Rússar leggja herflugvöll í Sýrlandi

Bandaríkjamenn segja að síðustu aðgerðir Rússa á flugvelli í Sýrlandi bendi til þess að þeir búi sig undir að koma þar upp eigin flugstöð, Jeff Davis, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði mánudaginn 14. september ferðir fólks og farartækja bentu til þess að Rússar ætluðu að skapa sér aðstöðu á flugvellinum fyrir …

Lesa meira

Svíar semja um hermál við Pólverja – krefja Rússa svara – vilja í NATO

Varnarmálaráðherrar Póllands og Svíþjóðar rituðu undir samning um hernaðarsamstarf mánudaginn 14. september í Varsjá. Pólland er í NATO en Svíþjóð utan bandalagsins en stjórnvöld landanna hafa sameiginlegar áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Rússa á Eystrasalti. „Eystrasaltið var eitt sinn haf friðar en er nú haf hættu,“ sagði Tomasz Siemoniak, varnarmálaráðherra Póllands, …

Lesa meira

P-8 hin fullkomna kafbátaleitarvél

  Þegar Robert Work, vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var á Keflavíkurflugvelli mánudaginn 7. september 2015 lét hann þau orð falla að enn nýttist flugskýlið sem skrúfuvélarnar P-3 Orion  notuðu þar á sínum tíma en þær komu fyrst til kafbátaleitar árið 1959.  Taldi ráðherrann flugskýlið í fullkomnu lagi, aðeins yrði að skera gat …

Lesa meira

Work boðar nýja mótvægisstefnu í varnarmálum

Hér hefur verið sagt frá ferð Roberts Works, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, til Íslands og Noregs 7. til 9. september. Fimmtudaginn 10. september var hann í London og flutti erindi hjá Royal United Services Institute  (RUSI), samræðu- og rannsóknarvettvangi um bresk og alþjóðleg viðfangsefni á sviði varnar- og öryggismála. Þar lýsti hann …

Lesa meira

Bandaríkjamenn ætla að fjölga heræfingum í Noregi

Robert Work, vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt til Noregs frá Íslandi í byrjun vikunnar og sat þriðjudaginn 8. september í Osló fyrsta fund sögunnar þar sem vara-varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Norðurlandanna komu saman. Á vefsíðunni defensenews.com er haft eftir samstarfsmönnum Works að fundurinn hafi gengið betur en þeir væntu. Í fréttinni segir að …

Lesa meira

Rússar segjast styðja Sýrlandsforseta gegn Íslamska ríkinu

Rússnesk stjórnvöld hafa staðfest að þau hafi sent hermenn til Sýrlands. Á Vesturlöndum hafa menn vaxandi áhyggjur af því að þátttaka rússneska hersins í aðgerðum til stuðnings Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og ríkisstjórn hans hafi gert Rússa að beinum aðila borgarastríðinu í landinu. Rússar leggja her Sýrlands lið vegna þess að …

Lesa meira

Bandaríska varnarmálaráðuneytið kannar mannvirki á Keflavíkurflugvelli

  Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hittust á fundi í Reykjavík mánudaginn 7. september, Í tilkynningu um fund þeirra segir utanríkisráðuneytið að ráðherrarnir hafi rætt  „tvíhliða öryggis- og varnarmálasamstarf Íslands og Bandaríkjanna sem gagnkvæmur áhugi er á að efla frekar“. Í tilkynningunni segir einnig: „Þá …

Lesa meira

Frakkar og Bretar herða stríðsaðgerðir gegn íslamska ríkinu

Franskar Rafale-orrustuvélar hófu að morgni þriðjudags 8. september fyrstu njósnaferðir sínar yfir Sýrlandi í samræmi við yfirlýsingu François Hollandes forseta mánudaginn 7. september. Þær flugu frá bækistöðvum sínum við Persaflóa. Franska varnarmálaráðuneytið sagði að teknar yrðu háloftamyndir af stöðvum hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins til að gera franska hernum kleift að leggja …

Lesa meira

Evrópa: Þanþolið gagnvart aðkomufólki að bresta

Í Evrópu búa menn sig undir nýja bylgju af flóttamönnum eftir að það spyrst innan raða þeirra að nú sé auðveldara en áður að komast í gegnum Ungverjaland. Sunnudaginn 6. september komu hundruð flóttamanna í lestum frá Ungverjalandi til Westbanhof í Vínarborg. Þá höfðu ungverskir embættismenn heimilað þúsundum flóttamanna sem …

Lesa meira

Floti ESB sendur gegn smyglurum á Miðjarðarhafi

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, sagði fimmtudaginn 3. september, að flotasveit ESB – EUnavfor Med – væri nú búin til að hefja næsta skref í áætlun ESB til að stöðva smygl á fólki yfir Miðjarðarhaf. Í stað þess að sinna aðeins öflun upplýsinga myndin sveitin nú hertaka smyglarabáta á úthafinu og …

Lesa meira