Home / Viðburðir Varðbergs / Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Keflavíkurstöðin árið 1982
Keflavíkurstöðin árið 1982

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 14.00 fimmtudaginn 6. október. Er þetta fyrsta ráðstefnan af þremur sem Varðberg, Nexus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands halda vegna þess að 10 ár eru nú liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins úr Keflavíkurstöðinni.

Tveir erlendir fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni: Robert G. Loftis, forstöðumaður framhaldsnáms og prófessor í alþjóðasamskiptum við Boston-háskóla, segir frá viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga sem leiddu til brottfarar varnarliðsins í september 2006 en Loftis fór fyrir bandarísku nefndinni. Ojars Eriks Kalnins, formaður utanríkismálanefndar þings Lettlands, ræðir um breytingar í öryggismálum við Eystrasalt og áhrif þeirra í Norður-Evrópu.

Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel, ræðir um stöðu Íslands innan bandalagsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, ræðir ný viðhorf í þjóðaröryggismálum meðal annars í ljósi nýsamþykktra laga um þjóðaröryggisráð.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður undir stjórn Björns Bjarnasonar, formanns Varðbergs.

Við það er miðað að ráðstefnunni ljúki klukkan 17.00. Hún fer fram á ensku og er öllum opin.

Skoða einnig

Upptaka frá Varðbergsfundi með Clive Johnstone flotaforingja

Hér má sjá upptöku frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone flotaforingja, yfirmanni flotamála hjá NATO. Fundurinn …