Þjóðverjar styðja NATO-aðild Finna og Svía

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafa í tvo daga fundað í Schloss Meseberg skammt frá Berlín með Olaf Scholz Þýskalandskanslara um stríðið í Úkraínu og aðild norrænu landanna tveggja að NATO. Á blaðamannafundi þriðjudaginn 3. maí sagði finnski forsætisráðherrann að þetta hefði verið hárréttur tími til …

Lesa meira

Lavrov kallar yfir sig reiði Ísraela með Hitler-ummælum

Utanríkisráðherra Ísraels segir „ófyrirgefanlegt“ að Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hafi látið orð falla um „gyðingablóð“ í æðum nazistaleiðtogans Adolfs Hitlers. Lavrov greip til þessara orða þegar hann reyndi að réttlæta þá lýsingu Rússa að „nazistar“ réðu í Úkraínu þrátt fyrir að forseti landsins sé gyðingur. Ísraelska utanríkisráðuneytið hefur kallað á …

Lesa meira

Ógnvænleg innræting Rússa um kjarnorkustríð

Breska ríkisútvarpið, BBC, heldur úti starfsemi sem miðar að því að fylgjast náið með fjölmiðlum annarra landa og greina stefnu stjórnvalda og þróun samfélagsmála á grundvelli þess sem þar birtist, BBC Monitoring. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu, 24. febrúar, hefur blaðamaðurinn Francis Scarr fylgst með því sem …

Lesa meira

Norðmenn loka á flutninga Rússa í Finnmörk

Norska ríkisstjórnin tók föstudaginn 29. apríl um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu. Hafnbann á rússneskar vörur er sett frá og með 7. maí. Bannið nær ekki til rússneskra fiskiskipa. Tvö af hverjum þremur rússneskum skipum geta því áfram leitað hafna í Noregi. Strax gengur í gildi bann …

Lesa meira

Grænland: Hugað að ratsjám í stað flugvalla

Bandaríska varnarmálaráðuneytið býr sig undir að senda sérfræðinga til Grænlands í sumar til að kanna kosti þess að setja upp NATO-ratsjár þar meðal annars til að fylgjast með ferðum rússneskra og kínverskra skipa, segir í grein sem Andreas Krogh skrifar á dönsku vefsíðuna altinget.dk miðvikudaginn 27. apríl. Vitnar hann þar …

Lesa meira

Þjóðverjar senda þungavopn til Úkraínu

Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, tilkynnti þriðjudaginn 26. apríl að þýska stjórnin mundi heimila að þýskir skriðdrekar yrðu til ráðstöfunar fyrir Úkraínustjórn og herafla hennar. Þar með breytti þýska stjórnin um stefnu en hún hefur verið treg til að láta Úkraínumönnum í té þungavopn. Þýski ráðherrann kynnti stefnubreytingunni á fjölþjóðlegum fundi …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn áréttar stuðning sinn við Úkraínumenn

Stjórnvöld í Úkraínu höfnuðu mánudaginn 25. apríl yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að Rússar hefðu samþykkt að opna örugga leið fyrir særða hermenn og almenna borgara frá Azostal stáliðjuverinu í Mariupol, hafnarborg við Azov-haf í suðurhluta Úkraínu sem hefur verið skotmark Rússa í tvo mánuði. Ekkert loforð Rússa um slíkt …

Lesa meira

Finnski utanríkisráðherrann: Eini tíminn til að ræða NATO-aðild

Græninginn Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, sagði laugardaginn 23. apríl að þröskuldurinn fyrir Finna til að komast inn í NATO kynni að hækka í framtíðinni ef þeir reyndu ekki að sækja um aðild núna. Hann sagði að stríðið í Úkraínu hefði neytt Finna til að endurmeta öryggisstefnu sína. Ráðherrann tók þátt …

Lesa meira

Norska stórþingið fjallar um auknar varnir í norðri

Utanríkis- og varnarmálanefnd norska stórþingsins fjallar nú um greinargerð sem ríkisstjórnin lagði fyrir hana föstudaginn 8. apríl um aðgerðir til að auka varnir Noregs á norðurslóðum. Ætlunin er að efla umsvif flotans, landhersins og upplýsingaöflun (njósnir) auk þess að auðvelda móttöku og stuðning við herafla frá bandalagsþjóðum, einkum í norðri. …

Lesa meira

Rússar boða meiri hervæðingu á Kólaskaga

Sergeij Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, birtist að nýju eftir nokkurra vikna fjarveru á fundi með yfirstjórn rússneska hersins þriðjudaginn 19. apríl og lýsti stöðu mála. Hann útskýrði í ræðunni, sem var sjónvarpað, sagnfræðilegar ástæður fyrir „aðgerðunum“ sem nú stæðu yfir í Úkraínu. „Við gerum nú ráðstafanir til að koma að nýju …

Lesa meira