Rússnesk orrustuþota í veg fyrir bandarískar spengjuþotur yfir Barentshafi

Tvær bandarískar B-1B langdrægar sprengjuþotur flugu ásamt eldsneytisvél yfir Noreg og í alþjóðlegri lofthelgi yfir Noregs- og Barentshöfum í áttina að rússneska Kólaskaganum sunnudaginn 24. mars. Síðdegis þennan sunnudag var MiG-31 orrustuþota send á loft frá flugherstöð á Murmannsk-svæðinu til móts við vélarnar en þær sneru frá rússneskri lofthelgi að …

Lesa meira

Engir kærleikar á milli Rússa og ISIS-hryðjuverkasamtakanna

Tilraunir Vladimirs Pútins Rússlandsforseta til að skella skuldinni á Úkraínumenn vegna hryðjuverkaárásarinnar á tónleikagesti í Moskvu að kvöldi föstudagsins 22. mars þykja ekki trúverðugar hjá þeim sem fylgst hafa með framgöngu Rússa í Sýrlandi, Afganistan og Tjestjeníu þar sem þeir hafa beitt sér af hörku gegn íslamistum. Í The New …

Lesa meira

Ríki íslam fremur blóðugt hryðjuverk í Moskvu

  Fjórir grímuklæddir vopnaðir menn ruddust inn í eitt stærsta samkomuhús Rússlands, Crocus-borgarhöllina í mektarhverfi utan við miðborg Moskvu, um klukkan 19.30 að staðartíma föstudaginn 22. mars í þann mund sem fólk var að taka sér sæti í 6.200 manna salnum fyrir tónleika hljómsveitarinnar Piknik sem flytur tónlist í anda …

Lesa meira

Yfirforingjaskipti í rússneska Norðurflotanum

  Nýr yfirmaður hefur verið settur yfir rússneska Norðurflotann, Konstantin Kabantsov flotaforingi. Hann kemur í staðinn fyrir Alexander Moisejev flotaforingja sem hefur verið settur yfirmaður alls rússneska sjóhersins. Þá hafa fjórir nýir kafbátar einnig bæst við Norðurflotann og enn einn er á leiðinni. Nikolaj Jevmenov flotaforingi sem stjórnaði rússneska sjóhernum …

Lesa meira

„Stríð“ er ekki lengur bannorð í Kreml

Nú, 22. mars 2024, hefur loks verið viðurkennt af opinberri hálfu í Rússlandi að stríð sé háð í Úkraínu en frá því að það hófst 24. febrúar 2022 með innrás rússneska hersins hefur henni verið lýst sem „sérstakri hernaðaraðgerð“ af ráðamönnum í Moskvu. Þetta breytta orðalag sem nú er opinberlega …

Lesa meira

Danir búa sig undir val á loftvarnaflaugum

Dönsk stjórnvöld ætla að verja 19 milljörðum danskra króna á næstu árum til að efla loftvarnir landsins með flugskeytum. Er líklegt að um val á varnarkerfi verði tekist á stjórnmálalegum og hernaðarlegum vettvangi. Ætlunin er að kaupa eitt langdrægt og tvö skammdræg loftvarnakerfi á næstu sjö árum. Annars vegar er …

Lesa meira

Rússar velta fyrir sér að hætta aðild að hafréttarsáttmála SÞ

  Nikolai Kharitonov, formaður nefndar rússneska þingsins um þróun í Austurlöndum fjær og á norðurskautinu, sagði við rússnesku vef-fréttasíðuna Izvestiu mánudaginn 18. mars að til athugunar væri hvort Rússar ættu hugsanlega að segja sig frá hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna á Norður-Íshafi. „Við munum ekki halda áfram aðildinni okkur til tjóns,“ sagði …

Lesa meira

Trump stefnir í greiðsluþrot vegna dómkrafna

Donald Trump skortir fé til að greiða 464 milljón dollara dómkröfu í fjársvikamáli að sögn lögmanna hans í skjali sem þeir lögðu fyrir áfrýjunardómstól í New York mánudaginn 18. mars. Í skjalinu kemur fram að kostnaður fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna málaferla valdi honum alvarlegum greiðsluvandræðum. Í fyrra sagði Trump að hann …

Lesa meira

Rússar birta lygafréttir um andlát Karls III. Bretakonungs

Breska sendiráðið í Úkraínu neyddist mánudaginn 18. mars til að senda frá sér  opinbera tilkynningu því til staðfestingar að Karl III. Bretakonungur væri á lífi og bera á þann veg til baka fullyrðingar rússneskra fjölmiðla um andlát hans. Fyrr þennan sama dag höfðu birst fréttir á rússneskum vefmiðlum og samfélagssíðum …

Lesa meira

Flota- og landgönguþætti í mikilli NATO-æfingu lokið

Þriðjudaginn 12. mars lauk þætti fjölþjóðlegs sóknarflota undir forystu breska flugmóðurskipsins HMS Prince of Wales í mestu heræfingu NATO í rúm 40 ár, Steadfast Defender 2024. Þessi þáttur æfingarinnar, Joint Warrior, sem Bretar stjórnuðu, snerist um aðgerðir á sjó, landi og í lofti til varnar gegn sókn andstæðings inn á …

Lesa meira