Vandræði skapast vegna tregðu Rússa til að taka við fólki sem vísað er frá Noregi

  Vandræði hafa skapast á landamærum Noregs og Rússlands vegna þess að rússnesk yfirvöld hafa neitað að taka við hælisleitendum sem Norðmenn vísa yfir landamærin í stöðinni Storskog í Finnmörku – einu stöðinni á landamærum ríkjanna. Rússar neita að taka við fólkinu í hópferðabílum. Norsk yfirvöld íhuga að endursenda fólkið …

Lesa meira

Athygli beinist að óhæfuverkum Pútíns

Í umræðum um skýrslu Roberts Owens, fyrrv. yfirréttardómara í Bretlandi, um morðið í London á Alexander Litvinenko, landflótta fyrrverandi öryggislögreglumanni í Rússlandi, hefur verið vakin athygli á hve mikla áherslu Owen leggur á að upplýsa sem mest um sprengjuárásir á fjölbýlishús í Moskvu 1999 þar sem 300 manns týndu lífi. …

Lesa meira

WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko

Um heim allan hafa verið hörð viðbrögð við skýrslu Roberts Owens, fyrrverandi yfirréttardómara í Bretlandi, um morðið á Alexander Litvinenko að undirlagi Vladimírs Pútíns og valdaklíkunnar í kringum hann. Hér er lausleg þýðing á leiðara The Wall Street Journal (WSJ ) í tilefni skýrslunnar. Hann birtist föstudaginn 22. janúar: „Það hefur lengi …

Lesa meira

Líklegt að launmorðingjar beint á vegum Pútíns hafi myrt Litvinenko í London

Í niðurstöðum opinberrar breskrar skýrslu um dauða Alexanders V. Litvinenkos, fyrrverandi KGB-manns sem snerist gegn Kremlverjum, segir að „líklega“ hafi Vladimir Pútín Rússlandsforseti og yfirmaður rússnesku öryggislögreglunnar „samþykkt“ að eitrað yrði fyrir Litvinenko. Robert Owen, fyrrv. yfirréttardómari, birti 328 bls. skýrslu sína um málið fimmtudaginn 21. janúar. Þar koma fram …

Lesa meira

Bretar senda 1.000 hermenn til æfinga í Póllandi

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, tilkynnti miðvikudaginn 20. janúar eftir fund með Antoni Macierewicz, varnarmálaráðherra Póllands, í Edinborg að Bretar mundu senda nær 1.000 hermenn til NATO-æfinga í Póllandi. Kemur ákvörðun Breta til móts við óskir Pólverja um meiri og fasta viðveru NATO-herliðs í landi þeirra. Utanríkisráðherra Breta, Philip Hammond, og …

Lesa meira

Finnland: Varnarmálaráðherrann vill aukið svigrúm til að kalla út varalið hersins

  Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finna, vill sjá breytingar á lögum um útkall varaliða hersins þannig að unnt sé að kalla þá hraðar og á auðveldari hátt til æfinga. Nú verður að gera varaliðinum viðvart með þriggja mánaða fyrirvara um að þeir skuli koma til æfinga ákveðinn dag. „Í ljósi ógnarmats …

Lesa meira

Undirróður Rússa í evrópskum stjórnmálahreyfingum rannsakaður

Bandarískum leyni- og njósnastofnunum hefur verið falið að rannsaka hvernig rússnesk stjórnvöld hafa áhrif og hreiðra um sig innan stjórnmálaflokka og hreyfinga í Evrópu. Frá þessu er skýrt á bresku vefsíðunni The Telegraph mánudaginn 18. janúar. Bandaríkjaþing fól James Clapper, US Director of National Intelligence, það er yfirmanni allra bandarískra …

Lesa meira

Austurríkismenn loka landamærum fyrir fólki á leið til Norðurlandanna

    Austurrísk yfirvöld hafa ákveðið að loka landamærum sínum við Slóveníu fyrir þeim sem segjast á leið til Norðurlandanna. Lokunin kemur til sögunnar nú í vikunni segir Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. Hún segir við austurríska fjölmiðla að Austurríkismenn fari að þessu leyti að fordæmi Þjóðverja sem hafi gripið til …

Lesa meira

Barist við lygar og áróður rússneskra ríkismiðla

  Lygin sem birtist í rússneskum fjölmiðlum vekur undrun á Vesturlöndum. Húr er liður í áróðursstríði stjórnvalda í Moskvu gagnvart umheiminum. Í sænska blaðinu Dagens Nyheter (DN) birtist laugardaginn grein sem meðal annar er reist á samtali við Alexeij Kovaljov sem fyrir tveimur árum gegndi lykilstöðu í ríkis-fréttastofunni RIA-Novosti og …

Lesa meira

Danir árétta að þeir ákveði eigin útlendingastefnu – ekki Brusselmenn

Stefna framkvæmdastjórnar ESB um skiptingu hælisleitenda milli aðildarlanda ESB hefur ekki gengið eftir. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði hins vegar á blaðamannafundi föstudaginn 15. janúar að með vorinu yrði lögð fram ný og endurbætt tillaga um sama efni. Inger Støjberg, útlendingamálaráðherra Dana, sagði sama dag að stefna Dana í …

Lesa meira