GPS merki detta út í lofti og á sjó á Norðurlöndum

Sjúkraflugmenn og flugmenn hjá norska flugfélaginu Widerøe áttu í erfiðleikum við flug í Finnmörk, nyrsta héraði Noregs, í nóvember og desember vegna þess að GPS merkin sem þeir styðjast við hurfu. Hjá Widerøe var sagt að í nóvember hefðu GPS merki dottið út 17 sinnum. Vandræðin jukust í desember en …

Lesa meira

Vesturlönd kasta silkihönskunum með nýjum vopnum til Úkraínuhers

Vopnasending Bandaríkjastjórnar til Úkraínu fyrir um 3 milljarða dollara er sú stærsta til þessa. Þar er meðal annars að finna milliþunga skriðdreka af Bradley gerð, brynvarða bíla og Sea Sparrow flaugar. Hafa þær ekki áður verið sendar til Úkraínu. Bandaríkjamenn nota gamlar gerðir flauganna ekki lengur og eiga mikið magn …

Lesa meira

Þjóðverjar senda milliþunga skriðdreka til Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari ræddu saman fimmtudaginn 5. janúar. Að símtalinu loknu ákváðu þeir að senda milliþunga skriðdreka til Úkraínuhers. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar verður kynnt föstudaginn 6. janúar. Talið er að hún nái til þess að Úkraínuher fái 50 Bradley vígdreka sem hluta af hernaðaraðstoð sem nemi 2,8 …

Lesa meira

Þáttaskil: Vestrænir skriðdekar sendir til Úkraínu

Þrjár gerðir eru til af skriðdrekum: léttir, milliþungir og þungir. Úkraínsk stjórnvöld hafa lengi lagt hart að frönskum og þýskum stjórnvöldum með óskum um að þau létu af hendi skriðdreka gegn Rússum. Hefur þeim óskum verið tekið þurrlega til þessa. Þjóðverjar hafa sagt að afhending slíkra vopna bryti gegn samkomulagi …

Lesa meira

Rússar segja farsíma hafa kallað á mannskæðu árásina

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði miðvikudaginn 4. janúar að ólögmæt notkun hermanna á farsímum hefði átt sök á mannskæðri flugskeytaárás Úkraínuhers á herskála í bænum Makiivka í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Ráðuneytið segir nú að 89 hermenn hafi fallið, áður hafði það sagt þá 63. Úkraínuher segir að um 400 rússneskir hermenn …

Lesa meira

Reiði í Rússlandi vegna mannfallsins í Makiivka

Þjóðernissinnar og nokkrir þingmenn í Rússlandi hafa krafist þess að herforingjum verði refsað fyrir vanrækslu við að gæta fyllsta öryggis í herskálum sem hýstu rússneska hermenn í einni mannskæðustu sprengjuárás sem gerð hefur verið í Úkraínustríðinu. Rússneska varnarmálaráðuneytið braut gegn reglu sinni og viðurkenndi mánudaginn 2. janúar að 63 rússneskir …

Lesa meira

Fréttir um mesta mannfall Rússa í einni árás í Úkraínu

Í tilkynningu frá Úkraínuher, sem sagt er frá í vestrænum miðlum að morgni mánudags 2. janúar 2023, segir að 400 nýliðar í her Rússa hafi farist að kvöldi gamlársdags í bráðabirgða herskála í Makiivka í Donetsk í austurhluta Úkraínu. Þá segir einnig að um 300 hafi særst. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir …

Lesa meira

Hættulegra að vera háður kínversku farkerfi en rússnesku gasi

Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Strand Consult hefur rannsakað hlutdeild kínverskra risafyrirtækja eins og Huawei og ZTE í fjarskiptatæknibúnaði í Evrópu. Var sagt frá niðurstöðum í skýrslu fyrirtækisins í Jyllands Posten föstudaginn 30. desember. Þær sýna að kínversku tæknirisarnir hafa skotið rótum og gegna lykilhlutverki við 5G-væðingu farkerfisins í átta ESB-löndum. Þar hafa …

Lesa meira

Úkraínuher eyðir rússneskum drónum á flugi

Talsmaður flughers Úkraínu sagði að morgni föstudags 30. desember að Rússar hefðu gert 16 „kamikaze“ drónaárásir á skotmörk víðs vegar um landið en tekist hefði að eyðileggja alla drónana áður en þeir náðu til skotmarka sinna. Drónunum hefði verið skotið úr suðaustri og norðri. Herráð Úkraínu sendi frá sér tilkynningu …

Lesa meira

Yfirmaður norska heraflans segir að halda verði aftur af Rússum í norðri

„Eitt af markmiðum Pútins með að ráðast inn í Úkraínu var að koma í veg fyrir stækkun NATO en nú stækkar NATO á Norðurlöndunum. Pútin er jafnframt ljóst að engin ógn stafar af norrænu ríkjunum, þau hafa engan hag af árás á Rússland. Í því felst blekking Pútins þegar hann …

Lesa meira