Home / Viðburðir Varðbergs / Hádegisfundur: Norðurslóðir og borgaralegt öryggi

Hádegisfundur: Norðurslóðir og borgaralegt öryggi

Hádegisfundur: Norðurslóðir og borgaralegt öryggi

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, boða til hádegisfundar fimmtudaginn 26. janúar, 12.00 til 13.00 í ráðstefnusal Þjóðminsafns Íslands við Suðurgötu.

Framsögu halda þær Ellisif Tinna Víðisdóttir og Margrét Cela.

Ellisif Tinna Víðisdóttir:

Norðurslóðir: Hlutverk NATO, hernaðarlegt og borgaralegt öryggi.

Ellisif Tinna Víðisdóttir er lögfræðingur, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum og forstjóri Varnarmálastofnunar. Hún er nú rekstrarstjóri hjá Thule Investments Advisors.

Margrét Cela:

Norðurslóðir: Hernaðarkapphlaup um náttúruauðlindir, hnattvæðing, eða er kannski ekkert að gerast?

Margrét Cela er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Lapplandi, tekur þátt í fjölþjóðlegu rannsóknarteymi um landfræðipólitík og öryggi sem starfar undir formerkjum Rannsóknarþings norðursins og Háskóla Norðurskautsins (e. University of the Arctic). Formaður NEXUS rannsóknarvettvangs um öryggis og varnarmál, situr í stjórn Varðbergs.

Fundarstjóri: Björn Bjarnason, formaður Varðbergs.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …