Pútin heimtar tafarlausar öryggistryggingar annars…..

Rússar vilja komast hjá átökum við Úkraínu og Vesturveldin, sagði Vladimir Pútin Rússlandsforseti á árlegum fjögurra klukkustunda maraþon blaðamannafundi sínum fimmtudaginn 23. desember. Hann bætti við að Rússar þyrftu „tafarlaust“ svar frá Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra við kröfum sínum um öryggistryggingar. Vegna liðsafnaðar Rússa við landamæri Úkraínu óttast margir að …

Lesa meira

Neðjansjávar ljósleiðari til Japans með viðkomu á Íslandi

Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents Observer skrifar þar þriðjudaginn 21. desember 2021: Eftir að finnska ríkis farskiptafyrirtækið Cinia og rússneska fyrirtækið Mergafon lögðu fyrr á þessu ári á hilluna áform um að leggja farstreng neðasjávar fyrir norðan Síberíu frá Evrópu til Asíu hafa nýir samstarfsaðilar tekið höndum saman um …

Lesa meira

Pútin minnist í fyrsta sinn á hernað í Úkraínu

Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefur nú í fyrsta sinn talað afdráttarlaust um hernaðaraðgerðir gagnvart Úkraínu frá því að síðasta rússneska liðssöfnunin hófst við landamæri Rússlands og Úkraínu. Á fundi með fulltrúum rússneska varnarmálaráðuneytisins og hersins þriðjudaginn 21. desember boðaði Pútin að Rússar kynnu að grípa til „hernaðaraðgerða“ gegn „árásaraðgerðum“ Vesturveldanna í …

Lesa meira

Rússland: Herútboð til heimabrúks

Það verður að líta á hernaðarógn Rússa gagnvart Úkraínu í því ljósi að rússnesk stjórnvöld vilja draga að sér athygli á heimsvísu til að styrkja stöðu sína á heimavelli segir nýr sendiherra Úkraínustjórnar í Brussel við blaðamann vefsíðunnar EUobserver mánudaginn 20. desember. „Þeir [Rússar] þurfa örvun á borð við innlimun …

Lesa meira

Rússar vilja einkaviðræður við Bandaríkjamenn um óskalista í öryggismálum

Rússneska utanríkisráðuneytið vill að fulltrúar Bandaríkjanna og NATO setjist til viðræðna með það fyrir augum að lögbundið samkomulag takist um ýmis ágreiningsmál. Sérfræðingar telja að verði fallist á samningsmarkmið Rússa gjörbreytist skipan öryggismála í Evrópu. Óskalistinn var birtur föstudaginn 17. desember og þar er að finna kröfur um að NATO …

Lesa meira

Stoltenberg vill verða seðlabankastjóri

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sótt um embætti seðlabankastjóra Noregs eftir að hann fékk fyrirspurn frá norska fjármálaráðuneytinu í nóvember 2021 hvort hann gæti hugsað sér að senda inn umsókn um embættið sem losnar á næsta ári. „Þetta er starf sem höfðar mjög til mín,“ segir í tilkynningu sem blaðafulltrúi …

Lesa meira

Viðvarnir vegna netárása um heim allan

Öryggissérfræðingar um heim allan vinna nú hörðum höndum að því  að draga úr hættu á að brotist sé inn í Log4j-forritið. Það er mjög útbreitt í net- og tölvukerfum. Hæsta hættustigi hefur verið lýst í Þýskalandi. Síðdegis mánudaginn 13. desember lýsti ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu yfir …

Lesa meira

Macron vill sterka og sjálfstæða ESB-rödd á alþjóðavettvangi

Emmanuel Macron Frakklandsforseti efndi til blaðamannafundar fimmtudaginn 9. desember og hvatti til þess að Evrópusambandið breyttist úr „samstarfsvettvangi um innri málefni Evrópu í öfluga, virka Evrópu á alþjóðavettvangi, fullvalda, frjálshuga við ákvarðanir sínar og sinnar eigin gæfu smiður“. Macron efnir sjaldan til blaðamannafunda en tilefnið að þessu sinni var að …

Lesa meira

Finnar kaupa 64 bandarískar F-35 orrustuþotur

Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti föstudaginn 10. desember að hún hefði ákveðið að kaupa Lockheed Martin Corp. F-35 orrustuþotur í stað bandarískra F/A-18 Hornet þotna sem finnski flugherinn fékk árið 1992, eftir hrun Sovétríkjanna. Alls er um að ræða 10 milljarða evra fjárfestingu. Stærstu einstöku varnarfjárfestingu í í sögu Finnlands. Sanna Marin …

Lesa meira

Ótti við leiftursókn og langvinn átök í Úkraínu

Bandarískir njósnarar fullyrða að Rússar hafi komið á birgðaflutningakerfi í þágu bardagasveita sinna umhverfis Úkraínu sem geri þeim kleift að heyja langvinnan hernað. Þessar upplýsingar bætast við safn frétta sem reistar eru á því sem berst frá vestrænum njósnastofnunum um víðtækan stríðsviðbúnað Rússa við landamæri Úkraínu. Talið er að allt …

Lesa meira