G20 ríkjahópurinn klofnar vegna Úkraínu – Indverjum mistókst málamiðlun

Utanríkisráðherrar G20 hópsins luku fundi sínum í Delí, höfuðborg Indlands, fimmtudaginn 2. mars. Spenna vegna stríðsins í Úkraínu setti mikinn svip á umræður þótt forsætisráðherra Indlands hafi hvatt fundarmenn til að leggja þær til hliðar að þessu sinni. Vegna ágreinings um Úkraínu komust ráðherrarnir ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Antony Blinken, …

Lesa meira

Fox News í vanda vegna frétta um kosningasvindl

Rupert Murdoch, eigandi Fox News.

Smáskilaboð send í trúnaði og vitnisburður milljarðamæringsins og fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdochs (91 árs), eiganda Fox News sjónvarpsstöðvarinnar, sýna að stjórnendur og stjörnur einstakra þátta stærstu bandarísku fréttasjónvarpsstöðvarinnar töluðu sín á milli um að ásakanir Trumps og fylgismanna hans um kosningasvindl í nóvember 2020 væru „geðveikislegar“. Murdoch viðurkennir engu að síður nú að þrátt fyrir þessa vitneskju hafi nokkrir þáttastjórnendur Fox News „lýst …

Lesa meira

Skemmdarverk í Belarús leiðir af sér niðurlægingu rússnesks herstjóra

Hópur stjórnarandstæðinga í Belarús næstum gjöreyðilagði rússneska njósnavel af gerðinni Beriev A-50 með bækistöð á flugvelli í Belarús á milli þess sem hún var notuð til að finna og staðsetja skotmörk fyrir rússneska herinn í Úkraínu. Sendi hópurinn dróna til að kasta sprengjum á vélina sunnudaginn 26. febrúar. Fréttir herma að A-50 vélin hafi sex sinnum verið send inn …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn sækir að Kínverjum aðstoði þeir Rússa

Forstjóri. bandarísku leyniþjónustunnar CIA sagði sunnudaginn 26. febrúar við bandarísku CBS-sjónvarpsstöðina að hann hefði ekki sannanir fyrir því að Kínverjar ætluðu að láta Rússum í té banvæn vopn en Bandaríkjastjórn væri „sannfærð“ um að þeir mundu gera það. Sjaldgæft er að forstjórinn, William Burns, komi til viðtals í sjónvarpi. Að …

Lesa meira

Brotakennd sókn Rússa án ávinnings

Úrvalssveit rússneska landhersins er sögð hafa orðið illa úti í misheppnaðri árás hennar á bæinn Vuhledar megi marka gervihnattarmyndir sem sýna að fylkingu farartækja hafi verið grandað. Breska leyniþjónustan birti þessar myndir sunnudaginn 26. febrúar og segir að þar megi sjá að minnsta kosti tíu skaðbrennd farartæki á snævi þaktri …

Lesa meira

Friðarskjali Kínverja tekið með fyrirvara

Kínversk stjórnvöld birtu föstudaginn 24. febrúar 2023 skjal sem ætlað er stuðla að vopnahléi í Úkraínu.  Margir vestrænir sérfræðingar og embættismenn hafa fyrirvara þegar rætt er um hugmyndir í skjalinu vegna þess hve Kínverjar eru nánir samstarfsfélagar Rússa og þess vegna lítt hæfir sem sáttasemjarar. Kínverjar völdu eins árs afmælisdag …

Lesa meira

Zelenskíj segir að Úkraínumenn muni að lokum hafa betur í stríðinu

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, sagði fimmtudaginn 23. febrúar, að þjóð sín mundi að lokum hafa betur í stríðinu sem hófst 24. febrúar 2022 þegar Rússar sendu brynvagna úr öllum áttum yfir landamæri Úkraínu og þotur og flugskeyti sprengdu borgir og bæi landsins. „Við höfum ekki verið brotin á bak aftur, við höfum sigrast …

Lesa meira

Rússar uppræta markvisst menningu í Úkraínu

Sérfræðingar í umboði Sameinuðu þjóðanna sögðu miðvikudaginn 22. febrúar að „markviss“ eyðilegging Rússa á menningu Úkraínu með stríðsaðgerðum í eitt ár jafngilti tilraun til að svipta Úkraínumenn rétti til eigin sjálfsmyndar. Hvöttu sérfræðingarnir til þess að Rússar hættu að ráðast af ásetningi á staði, stofnanir og menningarminjar og annað sem …

Lesa meira

Flókið að skapa stöðugleika á norðurslóðum vegna vaxandi ágengni Rússa

Herstjórnendur frá Bandaríkjunum og Noregi hafa lagt mat á vaxandi áhuga Rússa á norðurslóðum og sífellt meiri sóknarstöðu herafla þeirra og hvernig eigi að bregðast við breyttum aðstæðum og skapa jafnvægi með fælingarmætti sem leiði ekki til stigmögnunar. Í liðinni viku var efnt til málþings á vegum Pólstofnunar hugveitunnar Wilson …

Lesa meira

Pútin skellir enn á ný allri skuld á Vesturlönd og ný-nazista í Kýiv

Vladimir Pútin Rússlandsforseti endurtók í stefnuræðu sinni þriðjudaginn 21. febrúar gamalkunnar ásakanir í garð Vesturlanda til að réttlæta innrás rússneska hersins í Úkraínu fyrir tæpu ári. Hann sagði að tilvist Rússlands væri nú ógnað vegna stuðning vestursins við stjórnvöld í Kyív. Pútin talaði í tæpar tvær klukkustundir yfir þéttsetnum sal ráðherra, þingmanna og hermanna …

Lesa meira