fbpx

Biden og Pútin ræddu norðurslóðir „talsvert ítarlega“

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimir Púin Rússlandsforseti hittust á fundi í Genf miðvikudaginn 16. júní. Litið er á fundinn sem skref til nánara samstarfs Bandaríkjamanna og Rússa á tímum sem sagðir eru mótast af meiri erfiðleikum í samskiptum þeirra en áður frá hruni Sovétríkjanna fyrir 30 árum. Forsetarnir ákváðu meðal …

Lesa meira

Kínverjar reiðir vegna ályktunar NATO-toppfundar

Í yfirlýsingu ríkisoddvitafundar NATO mánudaginn 14. júní í Brussel er farið óblíðum orðum um Kínastjórn. Þar segir að afstaða Kínverja vegi að öryggi NATO-ríkjanna og „torskilin“ hervæðing þeirra er gagnrýnd. Bent er á að yfirlýsingar Kínastjórnar um markmið hennar og sjálfbirgingsleg framganga feli í sér kerfisbundna ögrun við skipan alþjóðamála …

Lesa meira

Hörð ályktun NATO-toppfundar í garð Rússa

Að loknum ríkisoddvitafundi NATO í Brussel mánudaginn 14. júní 2021 sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, að samskipti bandalagsþjóðanna og Rússa hefðu aldrei verið verri en núna undanfarin 30 ár, það er frá hruni Sovétríkjanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir fundinn við fréttamann ríkisútvarpsins í Brussel að margir ræðumenn þar hefðu …

Lesa meira

Loftslagsaðgerðir Svisslendinga í uppnámi

Meirihluti Svisslendinga hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 13. júní tillögu ríkisstjórnarinnar um að stuðla að minnkun útblásturs með gjaldtöku af bíleigendum og gjaldi á flugmiða. Þar með er loftslagsstefna ríkisins í lausu lofti og óvissa ríkir um hvernig markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015 verður náð í Sviss. Áhyggjur margra af slökum hagvexti …

Lesa meira

Afstaðan til Kínverja hitamál á toppfundi NATO

Ríkisoddvitafundur NATO verður í Brussel mánudaginn 14. júní. Þess er vænst að á fundinum staðfesti fundarmenn áformin sem boðuð eru í skjalinu NATO 2030 sem kynnt var á árinu 2020. Á grundvelli skjalsins verður samin ný grunnstefna (e. strategic concept) NATO í stað þeirrar sem nú er í gildi. Hún …

Lesa meira

Æðsti flotaforingi Bandaríkjanna fundar í Kaupmannahöfn

  Bandaríski flotaforinginn Mike Gilday, Chief of Naval Operations – æðsti yfirmaður bandaríska flotans – heimsótti Kaupmannahöfn í fyrri viku og ræddi meðal annars við Trine Bramsen varnarmálaráðherra og yfirmann danska flotans, Torben Mikkelsen um samvinnu Bandaríkjamanna og Dana á norðurslóðum (Arktis). Gilday hitti einnig blaðamenn og er hér vísað …

Lesa meira

Þýskaland: Kristilegir stóðust áhlaup AfD í Sachsen-Anhalt

Útgönguspár gefa til kynna að Kristilegir demókratar (CDU) verði áfram stærsti stjórnmálaflokkurinn í þýska sambandslandinu Sachsen-Anhalt þar sem gengið var til þingkosninga sunnudaginn 6. júní. Flokkurinn stóð af sér áhlaup flokksins Alternative für Deutschland (AfD) frá hægri. Litið er á úrslit kosninganna í sambandslandinu sem mikilvæga vísbendingu um gengi flokka …

Lesa meira

Danska þingið vill fæla hælisleitendur frá Danmörku

Danska þingið samþykkti með 70 atkvæðum gegn 24 fimmtudaginn 3. júní lög sem veita yfirvöldum heimild til að senda hælisleitendur til landa utan Evrópu á meðal umsóknir þeirra um hæli eru til afgreiðslu hjá dönskum yfirvöldum. Við afgreiðslu frumvarpsins voru 85 þingmenn fjarverandi. Flóttmannastjóri Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandið og ýmsar alþjóðastofnanir …

Lesa meira

Xi Jinping vill „indæla“ ímynd Kína gagnvart öðrum

Xi Jinping, forseti Kína, vill að Kínverjar „stækki vinahóp sinn“ með því að hressa upp á ímynd sína út á við. Forsetinn boðaði þetta á fundi með fyrirmönnum kommúnistaflokksins og sagði mikilvægt að ásýndin bæri með sér að Kína væri „trúverðugt, indælt og virðulegt“. Ríkisfréttastofan Xinhua skýrir frá þessu, segir …

Lesa meira

Stóra njósnahneykslið í Danmörku að nýju í fréttum

Njósnastofnun danska hersins, Forsvarets etterretningstjeneste (FE) aðstoðaði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) við að njósna um háttsetta stjórnmálamenn og embættismenn í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi sagði sunnudaginn 30. maí í fréttum danska ríkisútvarpsins, DR. Samstarf FE og NSA var afhjúpað í fyrra sem „stóra njósnahneykslið“ í Danmörku þegar í ljós kom …

Lesa meira