Rússnesk kjarnavopnahætta eykst í norðri segir norsk njósnastofnun

Njósnastofnun norska hersins segir í nýjustu ársskýrslu sinni FOKUS 2023 að þrjú herfylki, 3000 hermenn, hafi verið send frá Kólaskaga við austurlandamæri Noregs til vígvallanna í Úkraínu og um „helmingur þeirra hafi fallið“, það er um 1500 hermenn. Þá hafi Norðurflotinn misst allt að 100 skriðdreka og brynvarin ökutæki. Sumarið og haustið 2022 …

Lesa meira

Loftbelgjum grandað yfir Alaska og Yukon í Kanada

Loftbelgur var skotinn niður yfir Yukonhéraði í Kanada laugardaginn 11. febrúar. Þá sást eitthvað óþekkt á ratsjá yfir Montanaríki í Bandaríkjunum en yfirvöld sögðu að þar væri um villumerki að ræða. Þegar merkið sást yfir Montana síðdegis laugardaginn 11. febrúar lokuðu yfirvöld flugleiðum yfir bæinn Havre. Sagt var að flugbannið …

Lesa meira

Finnlandsforseti nefnir tímamörk vegna NATO-aðildar

Sauli Niinistö Finnlandsforseti segist trúa því að Finnar og Svíar verði aðilar að NATO fyrir ríkisoddvitafund bandalagsins í Vilníus, höfuðborg Litháens, 11. og 12. júlí 2023, segir í frétt finnsku fréttastofunnar STT laugardaginn 11. febrúar. Verði Finnar ekki komnir í bandalagið þá þurfi að kanna stöðuna og spyrja hvort gera …

Lesa meira

Njósnaferð kínverska belgsins staðfest – Lisa Murkowski átelur herinn

Bandaríska utanríkisráðuneytið segir að með búnaði um borð kínverska loftbelgnum sem skotinn var niður við austurströnd Bandaríkjanna laugardaginn 4. febrúar hafi mátt fylgjast með fjarskiptum. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði fimmtudaginn 9. febrúar að loftbelgurinn hefði verið búinn sólarskjöldum sem voru nógu stórir til að framleiða orku til að knýja „fjölþætta virka …

Lesa meira

Skyndiför Zelenskíjis í leit að liðsauka – stórsókn Rússa í augsýn

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sat fund í leiðtogaráði ESB í Brussel og áréttaði þá skoðun að ekki yrði unnt að tryggja frelsi í Evrópu nema frelsi Úkraínu yrði tryggt. Hvatti hann jafnframt til þess að Evrópuríki legðu Úkraínuher til meira af vopnum. „Það eiga ekki að vera grá svæði í Evrópu, allt meginland okkar ætti …

Lesa meira

Sótt að hluteysisstefnu Svisslendinga

Þrýstingur eykst á stjórnvöld í Sviss frá ríkjum sem keypt hafa svissnesk vopn og vilja fá leyfi til að senda þau til Úkraínu. Svissnesk yfirvöld heimila aðeins útflutning á vopnum skuldbindi kaupandinn sig til að afhenda þau ekki þriðja aðila án heimildar frá Sviss. Sömu reglur gilda varðandi þýsku Leopard …

Lesa meira

Úkraínumenn búa sig undir stórárás

Úkraínumenn búa sig undir að Rússar geri á þá stórárás á skotmörk hvarvetna í landi þeirra, þar á meðal Kyív, næstu daga þegar Moskvuvaldið minnist þess að eitt ár er liðið frá því að innrásin í Úkraínu hófst. Að kvöldi sunnudags 5. febrúar sagði Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti í daglegu ávarpi …

Lesa meira

Kínverski belgurinn varð að braki yfir Atlantshafi

Bandaríkjaher skaut niður kínverskan loftbelg laugardaginn 4. febrúar. Hann hafði verið í tæpa viku á sveimi þvert yfir Bandaríkin. Á fimm dögum fór belgurinn frá ríkinu Idaho í norðvestri yfir til Karólínuríkjanna í suðaustri og þaðan út á Atlantshaf þar sem hann var skotinn niður, skömmu eftir að hann var …

Lesa meira

Ráðgjafi Bandaríkjaforseta: Rússar eru ósamstarfshæfir á norðurslóðum

David Balton, sérlegur ráðgjafi Bandaríkjaforseta um norðurslóðamál, var meðal ræðumanna á ráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsø í Norður-Noregi í liðinni viku. Balton, gjarnan kallaður norðurslóðasendiherra Bandaríkjanna, ber opinbera enska titilinn executive director of the Arctic Executive Steering Committe þessi stýrhópur norðurslóðamála sem hann leiðir er hluti af vísinda- og tækniskrifstofu …

Lesa meira

Kínverskur njósnabelgur veldur pólitísku uppnámi

Eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping Kínaforseti hittust í nóvember 2022 var talið að tekist hefði að bæta samskipti stjórnvalda ríkjanna og slá á nokkurra ára tortryggni og kraumandi spennu í samskiptum þeirra. Nú um helgina ætlaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Peking og efla enn samstarfsandann frá …

Lesa meira