Home / Viðburðir Varðbergs / Hauststarf Varðbergs: Fundur og þrjár ráðstefnur – 10 ár frá brottför varnarliðsins

Hauststarf Varðbergs: Fundur og þrjár ráðstefnur – 10 ár frá brottför varnarliðsins

 

apple-icon-120x120

Tíu ár frá brottför varnarliðsins

Í tilefni af því að í september 2016 eru 10 ár liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi boðar Varðberg til fundar og þriggja ráðstefna um öryggis- og varnarmál haustið 2016.

 

Fundur:

NATO OG MIKILVÆGI GIUK-HLIÐSINS

föstudaginn 23. september kl. 12.00 til 13.00

í Safnahúsinu við Hverfisgötu

ræðumaður:

Clive Johnstone flotaforingi,

yfirmaður sameiginlegrar flotastjórnar NATO.

 

Ráðstefnurnar:

 

NÝIR TÍMAR Í ÖRYGGISMÁLUM NORÐUR EVRÓPU

 

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og NEXUS, rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála, boða til þriggja ráðstefna haustið 2016 í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

 

  • Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála
  • Nýjar áherslur Norðurlandanna í varnarmálum.
  • Endurmat á hernaðarlegu vægi Íslands og nágrennis

Fyrirlesarar eru flestir erlendir og verða ráðstefnurnar á ensku. Þær verða í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu fimmtudagana 6. október, 27. október og 17. nóvember frá kl. 14.00 til 17.00

 

  1. ráðstefna. 6. október 2016. 

BROTTFÖR VARNARLIÐSINS – ÞRÓUN VARNARMÁLA

Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir: Setningarávarp

  1. Robert Loftis, prófessor, aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar í varnarmálaviðræðum stjórnvalda Bandaríkjanna og Íslands 2005-2006.
  2. Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá NATO.
  3. Ojārs Ēriks Kalniņš, formaður utanríkismálanefndar lettneska þingsins.
  4. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
  1. ráðstefna. 27. október 2016.

NÝJAR ÁHERSLUR NORÐURLANDANNA Í VARNARMÁLUM

  1. Sten Rynning, yfirmaður stríðsrannsóknadeildar (Center for War Studies) í Suður danska háskólanum.
  2. Anna Wieslander, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri sænsku alþjóðamálastofnunarinnar.
  3. Charly Salonius-Pasternak, fræðimaður hjá finnsku alþjóðamálastofnuninni.
  4. Svein Efjestad, yfirmaður stefnumótunardeildar í norska varnarmálaráðuneytinu.
  1. ráðstefna. 17. nóvember 2016

ENDURMAT Á HERNAÐARLEGU VÆGI ÍSLANDS OG NÁGRENNIS

  1. Jonatan Vseviov, ráðuneytisstjóri í varnarmálaráðuneyti Eistlands.
  2. Simon Harden, hermálasérfræðingur hjá NATO.
  3. Rolf Tamnes, prófessor við Rannsóknarstofnun norska hersins í varnarmálum.
  4. Magnus Nordenman, verkefnisstjóri rannsókna á öryggi Evrópu og Ameríku hjá Atlantic Council í Washington.

 

Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður.  Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, formaður Varðbergs er ráðstefnustjóri.

 

 

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …