Lavrov: Samþykkið tillögur okkar eða herinn gerir út um málið

Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði jóladag, 25. desember, að hann útilokaði ekki viðræður um Úkraínu. Stjórnvöld í Kyív höfnuðu því að ræða við Rússa á sama tíma og þeir láta sprengjum rigna yfir borgir í Úkraínu og þess er krafist af Moskvumönnum að viðurkennd verði ráð þeirra yfir um fimmtungi lands …

Lesa meira

Rússar segja drónaárás gerða 600 km inni í landi sínu

Að kvöldi jóladags að íslenskum tíma, kl. 01.35 að Moskvutíma aðfaranótt annars jóladags segjast Rússar hafa skotið niður dróna frá Úkraínu yfir Engels-flugvelli í Saratov héraði í um 600 km austur af Úkraínu. Leifar úr sundurskotna drónanum hafi orðið þremur tæknimönnum í flugherstöðinni að bana. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti frétt um …

Lesa meira

Zelenskíj: Úkraínumenn hafa gert kraftaverk

Volodymyr Zelemskíj, forseti Úkraínu, hét því í ávarpi að kvöldi aðfangadags að færa Úkraínumönnum „aftur frelsi“. Hann hvatti þjóðina til að láta ekki bugast í vetrarkuldum þrátt fyrir árásir og ógnanir Rússa. Zelenskíji sagði Úkraínumenn hafa haldið út þrátt fyrir „árásir, ógnanir, kjarnorkuhótanir, hryðjuverk og flugskeytaárásir“ frá því að Rússar …

Lesa meira

Aðfangadagur: Rússar gerða morðárás á markað í Kherson

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti gagnrýndi Rússa fyrir „hryðjuverk“ á aðfangadag, laugardaginn 24. desember, þegar sprengjum rigndi yfir laugardagsmarkað í miðborg Kherson, sjö almennir borgarar týndu lífi og 20 særðust. Zelenskíj sagði á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Telegram að herinn hefði enga aðstöðu í hverfi Kherson sem varð fyrir árásinni. Þá sagði …

Lesa meira

Sjálfur Pútin talar um stríð – mismæli eða stefnubreyting?

Vladimir Pútin.

Vladimir Pútin Rússlandsforseti notaði bannorðið „stríð“ í ræðu sem hann flutti fimmtudaginn 22. desemnber og féll þannig á eigin bragði. Almennir borgarar sæta langri fangelsisvist fyrir að nota orðið þegar þeir ræða um innrás Pútins í Úkraínu fyrir níu mánuðum, hana á að kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“ vilji menn um frjálst …

Lesa meira

Grunnstefna NATO – Varðberg birtir textann á íslensku.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ritaði undir grunnstefnu NATO á ríkisoddvitafundi bandalagsins í Madrid 29. júní 2022. Hér birtist texti skjalsins í fyrsta sinn á íslensku. Frá þýðingunni er gengið af Varðbergi og er hún frjáls öllum sem hana vilja nýta sér enda sé getið heimildar, vardberg.is. Grunnstefna NATO samþykkt 29. júní …

Lesa meira

Zelenskíj fagnað sem hetju í Washington

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, senri aftur til Evrópu fimmtudaginn 22. desember eftir að hafa daginn áður verið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, á fundum með Joe Biden forseta og bandarískum þingmönnum. Við komuna til Póllands síðdegis með flugvél bandaríska flughersins tók Andrzej Duda, forseti Póllands, á móti Zelenskíj og ræddu þeir …

Lesa meira

Rússar endurskipuleggja herafla sinn í norðri

Nýjar herstöðvar koma til sögunnar í vesturhéruðunum sagði Sergeij Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, á fundi með æðstu herforingjum og Vladimir Pútin Rússlandsforseta miðvikudaginn 21. desember. „Með hliðsjón af því að NATO hefur áhuga á að efla hernaðarmátt skammt frá landamærum Rússlands samhliða því að Norður-Atlantshafsbandalagið stækkar á kostnað Finna og Svía …

Lesa meira

Thule-herstöðin efld með 4 milljörðum dollara

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að ráðstafa 3.95 milljörðum dollara til verktakans Inuksuk A/S í Nuuk á Grænlandi til framkvæmda og viðhalds á Thule flugherstöðinni, nyrstu stöð Bandaríkjahers. Höfuðtilgangur með rekstri stöðvarinnar er að fylgjast með gervitunglum á ferð yfir norðurpólinn og hvort langdrægum eldflaugum sé skotið á loft í Rússlandi …

Lesa meira

Henry Kissinger um lyktir stríðs í Úkraínu

Fyrsta heimsstyrjöldin var einskonar menningarlegt sjálfsmorð sem eyðilagði upphefð Evrópu, segir Henry Kissinger (99 ára) í upphafi greinar í vikuritinu Spectator sem dagsett er 17. desember. Greinin ber fyrirsögnina: Að komast hjá þriðju heimsstyrjöldina. Kissinger segir að í fyrstu heimsstyrjöldinni hafi Evrópuþjóðirnar valdið hver annarri óbærilegu tjóni vegna þess að …

Lesa meira