Sergeij Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, birtist að nýju eftir nokkurra vikna fjarveru á fundi með yfirstjórn rússneska hersins þriðjudaginn 19. apríl og lýsti stöðu mála. Hann útskýrði í ræðunni, sem var sjónvarpað, sagnfræðilegar ástæður fyrir „aðgerðunum“ sem nú stæðu yfir í Úkraínu. „Við gerum nú ráðstafanir til að koma að nýju …
Lesa meiraSvíþjóð: Stuðningur við NATO eykst
Stuðningsmönnum NATO-aðildar fjölgar í Svíþjóð samkvæmt niðurstöðu könnunar sem birt var miðvikudaginn 20. apríl. Demoskop gerði könnuna fyrir Aftonbladet og sýnir hún að 57% Svía styðja nú NATO-aðild, í mars voru þeir 51%. Nú eru 21% andvígir aðild en voru 24%, óákveðnum fækkar úr 25% í 22%. Þegar niðurstaða mars-könnunarinnar …
Lesa meiraFinnskir þingflokkar hlynntir NATO aðild
Stærstu þingflokkar Finnlands lýstu miðvikudaginn 20. apríl stuðningi við aðild að einhvers konar hernaðarbandalagi til að breðast við innrás Rússa í Úkraínu. Þingumræður hófust þá um hvort skynsamlegt væri fyrir Finna að ganga ío NATO en þeir eiga löng landamæri sameiginleg með Rússum. Talsmenn Jafnaðarmannaflokksins, flokks Sönnu Marin forsætisráðherra, tóku …
Lesa meiraEfasemdir í Kreml um stríð Pútins
Fréttir birtast nú í fjölmiðlum um heim allan þar sem sagt er frá því að vaxandi fjöldi innvígðra í Kremlarkastala, valdamiðstöð Vladimirs Pútins Rússlandsforseta, telji innrás forsetans í Úkraínu „hörmuleg“ mistök og óttist að hann grípi til kjarnorkuvopna versni staða rússneska hersins og stjórnvalda í Moskvu. Í fréttunum kemur fram …
Lesa meiraRússar vara við „óviljandi atvikum“ á norðurslóðum
Nikolai Kortsjunov, núverandi formaður embættismannaráðs Norðurskautsráðsins, sagði sunnudaginn 17. apríl að til „óviljandi atvika“ kynni að koma yki NATO hernaðarumsvif sín á norðurslóðum (e. Arctic). Hann skýrði ekki nánar við hvaða „atvik“ hann ætti. Rússneska fréttastofan TASS skýrði frá þessu en í frétt Reuters frá 18. apríl er minnt á …
Lesa meiraHáskólamenn í Síberíu mótmæla stríði Pútins
Akademgorodok (Akademíski bærinn) skammt frá Novosibirsk, stærstu borg Síberíu,var á tíma Sovétríkjanna kunnur fyrir að þar dafnaði lýðræðisleg hugsun langt í burtu frá skugga alræðisvaldsins í Kremlarkastala. Mánudaginn 18. apríl segir frá því á norsku vefsíðunni BarentsObserver að þann sama dag hafi birst mótmælaskjal 133 forráðamanna við háskólann í Novosibirsk …
Lesa meiraBresk herskip heimsækja Jan Mayen
Þegar bresku herskipin, flugmóðurskipið HMS Prince of Wales og freigátan HMS Richmond, héldu frá Reykjavík föstudaginn 8. apríl sigldu þau í áttina að Jan Mayen og heimsóttu miðvikudaginn 13. apríl Norðmennina 20 sem stunda þar veðurathuganir og sinna verkefnum á vegum hersins. Viðdvöl svo öflugra herskipa við afskekktu eldfjallaeyjuna er …
Lesa meiraEngar fréttir af 510 manna áhöfn beitiskipsins Moskvu
Talið er að hundruð sjómanna hafi drukknað eða farist af völdum sprenginga og elds um borð í flaggskipi rússneska Svartahafsflotans, beitiskipinu Moskvu, þegar úkraínskar skotflaugar grönduðu því fimmtudaginn 14. apríl. Fréttir herma að aðeins nokkrir tugir manna úr 510 manna áhöfninni hafi bjargast. Tæpur sólarhringur leið frá árás á skipið …
Lesa meiraFinnar, Svíar, norræn varnarsamvinna og NATO í ljósi Úkraínustríðsins
Breska hugveitan RUSI birtir reglulega greinar um öryggis- og varnarmál á vefsíðu sinni. Miðvikudaginn 13. apríl birtist þar grein eftir tvo Norðmenn sem starfa við Norsku utanríkismálastofnunina (NUPI), Per Erik Solli og Øystein Solvang. Þeir fjalla um aðild Finna og Svía að NATO með sérstakri skírskotun til áhrifa hennar á …
Lesa meiraÚkraínuher grandar djásni rússneska Svartahafsflotans
Rússar skýrðu frá því að kvöldi fimmtudags 14. apríl (kl. 20.22 að ísl. tíma) að beitiskipið Moskva, flaggskip rússneska Svartahafsflotans, búið stýriflaugum, hefði sokkið aftan við dráttarbát dró beitiskipið í vondu veðri á leið til hafnar. Fyrr þennan sama dag sögðu Úkraínumenn að þeir hefðu gert eldflaugaárás á skipið. Rússar …
Lesa meira