Home / Viðburðir Varðbergs / Hvað gerðist og hvað höfum við lært?

Hvað gerðist og hvað höfum við lært?

Hádegisfundur: Voðaverk gegn þjóðaröryggi

22.7.11 – hvað gerðist og hvað höfum við lært?

Varðberg,  samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádegisfundar 12.00 til 13.00 þriðjudaginn 4. desember í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Íslands.

Voðaverkið sem unnið var í Osló og Úteyju 22. júlí 2011 skilur eftir sig sár sem seint gróa. Það hefur einnig orðið tilefni rannsókna á vernd þjóðaröryggis og viðbrögðum lögregluyfirvalda.

Varðberg hefur fengið norskan lögregluforingja, Sture Martin Vang, og yfirlögregluþjón hjá embætti ríkislögreglustjóra, Jón F. Bjartmarz, til að ræða voðaverk gegn þjóðaröryggi.

Sture Martin Vang: 22.7.11 – hvað gerðist og hvað höfum við lært?

Jón F. Bjartmarz: Hver er staðan á Íslandi?

Sture Martin Vang hefur starfað í 13 ár við yfirstjórn norsku lögreglunnar og and-hryðjuverkasveit hennar. Á árunum 1991-1999 starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu sem ráðgjafi um lögreglumál. Hann sérhæfir sig í stjórn og þróun norsku lögreglunnar á sviði öryggisgæslu, áhættustjórnunar og framkvæmd viðbragðsáætlana auk leitar og björgunar. Hann hefur tekið þátt í verkefnum og stundað þjálfun með kanadísku lögreglunni, NATO og Sameinuðu þjóðunum.

Sture Martin Vang flytur erindi sitt á ensku.

Jón F. Bjartmarz hefur verið yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 1997 og er sviðsstjóri löggæslu- og öryggissviðs sem nær til almannavarnadeildar, alþjóðadeildar, fjarskiptamiðstöðvar, greiningardeildar og sérsveitar. Hann hóf störf sem lögreglumaður árið 1979. Auk lögreglumenntunar hefur hann sótt nám í skóla breska landhersins í sprengjueyðingu, skóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, 1992 og lögregluháskóla FBI 2001. Þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á sviði löggæslu og borgaralegra öryggismála.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …