fbpx

Bandarískur kjarnorkukafbátur í höfn við Tromsø

Kjarnorkuknúni, bandaríski kafbáturinn USS New Mexico sem borið getur langdrægar kjarnaflaugar lagðist við bryggju í Grøtsund-höfn við Tønsnes, 10 km frá miðborg Tromsø, í Norður-Noregi mánudaginn 10. maí 2021. Kafbáturinn er hluti sjötta flota Bandaríkjanna og í tilkynningu frá yfirstjórn hans segir að tilgangurinn með heimsókn hans til Noregs sé …

Lesa meira

Tikhanovskaja vill aðstoð Finna í Hvíta-Rússlandi

Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir við finnska ríkisútvarpið YLE að Finnar geti gegnt lykilhlutverki við að leysa stjórnlagakreppuna í Hvíta-Rússlandi segir á vefsíðu YLE sunnudaginn 9. maí. „Finnland er voldugt land. Margar þjóðir vanmeta mátt sinn og áhrif. Vegna hlutleysis síns hafa Finnar einstakt tækifæri til að aðstoða …

Lesa meira

Skosklr sjálfstæðissinnar styrkjast í þingkosningum

Flokkar sem vilja sjálfstæði Skotlands og úrsögn úr Sameinaða konungdæminu (United Kingdom) fengu meirihluta á skoska þinginu í kosningum til þess fimmtudaginn 6. maí. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) fékk 64 þingsæti af 129, Íhaldsflokkurinn 31, Verkamannaflokkurinn 22, Skoskir græningjar 8 og Frjálslyndir 4. Græningjar vilja sjálfstæði Skotlands eins og SNP og …

Lesa meira

Yfirlýsing frá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Lloyd J. Austin III

Í tilefni af 70 ára afmæli varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þann 5. maí sendi Lloyd J. Austin III, sem tók við embætti varnarmálaráðherra í stjórn Joes Bidens í upphafi árs, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „The Department of Defense – in concert with the Department of State – is honored to …

Lesa meira

Biden fær á baukinn frá N-Kóreumönnum

  Stjórnvöld Norður-Kóreu sökuðu sunnudaginn 2. maí Joe Biden Bandaríkjaforseta um að sýna sér óvild, stefna hans einkenndist af undirferli og hótuðu þau gagnaðgerðum. Í ræðu á Bandaríkjaþingi miðvikudaginn 28. apríl sagði Biden að stjórn sín mundi bregðast við ógninni sem stafaði af norður-kóreskum kjarnorkuáformum „á diplómatískan hátt og með …

Lesa meira

Farandfólk skapar vanda á Kanaríeyjum

Á fréttasíðunni Euronews segir frá því föstudaginn 30. apríl að öryggis- og löggæsla hafi verið aukin í höfninni á Tenerife, einni af Kanaríeyjum, til að hindra að farandfólk laumist um borð í flutningaskip til meginlands Evrópu. Rætt er við Juan Ignacio Llaño hjá skipafélaginu Fred Olsen Express sem er einn …

Lesa meira

Franskir herforingjar boða valdarán til bjargar Frakklandi

Franska ríkisstjórnin hefur fordæmt opið bréf frá um 1.000 starfandi hermönnum og um 20 fyrrv. hershöfðingjum þar sem segir að stefni í „borgarastríð“ í landinu vegna trúarlegrar öfgahyggju. „Ofstækisfullir baráttumenn“ eru sakaðir um að skapa sundrung innan samfélagsins og sagt er að islamistar sölsi undir heil landsvæði. Bréfið birtist í …

Lesa meira

Mikill breskur herfloti í Asíu-leiðangri

Stærsti herfloti Breta frá því í Falklandseyja-stríðinu árið 1982 siglir út á heimshöfin í næsta mánuði þegar nýja 65.000 lesta flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth verður í forystu í 28 víkna jómfrúarferð skipsins alla leið til Japans. Í fylgd með flugmóðurskipinu verða tveir tundurspillar HMS Defender og HMS Diamond; freigáturnar HMS …

Lesa meira

Navalníj fer stig af stigi úr hungurverkfalli

  Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj tilkynnti föstudaginn 23. apríl að hann ætlaði skref fyrir skref að hætta hungurverkfalli sem hann hóf 31. mars í fangavist sinni til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknisþjónustu vegna verkja í fótleggjum og baki. Í færslu á Instagram krafðist Navalníj þess enn …

Lesa meira