Finnar hafa hafist handa við að reisa 200 km langa landamæragirðingu við Rússland. Fyrsti hluti hennar er lagður í Pelkola, nálægt bænum Imatra. Hann verður um 3 km langur við verklok í júní 2023. Litið er á þennan spotta sem tilraunaverkefni. Reynslan af lagningu girðingarinnar þarna verður nýtt við hönnun …
Lesa meiraRússar fljúga í veg fyrir norska P-8 eftirlitsflugvél
Rússneskum MiG-orrustuþotum var nú í vikunni í fyrsta sinn flogið fyrir norska P-8-kafbátaleitarvél yfir Barentshafi. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf þá skýringu að eftirlitsvélin hefði „nálgast landamæri Rússneska sambandsríkisins“. Norski flugherinn fékk fyrstu P-8 Poseidon vélina til eftirlits á hafi úti 24. febrúar 2022. Ber hún nafnið Viking. Norðmenn hafa alls keypt …
Lesa meiraMarkviss stigmögnun fjandsakapar í garð Rússa, segir Zhakarova.
Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði föstudaginn 14. apríl að Rússar teldu brottrekstur 15 rússneskra sendiráðsmanna frá Noregi „markvissa stigmögnun fjandskapar í garð Rússa“. Norska ríkisstjórnin rak sendiráðsmennina fimmtudaginn 13. apríl og sagði Zakharova að það hefði verið gert eftir að norskir fjölmiðlar stofnuðu til „dreifingar falsfrétta“ gegn rússneskum leyniþjónustum. …
Lesa meiraNorðmenn reka 15 Rússa úr landi – saka þá um að ógna norskum hagsmunum
Norska ríkisstjórnin rak fimmtudaginn 13. apríl fimmtán rússneska sendiráðsmenn í Osló úr landi. Eru þeir sagðir leyniþjónustumenn og að athafnir þeirra séu ógn við öryggi Noregs. Rússneska sendiráðið segir ákvörðunina „ótrúlega óvinsamlega“. „Athafnir þeirra ógna norskum hagsmunum,“ sagði Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs, þegar hún kynnti ákvörðunina um brottreksturinn. Í fréttatilkynningu …
Lesa meiraThule-herstöðin verður Pituffik-geimherstöðin
Nyrsta herstöð Bandaríkjanna, Thule-flugherstöðin hefur fengið nýtt nafn. Henni var gefið það við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. apríl (skírdag) og heitir nú Pituffik-geimherstöðin. Með nýja nafninu er hlutverk geimhers Bandaríkjanna áréttað en í því felst einnig viðurkenning á tungu og menningu Grænlendinga segir í tilkynningu bandaríska geimhersins. Pituffik-geimherstöðin er um …
Lesa meiraMacron daðrar við Xi eins og áður við Pútin
Emmanuel Macron Frakklandsforseti sætir gagnrýni meðal evrópskra ráðamanna fyrir þau ummæli sín á blaðamananfundi eftir Kínaferð í liðinni viku að Evrópuþjóðir ættu að varast að blanda sér í hættuástand sem snerti þær ekki, eins og deilurnar um Tævan. Þá ættu Evrópuþjóðirnar ekki að láta við það sitja að fylgja „stefnu …
Lesa meiraBerlingske: Varúðar þörf vegna Rússa á norðurslóðum
Skoðun Berlingske er: Eftir Úkraínu munu Rússar líta til norðurslóða. Það krefst tafarlausra vestrænna viðbragða. Tilgangurinn er greinilega að Rússar geti leikið einleik á norðurslóðum sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir friðinn sem ríkt hefur í ísköldu norðrinu. Við Dönum og öðrum norrænum þjóðum blasa þess vegna stórverkefni. — Hafi einhver …
Lesa meiraDanska ríkisstjórnin vill virkja Færeyinga og Grænlendinga til vitundar og samstarfs í öryggismálum norðurslóða
Andreas Krog, ritstjóri utanríkis- og varnarmála á dönsku vefsíðunni altinget.dk, ræddi á dögunum við Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, um stöðuna í öryggismálum með sérstakri skírskotun til Færeyja og Grænlands. Samtalið birtist á vefsíðunni 6. apríl 2023. Í upphafi er þess getið að danski íhaldsmaðurinn og utanríkisráðherrann Per Stig Møller …
Lesa meiraLula segir Pútin geti ekki fengið allt – kannski Krímskaga
Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, lagði til fimmtudaginn 6. apríl að Úkraínustjórn léti af kröfum um að endurheimta Krímskaga af Rússum og þannig yrði stríðinu í Úkraínu lokið. Rússar gætu ekki vænst þess að „fá allt“. Lula sagði á fundi með blaðamönnum í borginni Brasilíu að Vladimir Pútin …
Lesa meiraLeggja hart að Xi að koma vitinu fyrir Púrtin
Ursula von der Leyen ítrekaði fimmtudaginn 6. apríl eftir fund með Xi Jinping Kínaforseta í Peking að það mundi valda „umtalsverðu tjóni“ í samskiptum Kína og ESB ef Kínverjar létu Rússum og té hergögn. „Ég vil taka af öll tvímæli um þetta, að vopna árásaraðila er ótvírætt brot á alþjóðalögum. …
Lesa meira