Eldsneytisskortur blasir við Krímverjum eftir að eina brúin sem tengir þá við Rússland varð fyrir skemmdum vegna sprengingar 17. júlí. Krímbrúin yfir Kertsj-sund tengir Krímskaga sem Rússar hernámu árið 2014 við Rússland. Einn helsti dreifingaraðili eldsneytis á Krímskaga sendi viðskiptavinum sínum sms-boð í fyrri viku og hvatti þá til að …
Lesa meiraDanir gefa Úkraínumönnum 19 F16-orrustuþotur
Stjórnvöld Danmerkur og Hollands hafa fyrst orðið við óskum Úkraínustjórnar um að fá vestrænar orrustuþotur. Þetta kom fram sunnudaginn 20. ágúst á blaðamannafundi sem Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hélt með Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta í Eindhoven í Hollandi. Frá Hollandi hélt Zelenskíj til Suður-Jótlands síðdegis sunnudaginn 2o. ágúst. Í flugherstöðinni í …
Lesa meiraZelenskíj semur um smíði á sænskum bryndreka
Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti og eiginkona hans, Olena, heimsóttu Svíþjóð laugardaginn 19. ágúst. Þar var gengið frá nýjum samningi milli ríkjanna um að þau stæðu sameiginlega að smíði sænsks bryndreka, Stridsfordon 90 (CV90), í Úkraínu. „Þetta skiptir okkur mjög miklu,“ sagði Zelenskíj á sameiginlegum blaðamannafundi með Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía. …
Lesa meiraBreska utanríkisráðuneytið telur sennilegt að reynt verði að vinna hryðjuverk í Danmörku
Breska utanríkisráðuneytið sendi föstudaginn 18. ágúst frá sér tilkynningu um að hryðjuverkamenn muni „sennilega reyna að gera árás í Danmörku“. Ráðuneytið uppfærði með þessu eldri tilkynningu á vefsíðu sinni að ekki væri „unnt að útiloka hryðjuverkaárás í Danmörku“. Ráðuneytið segir auk þess að stjórnvöldum í Danmörku hafi tekist að koma …
Lesa meiraTorséðar B-2 sprengjuþotur í þriðja sinn á Keflavíkurflugvelli
Sunnudaginn 13. ágúst tilkynnti utanríkisríkiráðuneytið að til Keflavíkurflugvallar kæmu þrjár bandarískar B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur. Í blaði Bandaríkjahers, Stars and Stripes, segir 15. ágúst að vélarnar komi frá flugherstöð í Missiouri og þetta sé að sögn flughersins í fyrsta sinn sem vélum af þessari gerð sé falið verkefni utan Bandaríkjanna …
Lesa meiraVarað við aukinni hryðjuverkaógn gegn Dönum og Svíum,
Hryðjuverkasamtökin al-Qaída hafa birt harðorða yfirlýsingu þar sem hvat er til þess með ofsakenndu orðalagi að ráðist skuli á Danmörku og Svíþjóð. Í danska blaðinu Berlingske er þriðjudaginn 15. ágúst rætt við þrjá sérfróðamenn um hryðjuverk og ofbeldi í nafni íslams sem allir eru sammála um að líta beri hótunina …
Lesa meiraRússar senda sprengjuþotur i bakgarð Dana yfir Norðursjó
Danski flugherinn sendi að morgni mánudagsins 14. ágúst tvær F-16 orrustuþotur til móts við rússneskar sprengjuvélar sem flugu í áttina að danskri lofthelgi á Norðursjó. Yfirstjórn hollenska hersins sagði fyrst frá atvikinu þegar rússnesku vélarnar stefndu í átt að hollensku lofthelginni. Danski majórinn og herfræðingurinn Esben Salling Larsen segir við …
Lesa meiraNorskir togaramenn hafa viðvaranir Rússa að engu
Norskir togarar eru enn að veiðum á Barentshafi fyrir norðan og sunnan Bjarnareyju þrátt fyrir tilkynningu rússneska Norðurflotans um hættu þar vegna flugskeytaæfinga. Norska varðskipið K/V Bergen er einnig á svæðinu. Frá þessu er skýrt á norsku vefsíðunni Barents Observer sunnudaginn 13. ágúst. Þar er haft eftir Ane Haavardsdatter …
Lesa meiraSpenna milli Norðmanna og Rússa í Barentshafi vegna flotaæfinga
Rússar hafa hófu föstudaginn 11. ágúst umfangsmikillar flotaæfingar á Barentshafi með þátttöku 20 herskipa, stuðningsskipa og kafbáta. Átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunni. Norsk fiskiskip og rannsóknarskip eru við veiðar og rannsóknir á hafsvæði sem Rússar hafa lýst bannsvæði vegna þess að skip geti orðið fyrir tjóni frá skotæfinggum. …
Lesa meiraHætta á farandbylgju í Evrópu vegna valdaráns í Níger
Í grein á vefsíðu The Spectator föstudaginn 11. ágúst segir dálkahöfundurinn Gavin Mortimer að Mohamed Bazoum, sem bolað var frá völdum sem forseti Afríkuríkisins Níger, hafi fyrst vakið athygli evrópskra fjölmiðla eftir miklu bylgju farandfólks til Evrópu árið 2015. Hann hafi borið ábyrgð á samningi milli Níger og ESB …
Lesa meira