Svíar taka þátt í mikilli NATO-heræfingu í Norður-Noregi

  Á annað þúsund sænskir hermenn hafa verið sendir norður til Noregs til þátttöku í miklum heræfingum við hlið hermanna frá 13 NATO-ríkjum sem hófust þar undir lok febrúar og lýkur 10. mars. Æfingin er kölluð Cold Response og taka um 15.000 hermenn þátt í henni í Noregi og lofthelgi …

Lesa meira

Finnar og Svíar huga að formlegu varnarbandalagi

  Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð kanna nú stjórnskipulega og lögfræðilega þætti með það fyrir augum að ryðja birt hindrunum sem taldar eru standa í vegi fyrir að ríkin geri með sér formlegan varnarsáttmála. Frá þessu er sagt á vefsíðunni Defense News föstudaginn 4. mars. Samhliða þessu er rætt um …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB kynnir tillögur um endurreisn Schengen-samstarfsins

Framkvæmdastjórn ESB birti föstudaginn 4. mars skýrslu þar sem kynnt eru áform hennar um endurreisn Schengen-samstarfsins. Skýrslan eða vegvísirinn ber heitið Back to Schengen. Markmiðið er að í lok 2016 verði öll gæsla á innri landamærum Schengen-svæðisins úr sögunni. Frá september 2015 hafa átta ríkis gripið til landamæragæslu af einhverju …

Lesa meira

Finnskir ritstjórar rísa til varnar blaðamönnum sem sæta hatursárásum

  Forystumenn finnskra fjölmiðla hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings „trúverðugum fjölmiðlum“. Alls 21 ritstjóri stærstu fjölmiðlafyrirtækja Finnlands lýsa andstöðu sinni við það sem þeir kalla „gervi-miðla“. Slíkir miðlar hafa látið að sér kveða í vaxandi mæli undanfarna mánuði með misvísandi og hatursfullu efni. Af hálfu þessara miðla hefur …

Lesa meira

ESB framlengir ferðabann og eignafrystingu Rússa

  Ríkisstjórnir ESB-landanna hafa ákveðið að framlengja bann á Rússa og Úkraínumenn sem taldir eru bera ábyrgð á átökunum í Úkraínu eða fyrir að hafa farið ránshendi um ríkisfjárhirslur Úkraínu. Sendiherrar ESB-ríkjanna komu saman á fundi í Brussel miðvikudaginn 2. mars og sögðu að homum loknum að enn giltiæi sex …

Lesa meira

Rússar hrekja fólk á flótta frá Sýrlandi til að skapa ESB vanda

Vladimir Pútín Rússlandsforseti vinnur skipulega að því að skapa flóttamannavanda til þess að hann verði „yfirþyrmandi“ og „brjóti“ Evrópu sagði Philip Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO og Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna, þriðjudaginn 1. mars. Hann segir að Pútín og Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi „vígvætt“ straum flótta- og farandfólks með sprengjuárásum á dvalarstaði almennra …

Lesa meira

Hollenska þjóðaratkvæðagreiðslan og vaxandi einangrun Úkraínu

Þingflokksformaður stærsta flokksins á þingi Úkraínu hvetur hollenska kjósendur til að sýna „merki um samstöðu“ með hermönnum Úkraínu og segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um samstarfssamning ESB og Úkraínu sem verður í Hollandi 6. apríl. „Hermenn okkar berjast ekki aðeins fyrir Úkraínu, þeir berjast í þágu þess skipulags alþjóðamála sem Pútín …

Lesa meira

Merkel vill ekki að Grikkir séu látnir sigla sinn sjó vegna flótta- og farandfólks

Við getum ekki látið Grikki sigla sinn sjó, sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali að kvöldi sunnudags 28. janúar. Vísaði kanslarinn þar til þess að Grikkir gætu ekki setið einir uppi með fjölda flótta- og farandfólks vegna þess að landamærum þeirra í norður yrði lokað til að hindra fólkið í …

Lesa meira

Breedlove hershöfðingi: Viðbúnaður í GIUK-hliðinu í lágmarki

  Philip Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO og Evrópuhers Bandaríkjanna, gaf hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslu um störf herstjórnar sinnar og mat á stöðu öryggismála fimmtudaginn 25. febrúar. Hann var meðal annars spurður um stöðuna á Norður-Atlantshafi og lýsti henni sem veikri og nefndi þar til sögunnar GIUK-hliðið, það er hafsvæðin frá …

Lesa meira

Spennan magnast í samskiptum Grikkja og Austurríkismanna

Um 5.000 manns voru strandaglópar í Idomeni-búðunum við landamæri Grikklands og Makedóníu laugardaginn 27. febrúar eftir að stjórnvöld fjögurra Balkanríkja tilkynntu um fjöldatakamarkanir við móttöku flótta- og farandfólks. Fólk fór fyrir alvöru að safnast saman við landamærin fyrir nokkrum dögum þegar ríkisstjórn Makedóníu neitaði að hleypa Afgönum inn í landið …

Lesa meira