Lukasjenko á allt undir Pútin

Vladimir Pútin Rússlandsforseti og Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hittust til opinberra viðræðna í rússneska strandbænum Sotsji við Svartahaf föstudaginn 28. maí og til óformlegra viðræðna laugardaginn 29. maí þegar þeir fóru meðal annars í bátsferð um Svartahaf, Lukasjenko á í vök að verjast eftir að hafa fyrir viku sent orrustuþotur …

Lesa meira

Breski flotinn á ný út á heimshöfin

Breska flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth tók þátt í fyrsu NATO-æfingu sinni í vikunni, fór hún fram undan strönd Portúgals og á Miðjarðarhafi. Skipið og fylgiskip þess eru á leið í átta mánaða ferð til Indlandshafs og um Suður-Kínahaf til Japans. Fréttamaður Reuters ræddi við Steve Moorhouse, flotaforingja og stjórnanda flugmóðurskipsins, …

Lesa meira

Biden vill vita um uppruna COVID-19 í Wuhan

Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna tilmæli miðvikudaginn 26. maí um að herða á rannsóknum á uppruna kórónuveirunnar og afhenda sér skýrslu um málið innan 90 daga. Ástæðan fyrir tilmælum forsetans eru vaxandi grunsemdir um að hugsanlega megi rekja COVID-19-faraldurinn til leka úr tilraunastofu í Wuhan í Kína. Í bandaríska …

Lesa meira

Svisslendingar slíta viðræðum um heildarsamning við ESB

Guy Parmelin, forseti Sviss, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Svisslendingar tilkynntu miðvikudaginn 26. maí að þeir hefðu slitið viðræðum við Brusselmenn um stofnana- og samstarfssamning við Evrópusambandið sem staðið hafa í sjö ár. Guy Parmelin, forseti Sviss, tilkynnti slit viðræðnanna á fundi með blaðamönnum í Bern, höfuðborg Sviss. …

Lesa meira

Fordæma flugrán Lukasjenkos

Leiðtogaráð ESB fordæmir flugrán Alexanders Lukasjenkos, forseta Hvíta-Rússlands, sunnudaginn 23. maí þegat hann sendi Mig-29 orrustuþotur til móts við Ryanair-farþegavél á flugi yfir Hvíta-Rússlandi á leið frá Aþenu til Vilníus, höfuðborgar Litháens. Neyddust flugmennirnir að leggja lykkju á leið sína og lenda á Minsk-flugvelli í Hvíta-Rússlandi. Handtóku lögreglumenn Roman Protasevitsj …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Farþegavél beitt nauðung til að ná í fjölmiðlamann

  Flugmenn þotu Ryanair á leið frá Grikklandi til Litháens voru sunnudaginn 23. maí neyddir til að lenda vélinni í Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem lögreglumenn handtóku blaðamann, gagnrýnan á Alexander Lukasjenko forseta og stjórn hans. Sögðu andstæðingar Lukasjenkos að maðurinn væri í haldi á Minsk-flugvelli. Stjórnvöld í Litháen hafa …

Lesa meira

Lavrov á Íslandi – segir Rússa eiga allt Norður-Íshafið

  Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússland, kom til Íslands í dag, miðvikudag 19. maí, til að sitja fund Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í því til tveggja ára af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi í Moskvu í vikunni sagði Lavrov í tilefni af fundi Norðurskautsráðsins: „Öllum varð það fullkomlega ljóst …

Lesa meira

Írar „agndofa“ vegna netárásar á heilbrigðiskerfið

Netárás var gerð stjórnstöð heilbrigðisþjónustu Íra (HSE) og írska heilbrigðisráðuneytið föstudaginn 14. maí og þriðjudaginn 18. maí hafði tekist að endurvirkja lítinn hluta af tölvukerfi heilbrigðisþjónustunnar. Sérfræðingar í Dublin segja að árásin sem var gerð til fjárkúgunar hljóti að vekja stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenning til vitundar um að grípa þurfi …

Lesa meira

Rússneskur flotaforingi hallmælir Norðmönnum vegna NATO-umsvifa

  Aleksandr Moiseyev, flotaforingi, yfirmaður Norðurflota Rússa, sagði í rússneska dagblaðinu Izvestiu fimmtudaginn 13. maí að hernaðarleg umsvif NATO í norðri væru ögrandi og ógnuðu öryggi á norðurslóðum (e. Arctic). Þá fullyrti hann að „þrýst“ væri á norsk stjórnvöld í þágu aukinna hernaðarumsvifa liðsafla NATO-ríkja sem ýttu undir átakalíkur á …

Lesa meira

Rússar ætla ekki að hervæða Norðurskautsráðið

Nikolai Korstjunov, norðurslóða-sendiherra Rússlands, segir að Rússar ætli ekki að ræða um hervæðingu norðurslóða í formannssæti í Norðurskautsráðinu en þeir muni beita sér fyrir að herráðsformenn aðildarríkjanna hefji árlega fundi að nýju. Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum á fundi í Reykjavík fimmtudaginn 20. maí. Nikolai Korstjunov ræddi …

Lesa meira