Grænland: Óvarleg orð kostuðu forræði utanríkismálanna

Óvarleg orð sem Pele Broberg lét falla í viðtali við danska blaðið Berlingske fyrir rúmri viku urðu til þess að hann var sviptur forræði utanríkismála í grænlensku landstjórninni. Broberg fer nú aðeins með atvinnu- og viðskiptamál í landstjórn Grænlands. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, hefur tekið forræði í utanríkis- og …

Lesa meira

Eiturárásir Kremlverja sæta dómi MDE og rannsóknum Breta

Alexander Litvinenko hlaut hörmulegan dauðdaga haustið 2006 en fyrst nú í september 2021 næst niðurstaða í málinu sem snýr að því að eitrað var fyrir honum vegna gagnrýni hans á Vladimir Pútín Rússlandsforseta og samherja hans í Kreml. Enn er unnið að rannsókn svipaðra mála. Notað var geislavirkt efni, polonium, …

Lesa meira

Þriggja flokka stjórn rædd í Þýskalandi

Jafnaðarmenn (SPD) hlutu nauman meirihluta (25,7%) í kosningum til þýska sambandsþingsins sunnudaginn 26. september. Kanslaraefni þeirra er Olaf Scholz, fjármálaráðherra í kráfandi stjórn Angelu Merkel. Mánudaginn 27. september tilkynnti Scholz að hann ætlaði að reyna myndun þriggja flokka stjórnar með Frjálsum demókrötum (FDP) og Græningjum. Hann sagði að úrslit kosninganna …

Lesa meira

Kínverjar sleppa kanadískum gílsum við heimkomu Huawei-prinsessunnar

Meng Wanzhou, einn stjórnenda kínverska tæknirisafyrirtækisins Huawei, kom til Kína laugardaginn 25. september eftir næstum þriggja ára stofufangelsi í Kanada. Sama dag sneru tveir Kanadamenn, Michael Kovrig og Michael Spavor, heim frá Kína þar sem þeir sættu fangelsun og innilokun í um það bil 1.000 daga. Tekið var á móti …

Lesa meira

Meiri hafís við norðurpólinn en áður

Venjulega er ísinn við norðurpólinn minnstur í september ár hvert. Um þessar mundir er ísbreiðan við pólinn meiri en sést hefur í nokkur ár. Þetta kemur fram í gögnum frá National Snow and Ice Data Center (NSIDC) í Bandaríkjunum. Meiri ís nú árið 2021 leiðir þó ekki til þess að …

Lesa meira

Aðstaða á Íslandi fær nýtt gildi með heimsókn B-2-þotnanna

Bandaríski flugherinn segir að fyrsta dvöl torséðu B-2 sprengjuþotnanna hér á landi frá 23. ágúst til 11. september sýni að aðstaðan á Keflavíkurflugvelli hafi nýtt strategískt gildi við framkvæmd hernaðarlegra verkefna almennt á norðurslóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu flughersins mánudaginn 20. september 2021 sem sagt var frá í blaði …

Lesa meira

Bretar opnuðu Áströlum leið til Washington

Franski Evrópumálaráðherrann og ýmsir franskir fjölmiðlamenn ráðast harkalega á bresku ríkisstjórnina fyrir „tækifærismennsku“ og segja hana  „boðflennu“ með því að viðra sig upp við Bandaríkjamenn og þykjast gjaldgeng í nýtt varnarsamstarf með þeim og Áströlum, AUKUS. The New York Times (NYT) dregur upp aðra mynd af Bretum og hlut þeirra …

Lesa meira

Uppnám í París vegna samningsrofa Ástrala um kafbáta

Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti fimmtudaginn 16. september að hún ætlaði að slíta samningi sem hún gerði við frönsku ríkisstjórnina árið 2016 um smíði flota af dísel-knúnum kafbátum í Frakklandi. Þess í stað yrði samið um smíði á að minnsta kosti átta kjarnorkuknúnum kafbátum þar sem nýtt er bandarísk og bresk hátækni. …

Lesa meira

Torséðu þoturnar aftur á heimavelli í Missouri

B-2 Spirit þota á Keflavíkurflugvelli. Þrjár torséðar bandarískar sprengjuþotur af gerðinn B-2 Spirit sneru aftur til heimavallar, Whiteman Air Force Base í Missouri, miðvikudaginn 15. september eftir að hafa verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli síðan 23. ágúst. Um er að vélar frá 509th Bomb Wing og yfirgáfu þær Ísland laugardaginn …

Lesa meira

Stórheræfing Rússa og Hvít-Rússa vekur spennu

Um þessar mundir eru allt að 200.000 hermenn, 80 herflugvélar, um 760 bryndrekar og 15 herskip á æfingum við Hvíta-Rússlands og hólmlendu Rússa við Eystrasalt, Kaliningrad. Rússneskir hershöfðingjar segja að í æfingunum felist skilaboð sem ekki sé unnt að misskilja. „Ég tel víst að við munum með æfingunni Zapad-2021enn á …

Lesa meira