Home / Viðburðir Varðbergs / Aðstoðarráðherra varnarmála heldur fyrirlestur á vegum Varðbergs

Aðstoðarráðherra varnarmála heldur fyrirlestur á vegum Varðbergs

Aðstoðarráðherra varnarmála flytur fyrirlestur

á vegum Varðbergs

í Hótel Sögu, hádegi fimmtudaginn 5. maí

Hinn 5. maí 2011 eru 60 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður. Í tilefni af því mun James J. Townsend, aðstoðarráðherra varnarmála í Bandaríkjunum, flytja erindi á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, sem ber fyrirsögnina:

Varnarsamningur Bandaríkjanna og Íslands í 60 ár.

James J. Townsend fer með málefni Evrópu og NATO í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Hann fjallar um dagleg samskipti Bandaríkjanna, NATO, ESB og Evrópuríkja á sviði varnarmála.

Áður en hann tók við þessu embætti innan varnarmálaráðuneytisins var James Townsend varaforseti Atlantic Council of the United States, systursamtaka Varðbergs. Þar áður hafði hann gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum innan varnarmálaráðuneytisins og NATO.

James Townsend gegndi í átta ár (1990 til 1998) forystuhlutverki innan þeirrar deildar bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem fjallar um evrópsk málefni og gegndi lykilhlutverki við stækkun NATO auk þess að sinna sérstaklega málefnum Norður-Evrópu, þar á meðal Keflavíkurstöðvarinnar. Þá var hann forstöðumaður varnarmálaskrifstofu fastanefndar Bandaríkjanna hjá NATO (1998 til 2002).

Varðberg boðar til hádegisverðarfundar klukkan 12.15 fimmtudaginn 5. maí í sal á 2. hæð Hótel Sögu (norðurenda), Harvard 1. Kostnaður við málsverð er 2.500 kr og greiðist við innganginn. Stefnt er að því að fundinum ljúki klukkan 13.45.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …