Kremlarvinir lýsa Duginu sem píslarvotti í jarðarförinni

Hundruð manna komu saman í Moskvu þriðjudaginn 23. ágúst til að votta Dariu Duginu virðingu við útför hennar. Þar var hún hyllt sem píslarvottur. Faðir hennar, þjóðernissinninn og hugmyndafræðingur stór-rússneskrar útþenslustefnu, Alexander Dugin (60 ára) minntist hennar með þeim orðum að hún hefði „dáið fyrir þjóðina, dáið fyrir Rússland“. Daria …

Lesa meira

Rússneska öryggislögreglan segir móður frá Úkraínu launmorðingja við Moskvu

Rússneska öryggislögreglan, FSB, arftaki KGB á Sovéttímanum, sakaði mánudaginn 22. ágúst leyniþjónustu Úkraínu um morðið á Dariu Duginu, dóttur hugmyndafræðings rússneskrar öfga þjóðernishreyfingar, að kvöldi laugardags 20. ágúst skammt frá Moskvu. Sprengja grandaði Toyota Land Cruiser sem Dugina ók á heimleið frá menningarviðburði. Þar var hún með föður sínum, Alexander …

Lesa meira

Esbjerg höfn í lokaprófi bandarísku herstjórnarinnar

Flutningaskip bandaríska hersins leggst að bryggju í Esbjerg-höfn á vesturströnd Jótlands mánudaginn 22. ágúst með þúsundir hergagna, búnaðar og ökutækja auk 44 þyrlna. Allt er þetta flutt til Evrópu frá Bandaríkjunum nú þegar skipt er um einingar í 7.000 manna bandarískum herafla í Evrópu. Liðið hefur dvalist í álfunni síðan …

Lesa meira

Bílsprengja gegn hugmyndafræðilegum samherjum Pútins

Dóttir hugmyndafræðings rússneskra þjóðernissinna sem oft er kallaður „heili Pútins“ var drepin í bílsprengju í útjaðri Moskvu aðfaraótt sunnudags 21. ágúst. Hún hét Daria Dugina, 30 ára. Segir rannsóknardeild Moskvu-lögreglunnar að sprengju hefði verið komið fyrir í jeppa sem hún ók. Faðir Dariu er Alexander Dugin, alkunnur málsvari kenningar sem …

Lesa meira

Rússneskur landher fluttur frá Kólaskaga til Úkraínu – staðfestir lygi Pútins

Rússar hafa flutt mikið af landherafla sínum frá norðurslóðum til Úkraínu, segir Erik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, og telur að í því felist að nágranni Norðmanna í austri meti ástandið á norðurslóðum stöðugt. Rússar leggi þó mikla áherslu á kjarnorkuherstyrk sinn á Kólaskaganum og í norðurhöfum. Rætt er við norska …

Lesa meira

Brotið blað í NATO-flugheræfingum í norðri

Samhliða því sem Norðurfloti Rússa byrjar viðamikla æfingu á Barentshafi sýna flugherir undir merkjum NATO-samstarfsins styrk sinn í lofti yfir norðurhluta Skandinavíuskaga og staðfesta þannig í verki hvernig samstarf NATO-þjóða verður á þessum slóðum eftir að Finnar og Svíar ganga í bandalagið. Fimmtudaginn 18. ágúst birtust ljósmyndir, meðal annars á …

Lesa meira

Ný norræn sýn í öryggis- og varnarmálum eftir NATO-umsókn Finna og Svía

Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust á fundi í Osló mánudaginn 15. ágúst. Þeir sendu meðal annars frá sér yfirlýsinguna sem hér birtist í íslenskri þýðingu vardberg.is enda hefur engin opinber íslensk þýðing birst. Yfirlýsingin er upphaflega birt á ensku enda er henni meðal annars ætlað að kynna ríkjum innan NATO og annars …

Lesa meira

Söguleg þáttaskil í norrænu samstarfi með NATO-umsókn Finna og Svía

Norrænu forsætisráðherrarnir komum saman til árlegs sumarfundar í Osló mánudaginn 15. ágúst. Hér birtist annars vegar fréttatilkynning frá forsætisráðherra Íslands og hins vegar endursögn á fréttatilkynningu frá forsætisráðherra Noregs sem stýrði fundinum og sagði öryggis- og varnarmál í ljósi NATO-umsóknar Finna og Svía hafa verið meginumræðuefnið. Hún markaði söguleg þáttaskil …

Lesa meira

Finnar vilja færri rússneska ferðamenn – leika þjóðsöng Úkraínu fyrir þá

Finnar láta þjóðsöng Úkraínu hljóma í hátölurum á stöðum sem eru vinsælir meðal rússneskra ferðamanna sem koma til Finnlands. Meirihluti Finna vill að reglur um útgáfu ferðamanna áritana til Rússa séu þrengdar. Í austurhluta Finnland eru Imatrankoski flúðirnar vinsælar meðal ferðamanna, þar á meðal margra Rússa. Þar hljómar þjóðsöngur Úkraínu …

Lesa meira

Ísland hefur frumkvæði að sprengjueyðingarverkefni í Úkraínu

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu 11. ágúst 2022: Ísland stendur ásamt hinum norrænu ríkjunum fyrir verkefni sem er fyrirhugað á sviði þjálfunar í sprengjuleit og sprengjueyðingu í Úkraínu. Líklegt er að fleiri lönd muni taka þátt í verkefninu þegar fram í sækir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti verkefnatillögu þess efnis á …

Lesa meira