Árás á flugherstöð á Krímskaga er Rússum mikið áfall

Mikið tjón varð þriðjudaginn 9. ágúst vegna sprenginga í flugherstöð rússneska flotans á Krímskaga sem Rússar skáru ólöglega af Úkraínu árið 2014 og eignuðu sér. Þetta sýna gervihnattarmyndir frá miðvikudeginum 10. ágúst. Sakíj-flugherstöð rússneska flotans er skammt frá þorpinu Novofedorivka á Krímskaga. Þar gjöreyðilögðust að minnsta kosti níu herflugvélar, þar …

Lesa meira

Danir stíga nýtt skref í aðstoð við Úkraínuher

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stíga nýtt skref í hernaðarlegum stuðningi sínum við stjórnvöld og her Úkraínu, danskir herþjálfarar og kennarar taka að sér að þjálfa úkraínska hermenn bæði í Danmörku og í Bretlandi. Í samtali við Jyllands-Posten miðvikudaginn 10. ágúst segir Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Dana, að á næstunni sendi …

Lesa meira

Öflugri varnir á norðurslóðum ræddar í St. John´s

Forráðamenn varna sex Norðurskautsríkja hittust í St. John‘s á Nýfundalandi mánudaginn 8. ágúst til að ræða stöðu öryggismála á norðurslóðum (e. Arctic). „Nú er hverfipunktur á norðurslóðum þegar áhrif ólögmætrar innrásar Rússa í Úkraínu og hervæðingar þeirra á norðurslóðum, þungi loftslagsbreytinga, tækniframfarir og efnahagslegur áhugi stuðla að vaxandi áhuga, umsvifum …

Lesa meira

Lukasjenko hefur fangelsað og kúgað eigin þjóð i tvö ár

Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 eru tvö ár liðin frá umdeildum forsetakosningum í Belarús sem kölluðu frá mestu andspyrnu almennings í landinu sem hefur verið lýst sem „síðasta einræðisríkinu í Evrópu“. Alexander Lukasjenko var tilnefndur sigurvegari kosninganna 2020. Hann hafði raunar sigrað í öllum kosningum í landinu frá því snemma á …

Lesa meira

Amnesty International segir enga réttlætingu á afbrotum Rússa í Úkraínu

Amnesty International sætti áfram þungri gagnrýni mánudaginn 8. ágúst fyrir skýrslu sína um Úkraínu þar sem stjórnvöld í Kyív eru sökuð um að stofna lífi almennra borgara i hættu. Embættismenn Kyív-stjórnarinnar og vestrænir diplómatar telja að skýrslan geti orðið til þess að rússnesk stjórnvöld finni þar réttlætingu fyrir auknum þunga …

Lesa meira

Kornútflutningurinn um Svartahaf eykst

Fjögur kornflutningaskip yfirgáfu Úkraínu sunnudaginn 7. ágúst með tæplega 170.000 tonn af korni. Föstudaginn 5. ágúst fóru þaðan þrjú skip með um 80.000 tonn af korni. Fyrsta kornskipið, Razoni, hóf för síðan þaðan til Líbanons mánudaginn 1. ágúst. Þess er vænst að Razoni komi til hafnar í Líbanon sunnudaginn 7. …

Lesa meira

Amnesty sætir skömm Úkraínumanna

Oksana Pokalstjuk, stjórnandi Amnesty International í Úkraínu, sagði af sér eftir að samtökin birtu skýrslu þar sem her Úkraínu var sakaður um að stofna lífi almennra borgara vísvitandi í hættu. Stjórnvöld í Kyív brugðust ókvæða við skýrslunni þar sem þau eru sökuð að halda úti herstöðvum og vopnabúrum í íbúðahverfum …

Lesa meira

Deilt um sovéskt stríðsminnismerki í Eistlandi

Eistnesk stjórnvöld munu brátt sjá til þess að öll minnismerki í Eistlandi um stjórnartíð Sovétmanna verði fjarlægð, segir Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Hún segir að enn megi sjá frá 200 til 400 minnnismerki frá Sovéttímanum í landinu. „Nú hefur þetta verið ákveðið. Öll sovésk minnismerki verða fjarlægð af opinberum svæðum …

Lesa meira

Scholz afhjúpar blekkingu Pútins vegna gastúrbínu

Í liðinni viku ákváðu stjórnendur rússneska orkurfyrirtækisins Gazprom að minnka gasflæðið um Nord Stream 1 leiðsluna til Þýskalands niður í 20% af flutningsgetu leiðslunnar. Báru þeir fyrir sig að ekki væri unnt að flytja meira magn vegna bilunar á túrbínu en viðgerð og afhending hefði tafist. Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti …

Lesa meira

Pelosi-heimsókn til Tævan lokið – mikil reiði í Peking og vopnaglamur

Tsai Ing-wen, forseti Tævans, sagði miðvikudaginn 3. ágúst að þjóð sín mundi „ekki láta undan“ hernaðarhótunum stjórnvalda í Peking eftir að þau tilkynntu upphaf meiriháttar heræfinga umhverfis eyríkið vegna heimsóknar Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þangað. Síðdegis miðvikudaginn 3. ágúst að staðartíma hélt Pelosi frá Tævan til Suður-Kóreu, Nancy Pelosi …

Lesa meira