Home / Viðburðir Varðbergs / Fundur 25. mars – The New North: Our World in 2050

Fundur 25. mars – The New North: Our World in 2050

Rannsóknamiðstöðin RSE í samvinnu við Varðberg boðar til fundar klukkan 12.00 til 13.00 föstudaginn 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands.

LAURENCE C. SMITH,
prófessor í landafræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles
flytur fyrirlestur

The New North:
Our World in 2050

Laurence C. Smith

Laurence C. Smith hefur undanfarin ár stundað rannsóknir á áhrifum loftslags- og umhverfisbreytinga á norðurslóðum. Í bók sinni THE WORLD IN 2050: Four Forces Shaping Civilization’s Northern Future, sem kom út í Bandaríkjunum 2010, og kemur nú út í Bretlandi undir heitinu THE NEW NORTH, birtir hann niðurstöður á samþættum rannsóknum á sviði jarðeðlisfræði og félagsfræði og lýsir nýrri heimsmynd sem af þeim draga

Hann telur að hlýnun jarðar, dvínandi náttúruauðlindir (einkum olíu og vatns), hnattvæðingin auk fjölgunar mannkyns með hækkandi meðalaldri muni leiða til þess að lífskjör þjóða í nánd við miðbaug versni en Kanada, Norðurlönd, Rússland og norðurhluti Bandaríkjanna verði öflug efnahagsveldi sem dragi að sér innflytjendur.  Smith skipar löndunum í nýjan ríkjahóp – NORC (northern rim countries) ˗ Norðurslóðalönd. Þau muni ráða yfir vaxandi hrávörum vegna hlýnunar jarðar á sama tíma og þær minnki annars staðar.
Vegna rannsókna sinna ferðaðist Laurence C. Smith um norðurslóðir í 15 mánuði og kynnti sér aðstæður að eigin raun. Hann heimsótti meðal annars Ísland eins og kynningarmyndin af honum sýnir. Hún er tekin við sundin blá.
Fyrirlesturinn er föstudaginn 25. mars klukkan 12.00 til 13.00 í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …