Meirihluti fyrir NATO-aðild á sænska þinginu – forsætisráðherrann sögð hlynnt aðild

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur gert upp hug sinn og vill að Svíar sæki um aðild að NATO. Ríkisstjórn hennar er sögð ætla að leggja fram aðildarumsókn til afgreiðslu á ríkisoddvitafundi NATO í Madrid í lok júní 2022. Dálkahöfundur Svenska Dagbladet fullyrðir þetta í grein miðvikudaginn 13. apríl. Þann dag …

Lesa meira

Æfa í Norður-Noregi eftir Norður-Víking á Íslandi

Bandarísk landgönguliðssveit skipuð 800 mönnum úr viðbragðsliði bandarískra landgönguliða (e. U.S. Marine Expeditionary Unit) eru nú í Tromsø í Norður-Noregi. Landgönguliðarnir eru að hefja æfingar með norskum hersveitum. Af því hve NATO hefur efnt til margra æfinga á norðurslóðum undanfarið má ráða hve Norður-Atlantshafið, Ísland og Norður-Noregur skipta miklu þegar …

Lesa meira

Frakkland: Hart verður barist milli Le Pen og Macrons

Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að aldrei fyrr hafi líkur á því að þjóðernissinni frá hægri verði kjörinn forseti Frakklands eins og nú. Emmanuel Macron forseti fékk þann andstæðing í seinni umferð forsetakosninganna sem hann vildi, Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðhreyfingarinnar. Andstaða til hægri og vinstri auðveldar Macron að safna liði …

Lesa meira

Langur skuggi Merkel-áranna hvílir yfir samskiptunum við Úkraínumenn

Volodymyr Zelemskíj Úkraínuforseti sagði nýlega í einu af mörgum sjónvarpsávörpum sínum: „Ég vil gjarnan bjóða Angelu Merkel í heimsókn til Butja (Bucha) svo að hún sjái með eigin augum það sem hefur gerst.“ Butja, í útjaðri Kýív, og örlög íbúana þar hafa orðið að helsta tákni þess barbarisma sem einkennir …

Lesa meira

Sprengdi borgir í Sýrlandi – nú nýr herstjóri Rússa í Úkraínu

Rússneskur hershöfðingi, Alexander Dvornikov, sem er frægur fyrir að hafa jafnað borgir og bæi í Sýrlandi við jörðu hefur verið skipaður yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu. Hann er grunaður um að hafa hafið feril sinn þar með fyrirmælum um árás á járnbrautarstöð föstudaginn 8. apríl þar sem um 50 almennir …

Lesa meira

Mögnuð fordæming á fjöldamorðum Rússa í útjaðri Kyív

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði við bandarísku CBS-sjónvarpsstöðina sunnudaginn 3. apríl að Rússar efndu nú til „þjóðarmorðs“ með stríðinu í Úkraínu og ætluðu sér að „eyðileggja og útrýma“ fólki af meira en 100 þjóðernum sem byggi í Úkraínu. Myndir sýna fjöldagrafir og lík á götum úti í bæjum í útjaðri Kyív, …

Lesa meira

Stefna að ákvörðun um NATO-aðild í vor

  Mið-hægriflokkar Finnlands og Svíþjóðar, Kansallinen Kokoomus og Moderatarna, hafa skipað sameiginlegan NATO-starfshóp. Flokkarnir vilja að Finnar og Svíar sendi samtímis umsóknir um aðild að NATO fyrir ríkisoddvitafund bandalagsins sem haldinn verður í lok júní í Madrid. Fyrsti fundur sameiginlega NATO-starfshópsins verður miðvikudaginn 6. apríl í Stokkhólmi. Petteri Orpo, formaður …

Lesa meira

Læknahópur ávallt á ferð með Pútin

Fjölmiðlamenn beina í vaxandi mæli athygli að heilsufari Vladimirs Pútins Rússlandsforseta. Af hálfu upplýsingafulltrúa hans hefur ætíð verið farið með heilsu hans sem trúnaðarmál. Lengst af tóku allir það gott og gilt. Síðan fjölgaði dögum þegar Pútin dró sig alveg í hlé. Þá komst sá orðrómur á flug að hann …

Lesa meira

NATO mundi afgreiða umsókn Finna á skömmum tíma

Kaja Kallas, forsætisráðherra NATO-landsins Eistlands, lýsir í dag (1. apríl) enn á ný stuðningi við að Finnar fái aðild að NATO. Í samtali við blaðið Helsingin Sanomat segir forsætisráðherrann: „Verði Finnland fullgilt aðildarland NATO þurfa Rússar ekki aðeins að líta til finnska varnarhersins heldur einnig til herja Bandaríkjanna, Bretlands og …

Lesa meira

Zelenskíj varar Norðmenn við norðurher Rússa

  Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði norska stórþingið með fjarfundabúnaði miðvikudaginn 30. mars. Hann flutti þar varnaðarorð vegna árásarstefnu ráðamanna í Moskvu gagnvart nágrannalöndum sínum. Stefnan næði einnig til Noregs. „Mér finnst líklegt að þið teljið nýjar hættur steðja að landamærum ykkar gagnvart Rússlandi á norðurslóðum,“ sagði forsetinn og minnti …

Lesa meira