Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að risavaxin herstöð á Alexöndru-landi sé nærri fullbúin. Alexöndru-land er hluti af Franz Josef landi, eyjaklasa sem teygir sig úr Norður-Íshafi í Barentshaf og Karahaf. Þar er 191 eyja á 16.134 ferkílómetra svæði. Klasinn er aðeins setinn rússneska hernum en líklegt er talið að þar megi …
Lesa meiraRússar segja stækkun flugvallar í Eistlandi grímulausa ögrun
Áform eru um að stækka Amari-flugvöllinn í Eistlandi: Þaðan eru sendar vélar undir merkjum NATO í veg fyrir rússneskar hervélar á flugi við lofthelgi Eistlands og annarra Eystrasaltsríkja, Rússneska utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu miðvikudaginn 21. október þar sem stækkun flugvallarins er lýst sem ögrun í garð Rússa. Í september …
Lesa meiraRússar hlaupa á sig gagnvart Frökkum
Flugatvik sem tengist ferð rússneskrar þingmannanefndar til Genfar í Sviss hefur leitt til diplómatískrar spennu í samskiptum rússneskra stjórnvalda við yfirvöld í Frakklandi og Sviss. Þegar rússneska flugvélin kom inn í svissenska lofthelgi var svissnesk F-18 orrustuþota send á loft til að fylgjast með för hennar. Frá þessu skýrði svissneska …
Lesa meiraUmfangsmiklar heræfingar NATO herjast
Þriggja vikna heræfingar á vegum NATO, Trident Juncture, hófust mánudaginn 19. október. Heræfingunum er lýst sem hinum umfangsmestu á vegum bandalagsins síðan árið 2002. Æft er á landi, sjó og í lofti, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, á Miðjarðarhafi og Atlantshafi og einnig í Kanada, Noregi, Þýskalandi, Belgíu og …
Lesa meiraFlóttamannastraumurinn um Króatíu, Slóveníu og Austurríki til Þýskalands
Eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum streymir fólkið sem fór um þau inn á Schengen-svæðið um Króatíu og Slóevníu til Austurríkis þar sem yfirvöld juku mannafla í skráningarstöðvum laugardaginn 17. október áður en fólkið hélt áfram til Þýskalands þar sem það vill dveljast. Á um það bil einum mánuði …
Lesa meiraNorðmenn búa sig undir brottvísun Sýrlendinga til Rússlands
Norsk stjórnvöld áforma að vísa á brott hundruðum Sýrlendinga sem hafa komið til Noregs um landamærin frá Rússlandi. Verður fólkið sent aftur til Rússlands með þeim rökum að það hafi búið lengi í Rússlandi áður en það ákvað að leita vestur á bóginn yfir landamærin nyrst í Noregi. Noregur er …
Lesa meiraVarnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir nýjan veruleika í samskiptum við Rússa
Framganga Rússa í Úkraínu hefur skapað „nýjan veruleika“ fyrir herafla Bandaríkjamanna og bandamenn þeirra í NATO sagði Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, miðvikudaginn 14. október á ráðstefnu AUSA (Association of the United States Army’s) í Washington. Ræða Carters er túlkuð á þann veg að samband NATO við Vladimír Pútín Rúisslandsforseta og …
Lesa meiraFinnskir landamæraverðir brjóta upp smyglhring á fólki – streymi aðkomufólks tífaldast
Finnskir landamæraverðir segja að þeir hafi brotið upp hring smyglara á fólki. Smyglararnir kröfðu hælisleitendur um allt að 10.000 evrum (1,5 m. kr.) fyrir að koma þeim frá Tyrklandi til Finnlands. Talið er að smyglurunum hafi tekist að lauma um hundrað manns til Finnland á einu ári. Frá þessu var …
Lesa meiraLeiðtogaráð ESB ræðir vandann vegna aðkomufólksins – herta og sameiginlega landamæravörslu
Leiðtogaráð ESB-ríkjanna kemur saman í dag, fimmtudaginn 15. október, og verða málefni innflytjenda efst á dagskrá fundarins. Í aðdraganda hans sendi Donald Tusk, forseti leiðtgaráðsins, fundarmönnum bréf til að gefa tóninn í umræðum þeirra. Hann segir að helsta aðdráttarafl Evrópu sé hve auðvelt sé að komast inn fyrir landamæri hennar. …
Lesa meiraAlþjóðleg sérfræðinganefd: Rússneskt flugskeyti grandaði MH17 flugvélinni og 298 manns yfir A-Úkraínu
Alþjóðlegir sérfræðingar sendu þriðjudaginn 13. október frá sér skýrslu sem staðfestir að MH17 Malaysian Airlines farþegaflugvélinni var grandað af rússnesku flugskeyti af Buk-gerð yfir austurhluta Úkraínu 17. júlí 2014. Ættingjar hinna 298 manna sem létust þegar vélin fórst krefjast nú vitneskju um hver bar ábyrgð á að flauginni var …
Lesa meira