Vladimir Pútin Rússlandsforseti stendur víðar í ströngu vegna hernaðar en í Úkraínu. Í fleiri fyrrverandi Sovétlýðveldum eru háð vopnuð átök – þar vill Pútin þó að farið sé fram með friði án þess að á hann sé hlustað. Um nýliðna helgi varð Pútin að hringja í forsetana í Kirgisistan og …
Lesa meiraHerráðsformaður Breta: Pútin hefur ekki náð neinu hernaðarmarkmiði sínu
Vladimir Pútin „mistekst hvarvetna þegar litið er til hernaðarlegu markmiðanna sem hann setti sér,“ segir formaður herráðs Breta. Sir Tony Radakin flotaforingi segir átökin í Úkraínu kunna að „reynast langvinn“ þrátt fyrir nýlega sókn Úkraínuhers. Rætt var um stöðuna í Úkraínu við herráðsformanninn í BBC. Hann minnti á að strax …
Lesa meiraAfdráttarlaus viðvörun Bidens til Pútíns
„Heimurinn mun líta á ykkur sem meiri úrhrök en nokkru sinni fyrr. Og það ræðst af verknaði ykkar hver viðbrögðin verða,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti um rússneska ráðamenn í þætti CBS-sjónvarpsstöðvarinnar 60 mínútur sem sýndur verður sunnudaginn 18. september. Hann bregst með þessum orðum við spurningum fréttamanns en áður varar …
Lesa meiraEkki allt sem sýnist þegar Pútin og Xi hittast
Vladimir Pútin Rússlandsforseti hitti Xi Jinping, forseta Kína, í Samarkand í Úsbekistan fimmtudaginn 15. september og fordæmdi það sem hann kallaði tilraunir Vesturlanda til að skapa „einpóla heim“. Hefur þetta lengi verið umkvörtunarefni Pútins en með orðunum vísar hann til þess að stöðva verði „yfirgang“ Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. BBC segir …
Lesa meiraStjórnarskipti í Svíþjóð
„Þetta er lítill meirihluti, en þetta er meirihluti, þess vegna mun ég biðjast lausnar sem forsætisráðherra á morgun [15. september] og afsala mér ábyrgð á framhaldinu til forseta þingsins,“ sagði Magdalena Andersson, fráfarandi forsætisráðherra Svía, á blaðamannafundi að kvöldi miðvikudags 14. september. „Þetta verður erfitt og flókið kjörtímabil,“ sagði hún. …
Lesa meiraB-52 sprengjuvélar í lágflugi yfir Stokkhólmi
Tvær bandarískar B-52 sprengjuvélar fóru í lágflugi yfir þinghús og konungshöllina í Stokkhólmi föstudaginn 2. september. Með fluginu lauk æfingu vélanna í Svíþjóð að þessu sinni. Klukkan var 12.15 að staðartíma þegar vélarnar tvær birtust yfir sænsku höfuðborginni í fylgd sænskra JAS Gripen orrustuvéla. Þátttaka B-52 vélanna í æfingum með …
Lesa meiraKomi-hermenn til bardaga í Úkraínu – héraðsstjórinn spáir þeim sigri
Stjórnvöld í Moskvu hafa skipað héraðsstjórnendum um landið allt að finna hermenn til að hindra frekara undanhald rússneskra innrásarhersins í Úkraínu. Á norsku vefsíðunni BarentsObserver birtist föstudaginn 2. september frétt um að hermenn frá Komi lýðveldinu hefðu flogið frá herstöð á Kólaskaga suður á bóginn. Komi lýðveldið er hérað í …
Lesa meiraGagnrýndi stríðið, féll út um sjúkrahússglugga
Stjórnarformaður annars stærsta olíuframleiðanda Rússlands er sagður hafa dáið þegar hann féll út um glugga á sjúkrahúsi. Nýlega gagnrýndi hann innrás Rússa í Úkraínu. Ravil Maganov, stjórnarformaður Lukoil, dó fimmtudaginn 1. september eftir að hafa hrapað til jarðar ofan af sjöttu hæð Klíníska miðsjúkrahússins í Moskvu segir rússneska Interfax-fréttastofan. Sjúkrahúsið …
Lesa meiraStórsókn Úkraínuhers til að endurheimta land í suðri
Her Úkraínu segist hafa „brotist í gegnum“ varnir Rússa mánudaginn 29. ágúst þegar hann hóf sókn til að endurheimta Kherson-hérað í suðurhluta lands síns. Markmið sóknarinnar er að hrekja rússneskar hersveitir til baka yfir Dniper-fljót og binda enda á hernám þeirra á borginni Kherson. Forsetaskrifstofa Úkraínu sagði þriðjudaginn 30. ágúst …
Lesa meiraRússar flytja orrustuþotur á brott frá Krím af ótta við skemmdarverk
Fjöldi skemmdarverka á yfirráðasvæði Rússa á Krímskaga og nágrenni hefur leitt til fyrirmæla Vladimirs Pútinss Rússlandsforseta um brottflutning allra orrustuvéla flughers Rússa frá Krím. „Rússar ætla að fjarlægja allar orrustuvélar sínar frá Krím. Það er mjög líklega gripið til þess ráðs vegna nýlegra árása á rússneskar útstöðvar á svæðinu,“ segir …
Lesa meira