Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, veittist miðvikudaginn 5. apríl að Kínverjum og sakaði stjórnvöld þeirra um að leggja Rússum lið við útbreiðslu á útlistun þeirra á stríðinu í Úkraínu, fyrir að reyna að létta undir með þeim vegna efnahagsþvingananna og fyrir að reyna að grafa undan því að lög og réttur …
Lesa meiraBloggari sprengdur – Kremlverjar í vanda með sökudólginn
Sunnudaginn 2. apríl skömmu eftir klukkan 18.00 að staðartíma var rússneski herbloggarinn Vladlen Tatarskij sprengdur í loft upp í kaffihúsi í miðborg St. Pétursborgar. Hann flutti þar erindi yfir um 100 áheyrendum á opnum fundi um stríðið í Úkraínu. Á eftirlitsmyndavél sést þegar Daria Trepova (26 ára) gengur að kaffihúsinu með pappakassa í fanginu. Þegar inn var …
Lesa meiraStjórnarskipti í Finnlandi – borgaralegur meirihluti
Petteri Orpo, formaður mið-hægri Samlingspartiet í Finnlandi, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, lýsti flokk sinn sigurvegara þingkosninganna í landinu að kvöldi sunnudagsins 2. apríl. Samlingspartiet fær 20,8% atkvæða og 48 þingmenn og fjölgar þeim um 10 frá kosningunum 2019. Þjóðernissinnaði Finnaflokkurinn fær 20% atkvæða 46 þingmenn, sjö þingmönnum fleiri en 2019. Jafnaðarmannaflokkurinn, SDP, …
Lesa meiraVon der Leyen herðir tóninn í garð Kínverja
Kínverska alþýðulýðveldið nýtir sér veika stöðu Vladimirs Pútins Rússlandsforseta til að ná sem mestum stjórnmálalegum og landfræðilegum ítökum í Rússlandi og snúa þannig við valdahlutföllum í samskiptum þessara gamalgrónu bandamanna, sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í tímamóta ræðu fimmtudaginn 30. mars á ráðstefnu sem tvær hugveitur, Mercator …
Lesa meiraBandarískur blaðamaður fangelsaður af FSB
Rússneska öryggislögreglan (FSB) tilkynnti fimmtudaginn 30. mars að hún hefði handtekið bandarískan ríkisborgara og fréttamann The Wall Street Journal, Evan Gershkovich, fyrir grun um njósnir fyrir Bandaríkjastjórn. Hann var handtekinn í Jekaterinburg. Þetta er í fyrsta sinn sem rússnesk yfirvöld beita vestrænan blaðamann slíku ofríki frá því að Sovétríkin hurfu …
Lesa meiraFinnland samþykkt sem 31. NATO-ríkið
Tyrkneska þingið samþykkti að kvöldi fimmtudags 30,. mars aðild Finnlands að NATO, segir í frétt Reuters. Ungverska þingið samþykkti NATO-aðild Finna mánudaginn 27. mars. Þá hafa öll NATO-ríkin 30 lýst samþykki sínu við að Finnland verði 31 aðildarríki NATO. Nú er ekki annað eftir en ganga frá formsatriðum áður en …
Lesa meiraMannskæðar orrustur eru enn um Bakhmut
Her Úkraínu veitir enn mótspyrnu á austur vígstöðvunum í landinu að sögn herstjórnarinnar 30. mars. Hefur herinn hrundið tugum árása í bænum Bakhmut og í nágrenni hans. Bærinn hefur í meira en sjö mánuði verið helsta skotmark hers Rússa sem leggur ofurkapp á að ná honum á sitt vald. Mark …
Lesa meiraRússneskur sendiherra lýsir Svíþjóð og Finnlandi sem „skotmörkum““
Finnland og Svíþjóð verða „skotmörk“ frá Moskvu gangi ríkin í NATO segir sendiherra Rússlands. Eftir aðild þeirra „tvöfaldast næstum heildarlengd landamæranna milli Rússlands og NATO,“ sagði Viktor Tatarintsev sendiherra þriðjudaginn 28. mars á vefsíðu rússneska sendiráðsins í Stokkhólmi. „Telji einhver enn að þetta muni á einhvern hátt bæta evrópskt …
Lesa meiraMDE tekur fyrir mannréttindabrot vegna loftslagsbreytinga
Fyrstu málaferlin fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) vegna umhverfis- og loftslagsmála hefjast miðvikudaginn 29. mars gegn Frakklandi og Sviss. Ríki hafa ekki áður verið sótt til saka fyrir dómstólnum vegna ásakana um að stjórnir þeirra hafi ekki gripið til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. Málið gegn Sviss er reist á kvörtun samtaka eldri …
Lesa meiraÚkraínuher fær breska og þýska orrustuskriðdreka
Orrustuskriðdrekar frá Bretlandi og Þýskalandi, af gerðunum Challenger 2 og Leopard 2, eru komnir til Úkraínu og verða til þess að efla herafla landsins. Stjórnvöld í Kyív fagna því að skriðdrekarnir bætist við her þeirra áður en endanleg ákvörðun er tekin um vorsókn gegn rússneska innrásarliðinu. Lengi var rætt um …
Lesa meira