 5. febrúar 2015

Innanríkisráðherra á hádegisfundi Varðbergs 5. febrúar 2015

ólöf

 

Ólöf Nordal innanríkisráðherra verður ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 12.00 til 13.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Hún ræðir efnið:

Löggæsla og öryggismál

í alþjóðasamhengi

Eftir að hryðjuverk voru framin í París 7. til 9. janúar 2015 þar sem 17 manns féllu fyrir hendi öfgafullra íslamista hafa umræður um öryggi almennra borgara í Evrópu tekið á sig nýjan svip. Óhjákvæmilegt er að líta til þessara mála frá íslenskum sjónarhóli. Gífurlegar breytingar hafa orðið á samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir á undanförnum árum. Nægir þar að nefna að á árinu 2014 komu rúmlega milljón ferðamenn til landsins.

Ólöf Nordal lögfræðingur tók við embætti innanríkisráðherra hinn 4. desember 2014. Hún hefur sem ráðherra ekki flutt ræðu um stöðu löggæslu og öryggismála í alþjóðasamhengi fyrr en nú á fundi Varðbergs.

 

 

 

 

 

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …