Tyrkneskir smyglarar leita nýrra leiða til að koma fólki inn í ESB-lönd

Smyglarar á flótta- og farandfólki huga að nýjum leiðum til að koma viðskiptavinum sínum frá Tyrklandi til Evrópu eftir að lokað hefur verið á leiðirnar milli Tyrklands og grísku eyjanna í Eyjahafi.  Frankfurter Allgemeine Zeitung segir frá þessu sunnudaginn 27. mars. Þýska blaðið segir að smyglarnir búi sig undir að …

Lesa meira

Forsetar Finnlands og Rússlands loka landamærum fyrir farand- og flóttafólki

Sauli Niimistö Finnlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust í Moskvu þriðjudaginn 22. mars og samþykktu að stöðva í 180 daga alla umferð annarra en ríkisborgara Finnlands, Rússlands og Hvíta-Rússlands og fjölskyldna þeirra yfir landamæri ríkjanna við Salla og Raja-Jooseppi. Markmiðið er að koma í veg fyrir skipulagðar ferðir með fólk …

Lesa meira

Hryðjuverkin í Brussel: Ljósklæddi maðurinn með hattinn fundinn

Ljósklæddi maðurinn með hattinn á myndinni af þremenningunum sem gerðu árásina á flugstöðina í Brussel að morgni þriðjudags 22. mars var handtekinn fyrir utan aðsetur belgíska ríkissaksóknarans síðdegis fimmtudaginn 24. mars. Hann var síðan leiddur með hópi annarra í sakbendingu föstudaginn 25. mars. Þar benti leigubílstjórinn sem ók þremenningunum út …

Lesa meira

Tengsl milli hryðjuverkaárása í París og Brussel staðfest af belgískum yfirvöldum

  Belgíska lögreglan sagði föstudaginn 25. mars að annar mannanna tveggja sem sprengdi sig í loft upp á Brussel-flugvelli þriðjudaginn 22. mars hafi verið sprengjugerðarmaður sem vann að gerð tveggja sjálfsmorðsvesta sem notuð voru í árásunum í París 13. nóvember 2015 sem urðu 130 manns að aldurtila. Sprengjugerðarmaðurinn hét Najim …

Lesa meira

Frakkland: Dæmdur hryðjuverkamaður handtekinn við undirbúning nýs hryðjuverks

Franska lögreglan handtók fimmtudaginn 24. mars Reda Kriket, 34 ára, vegna gruns um að hann undirbyggi voðaverk í Frakklandi. Í fyrra var Kriket dæmdur í Brussel ásamt Abdelhamid Abaaoud, skipuleggjanda hryðjuverkanna í París 13. nóvember 2015, að þeim fjarstöddum í máli gegn hópi vígamanna með tengsl við Sýrland. Í Brussel …

Lesa meira

Belgía: Lausnarbeiðni ráðherra vegna klúðurs við gæslu vígamanns hafnað

  Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, hafnaði fimmtudaginn 24. mars lausnarbeiðni Jans Jambons innanríkisráðherra og Koens Geens dómsmálaráðherra. Forsætisráðherrann taldi ráðherraskipti ekki heppileg þegar hæsta hættustig gilti í landinu og enn væri leitað að tveimur ódæðismönnum vegna hryðjuverkanna þriðjudaginn 22. mars. Ósk ráðherranna um lausnarbeiðni má einkum rekja til þess sem …

Lesa meira

Bræður dæmdir fyrir smáglæpi stóðu að hryðjuverkunum í Brussel

    Frederic Van Leeuw, ríkissaksóknari Belgíu, sagði á blaðamannafundi miðvikudaginn 23. mars að 31 hefði fallið og 270 manns særst í árásinni á flugstöðina í Zaventem  við Brussel og Malbeek-brautarstöðina í miðborg Brussel þriðjudaginn 22. mars. Þrír menn sáust á eftirlitsmyndavél á leið inn í flugstöðina. Tveir þeirra sprengdu …

Lesa meira

Hryðjuverkaárásir í Brussel – aðferðir hryðjuverkamanna að fordæmi mafíunnar í Marokkó

    Að morgni þriðjudags 22. mars sprungu þrjár sprengjur í Brussel, tvær á flugvellinum í Zaventem í útjaðri borgarinnar og ein í Maalbeek-neðanjarðarbrautarstöðinni í hjarta borgarinnar, skammt frá ESB-hverfinu. Að minnsta kosti 34 týndu lífi og hundruð manna særðust. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslam segjast standa að baki árásunum. Árásirnar í …

Lesa meira

Enn streymir flóttafólk til grísku eyjanna – Tyrkneskir embættismenn flokka fólkið við komuna til Grikklands

Tæplega 2.000 flóttamenn komust til Grikklands frá Tyrklandi mánudaginn 21. mars þrátt fyrir nýjan samning Tyrkja og ESB sem átti að stöðva straum fólksins. Tyrkneskir embættismenn halda nú til Grikklands til að framkvæma samninginn. Miðstöð Grikkja sem samræmir aðgerðir vegna komu flótta- og farandfólksins eftir því sem það er unnt …

Lesa meira

Rússneskur dómstóll sakar stríðshetju Úkraínu um morð á blaðamönnum

    Nadezda Savsjenkó, fyrrverandi herflugmaður frá Úkraínu, hefur verið fundin sek í rússneskum dómstóli fyrir að drepa blaðamenn. Þetta kom fram mánudaginn 21. mars. Mannréttindahópar telja að pólitísk sjónarmið ráði niðurstöðu dómarans. Sjálf segir Savsjenkó að málatilbúnaðurinn sé „lygi“, sér hafi verið rænt af aðskilnaðarsinnum, hollum Rússum. Í dóminum …

Lesa meira