Bandaríkjamenn drepa al-Kaída foringja með dróna í Kabúl

Bandaríkjamenn drápu al-Kaída foringjann Ayman al-Zawahiri með „nákvæmu“ skoti úr dróna í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistans. Í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar að kvöldi 1. ágúst sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að með falli al-Zawahiris hefði hryðjuverkasamtökunum al-Kaída verið veitt þyngsta höggið frá því að stofnandi þeirra Osama bin Landen var drepinn …

Lesa meira

Rússneskur umbótasinni á gjörgæslu með sjaldgæf einkenni

Brottflutti Rússinn Anatolij Tsjubais (67 ára), umbótasinni eftir fall Sovétríkjanna, náinn samstarfsmaður Boris Jeltsíns Rússlandforseta á tíunda áratugnum og stjórnandi einkavæðinga í Rússlandi er nú í gjörgæslu á sjúkrahúsi í Evrópu með sjaldgæfan ónæmissjúkdóm. Hann hvarf á brott frá Rússlandi eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu í febrúar …

Lesa meira

Fyrsta kornskipið heldur úr höfn frá Odessa

Úkraínumenn, Rússar og fulltrúar ESB fagna því mánudaginn 1. ágúst að fyrsta skipið með korn frá Úkraínu lagði þann daginn úr höfn frá Odessa. Er það í fyrsta skipti síðan innrás Rússa hófst 24. febrúar sem korn er flutt sjóleiðis um Svartahaf frá höfn í Úkraínu. Um borð í skipinu …

Lesa meira

Pútin: Rússneska flotanum verður beitt gegn Bandaríkjunum og NATO á heimshöfunum

Í nýrri stefnu fyrir rússneska flotann lýsir Vladimir Pútin Rússlandsforseti „áformum“ Bandaríkjanna um „að ná ráðum yfir heimshöfunum“ og stækkun NATO sem helstu ógnunum sem steðji að Rússlandi. Pútin staðfesti stefnuna með undirskrift sinni á degi rússneska flotans sem haldinn var hátíðlegur í St. Pétursborg sunnudaginn 31. júlí. Stefnuskjalið er …

Lesa meira

Öryggismál í forgangi hjá nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilnefndi í febrúar 2022 lögfræðinginn Carrin F. Patman frá Houston í Texas til að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hún kynnti sig og markmið sín sem sendiherra fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fimmtudaginn 28. júlí 2022. Að fengnu samþykki nefndarmanna verður skipun hennar sem sendiherra staðfest. Í ræðu …

Lesa meira

Ítalía: Sótt að Salvini vegna Pútin-tengsla

Rússatengsl ítalska stjórnmálamannsins Matteos Salvinis eru enn á ný í sviðsljósinu vegna fréttar sem birtist í dagblaðinu La Stampa, fimmtudaginn 28. júlí um að fulltrúi rússneska sendiráðsins í Róm hefði hitt einn af aðstoðarmönnum Salvinis í maí til að grennslast fyrir um hvort nokkur af ráðherrum Lega-flokks Salvinis í stjórn …

Lesa meira

Rússneska þjóðarbúið „gjörsamlega lamað“

Refsiaðgerðir Vesturlanda hafa „gjörsamlega lamað“ rússneska þjóðarbúið og leitt til fjölda-brottfarar alþjóðlegra fyrirtækja segir í nýrri skýrslu sérfræðinga við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Höfundar skýrslunnar segja hana reista á „fyrstu heildargreiningu“ á stöðu rússneskra efnahagsmála frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu, í ljós komi að á mörgum sviðum hafi Rússar orðið fyrir …

Lesa meira

Rússneski flotinn fjölgar æfingum við Noreg

  Rússar hafa hvað eftir annað efnt og boðað til skotæfinga við strendur Noregs undanfarin ár. Í sjálfu sér er ekki nýtt að efnt sé til slíkra æfinga við Kólaskagann þar sem rússneski Norðurflotinn hefur aðsetur eða á Barentshafi. Kristian Åtland, rannsóknastjóri við rannsóknaóknarstofnun norska hersins, Forsvarets forskningsinstitutt (FFI), segir …

Lesa meira

Nýja Rússland er alþjóðlegt úrhrak

Leiðari Jyllands-Posten í dag 27. júlí fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: Sjötti mánuður stríðsins í Úkraínu er að hefjast. Að nýju eru alvöru stríðsátök í Evrópu og ekki aðeins vegna þess að þau færast austar megum við í okkar hluta álfunnar venjast þeim. Úkraínumenn venjast þeim ekki. Þeir …

Lesa meira

Enn beitir Pútin gasvopninu

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom ætlar að minnka streymi um Nord Stream 1 gasleiðsluna frá Rússlandi til Þýskalands niður í 20% af flutningsgetu leiðslunnar. Er því borið við að þetta sé nauðsynlegt vegna viðgerða á tækjum. Þegar tilkynningin barst mánudaginn 25. júlí urðu enn umræður um það í Þýskalandi og innan ESB …

Lesa meira