Kínverjar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi vegna Suður-Kínahafs

Kínverjar hafa harðlega mótmælt gagnrýni Bandaríkjamanna á kröfur þeirra um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínverski flotaforinginn, Sun Jianguo, sagði sunnudaginn 31. maí á öryggisráðstefnu í Singapúr að landakröfur, landfyllingar og framkvæmdir Kínverja á kóraleyjum í hafinu, Spratly-eyjum, væru „réttlátar, lögmætar og skynsamlegar“ og þær væru „í alþjóðaþágu“. Um er að ræða …

Lesa meira

Stefnir í stórpólitíska deilu Kínverja og Bandaríkjamanna vegna yfirráða á S-Kínahafi

Stórpólitískur ágreiningur milli Kínverja og Bandaríkjamanna skerpist eftir að her Kína hefur aukið umsvif sín á umdeildum smáeyjum í Suður-Kínahafi, Spratleyjum. Í augum Kínverja er álíka fráleitt að Bandaríkjamenn skipti sér af því sem gerist á Suður-Kínahafi og Kínverjar láti að sér kveða á Mexíkóflóa segir Martin Jacques, sérfræðingur í …

Lesa meira

Rússland á leið frá réttarríkinu með reglum um ríkisleyndarmál

            Nýjar reglur í Rússlandi um að nöfn fallinna í orrustu skuli skoða sem ríkisleyndarmál kunna að hafa alvarleg áhrif á málfrelsi og mannréttindi í Rússlandi sagði Sergeij Krivenko, rússneskur mannréttindafrömuður, við þýsku fréttastofuna DW föstudaginn 29. maí. Nöfn allra sem falla í aðgerðum sérsveita …

Lesa meira

Frontex vill hervernd fyrir landamæraverði sína á Miðjarðarhafi

      Af hálfu Frontex, landamærastofnunar Evrópu, hefur verið farið fram á hervernd gegn vopnuðum smyglurum á farandfólki sem auka umsvif sín á Miðjarðarhafi og við strönd Libíu. Varðskipið Týr hefur sinnt verkefnum fyrir Frontex á þessum slóðum undanfarna mánuði og tekið þátt í Triton-aðgerð landamærastofnunarinnar. Í frétt á …

Lesa meira

Stoltenberg boðar allt að átta NATO-herstöðvum í austurhluta Evrópu

    NATO ætlar að efla sameiginlegar varnir með því að koma á fót allt að átta stjórnstöðvum í austurhluta Evrópu sagði Jens Stolteberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Washington miðvikudaginn 27. maí. Framkvæmdastjórinn sagði að stjórnstöðvarnar yrðu í Eistlandi, Lettlandi Litháen, Póllandi, Búlgaríu og Rúmeníu. Ein í hverju landi …

Lesa meira

Obama og Stoltenberg árétta mikilvægi sameiginlegra varna

      Barack Obama Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hittust á fundi í Washington þriðjudaginn 26. maí. Á blaðamannafundi að honum loknum sagði Obama að við NATO blöstu nú mikilvæg og áhættusöm verkefni. „Við ræddum stöðuna í Úkraínu og æ meiri sóknarblæ á stefnu Rússa, við áréttuðum að …

Lesa meira

Rússar efna í skyndi til víðtækrar flug- og loftvarnaæfingar

    Rússar hófu mikla fjögurra daga heræfingu mánudaginn 25. maí með um 250 flugvélum, 12.000 hermönnum og 700 vígtólum af ýmsum gerður. Rússneska varnarmálaráðuneytið lýsir æfingunni sem „víðtækri skyndiathugun“ á viðbragðsflýti heraflans. BBC bendir á að æfingin hefjist sama dag og NATO-ríki og nokkur samstarfsríki þeirra hefji æfingar á …

Lesa meira

Rússar fagna forskoti vegna hátækni skriðdreka – kapphlaup að hefjast

    Rússar telja sig hafa náð miklu forskoti gagnvart ESB-ríkjum með nýja Armata-skriðdreka sínum og mánudaginn 25. maí birti rússneska TASS-fréttastofan ummæli sem Dmitrí Rogozin, varaforsætisráðherra Rússlands, lét falla í rússneska sjónvarpinu kvöldið áður um að Evrópuríki stæðu ekki jafnfætis Rússum í þessu efni fyrr en eftir 15 ár. …

Lesa meira

Svíar fá bandarískar B-52 sprengjuvélar til að senda skýr skilaboð til Moskvu

    Tvær bandarískar sprengjuvélar af B-52 gerð munu taka þátt í æfingu með sænska hernum á Eystrasalti sem stendur dagana 5. til 20. júní. Þoturnar geta borið kjarnavopn. Þátttaka þeirra og hlutdeild NATO í æfingnni er túlkuð á þann veg á rússnesku vefsíðunni Sputnik  að með þessu vilji Svíar …

Lesa meira

ESB-leiðtogar hafna óskum Úkraínu, Georgíu og Moldóvu um aðildarviðræður – vilja ekki auka spennu gagnvart Rússum

Leiðtogar ESB-ríkjanna komu saman til fundar í Riga, höfuðborg Lettlands, fimmtudag 21. maí og föstudag 22. maí. Þeir funduðu með leiðtogum sex ríkja sem áður voru hluti Sovétríkjanna, þar á meðal frá Úkraínu, Georgíu og Moldóvu. Var það von leiðtoga þessara þriggja landa að þeir fengju fyrirheit í lokayfirlýsingu leiðtogafundarins …

Lesa meira