Hundruð fyrirtækja um heim allan, þar á meðal verslanakeðjan Coop í Svíþjóð, glímdu laugardaginn 3. júlí við netvanda vegna tölvuárásar á Kaseya, bandarískan framleiðanda forrita fyrir 40.000 aðila. Kaseya tilkynnti fyrirtækið hefði orðið fyrir „þaulskipulagðri netárás“. Sérfræðingar í netglæpum töldu að hugsanlega stæði REvil að baki árásinni, rússneskur netglæpahringur sem …
Lesa meiraSvartahaf: Rússar ögra hollenskri freigátu
Hollenska varnarmálaráðuneytið segir að rússneskar orrustuþotur hafi „áreitt“ freigátu í hollenska flotanum við æfingar á Svartahafi. Þoturnar hafi látið eins og þær ætluðu að ráðast á skipið. Hollenska herskipið HNLMS.Evertsen fylgdi breska tundurspillinum HMS Defender við eftirlit og æfingar á Svarta hafi í liðinni viku. Hollenska varnarmálaráðuneytið segir að þá …
Lesa meiraVill verja rússneskt þjóðaröryggi á norðurslóðum
Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands, núverandi varaformaður öryggisráðs Rússa, segir að rússnesk stjórnvöld verði að nýta formennsku sína í Norðurskautsráðinu til að halda fram þjóðaröryggishagsmunum sínum á norðurslóðum. „Það er ekkert launungarmál að fjöldi ríkja reynir á markvissan hátt að þrengja að athafnafrelsi Rússa á norðurslóðum og …
Lesa meiraSpenna vegna bresks tundurspillis á Svartahafi
Rússar segjast hafa skotið viðvörunarskotum í átt að breskum tundurspilli undan strönd Krímskaga á Svartahafi. Skipið hafi siglt úr rússneskri lögsögu eftir skothríðina. Bresk stjórnvöld segja að ekkert atvik af þessu tagi hafi orðið. Tundurspillirinn hafi verið í lögsögu Úkraínu undan strönd Krímskaga. Í frétt rússnesku fréttastofunnar Interfax miðvikudaginn 23. …
Lesa meiraBiden og Pútin ræddu norðurslóðir „talsvert ítarlega“
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimir Púin Rússlandsforseti hittust á fundi í Genf miðvikudaginn 16. júní. Litið er á fundinn sem skref til nánara samstarfs Bandaríkjamanna og Rússa á tímum sem sagðir eru mótast af meiri erfiðleikum í samskiptum þeirra en áður frá hruni Sovétríkjanna fyrir 30 árum. Forsetarnir ákváðu meðal …
Lesa meiraKínverjar reiðir vegna ályktunar NATO-toppfundar
Í yfirlýsingu ríkisoddvitafundar NATO mánudaginn 14. júní í Brussel er farið óblíðum orðum um Kínastjórn. Þar segir að afstaða Kínverja vegi að öryggi NATO-ríkjanna og „torskilin“ hervæðing þeirra er gagnrýnd. Bent er á að yfirlýsingar Kínastjórnar um markmið hennar og sjálfbirgingsleg framganga feli í sér kerfisbundna ögrun við skipan alþjóðamála …
Lesa meiraHörð ályktun NATO-toppfundar í garð Rússa
Að loknum ríkisoddvitafundi NATO í Brussel mánudaginn 14. júní 2021 sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, að samskipti bandalagsþjóðanna og Rússa hefðu aldrei verið verri en núna undanfarin 30 ár, það er frá hruni Sovétríkjanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir fundinn við fréttamann ríkisútvarpsins í Brussel að margir ræðumenn þar hefðu …
Lesa meiraLoftslagsaðgerðir Svisslendinga í uppnámi
Meirihluti Svisslendinga hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 13. júní tillögu ríkisstjórnarinnar um að stuðla að minnkun útblásturs með gjaldtöku af bíleigendum og gjaldi á flugmiða. Þar með er loftslagsstefna ríkisins í lausu lofti og óvissa ríkir um hvernig markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015 verður náð í Sviss. Áhyggjur margra af slökum hagvexti …
Lesa meiraAfstaðan til Kínverja hitamál á toppfundi NATO
Ríkisoddvitafundur NATO verður í Brussel mánudaginn 14. júní. Þess er vænst að á fundinum staðfesti fundarmenn áformin sem boðuð eru í skjalinu NATO 2030 sem kynnt var á árinu 2020. Á grundvelli skjalsins verður samin ný grunnstefna (e. strategic concept) NATO í stað þeirrar sem nú er í gildi. Hún …
Lesa meiraÆðsti flotaforingi Bandaríkjanna fundar í Kaupmannahöfn
Bandaríski flotaforinginn Mike Gilday, Chief of Naval Operations – æðsti yfirmaður bandaríska flotans – heimsótti Kaupmannahöfn í fyrri viku og ræddi meðal annars við Trine Bramsen varnarmálaráðherra og yfirmann danska flotans, Torben Mikkelsen um samvinnu Bandaríkjamanna og Dana á norðurslóðum (Arktis). Gilday hitti einnig blaðamenn og er hér vísað …
Lesa meira