ÖSE varar við þróun mála í Úkraínu

  Öryggissamvinnustofnun Evrópu (ÖSE) varar við vaxandi spennu og hættu á átökum í austurhluta Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafa séð fjölgun þungavopna eins og skriðdreka og stórskotavopna við landamæra Úkraínu og Rússlands. Alexander Hug, varaformaður eftirlitsnefndar ÖSE í hafnarborginni Mariupol, segir að deiluaðilar hafi ekki virt ákvæði Minsk-samkomulagsins frá febrúar 2015 …

Lesa meira

Svíar efla varnir Gotlands vegna ögrana Rússa

Sænskar orrustuþotur voru sendar að morgni laugardags 4. júlí til að fylgjast með ferðum tveggja rússneskra sprengjuflugvéla fyrir austan sænsku Eystrasaltseyjuna Gotland á milli Svíþjóðar og Lettlands. „Tvær Jas Gripen vélar eltu vélarnar og fylgdust með ferðum þeirra,“ sagði Marie Tisäter, vaktstjóri sænska hersins. „Þær rufu ekki sænska lofthelgi.“ Fréttir …

Lesa meira

Rússar ætla enn að auka loftvarnir á norðurslóðum

Loftvarnaher Rússa (Aerospace Defense Forces) leggur hart að sér við að tryggja landamæri landsins á norðurslóðum með því að reisa þar algjörlega sjálfvirkt ratsjárkerfi og fleiri varnarkerfi sagði yfirmaður í flughernum laugardaginn 4. „Auðvitað ætlum við að auka herafla okkar með ratsjám og flugstjórnakerfum auk þess að hafa þar loftvarna-flugskeyti,“ …

Lesa meira

Innanríkisráðherra vill koma strax á fót netöryggissveit almannavarna vegna ógna í netheimum

  Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði nýlega fram skýrslu á alþingi um net- og upplýsingaöryggi. Þar er kynnt það markmið að Íslendingar „búi við Net sem þeir geti treyst og þar séu í heiðri höfð mannréttindi, persónuvernd ásamt frelsi til athafna, efnahagslegs ávinnings og framþróunar. Örugg upplýsingatækni sé ein meginstoð hagsældar …

Lesa meira

Herráð Bandaríkjanna kynnir nýja hernaðarstefnu

Martin E. Dempsey, hershöfðingi og formaður herráðs Bandaríkjanna, kynnti miðvikudaginn 1. júlí nýja National Military Strategy – hernaðarstefnu Bandaríkjanna – og sagði við það tækifæri að hann gæti ekki sagt nákvæmlega fyrir um hvaðan næsta ógn við öryggi Bandaríkjanna eða hagsmuni þeirra kynni að koma. Atburðarásin kynni hins vegar að …

Lesa meira

Spenna milli Finna og Rússa vegna ferðabanns á þingforseta

Finnsk yfirvöld hafa hafnað beiðni um tímabundið afnám á ferðabanni ESB á forseta neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, Hefur neitunin leitt til spennu í samskiptum finnskra og rússneskra stjórnvalda. Var sendiherra Finnlands kallaður til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, segir að ekki þurfi að undrast þessi …

Lesa meira

Rússland: Ríkissaksóknari kannar álitamál vegna sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna

Ríkissaksóknari Rússlands kannar nú lögmæti ákvörðunarinnar ríksráðs Sovétríkjanna frá árinu 1991 um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. Frá þessu var skýrt í Moskvu þriðjudaginn 30. júní. Siglir rannsóknin í kjölfar úrskurðar embættisins um að Krímskagi hafi verið gefinn Úkraínu á ólögmætan hátt árið 1954. Fréttir um rannsókn ríkissaksóknarans ýta undir …

Lesa meira

Rússar láta kanna áhuga á ESB-her

Meðal þess sem rússnesk stjórnvöld hafa gert til að bæta áróðursstöðu sína er að standa að baki fréttavefsíðunni sputniknews.com. Þriðjudaginn 30. júní birtist þar frétt um könnun á vegum hennar sem leiddi í ljós að tæplega þriðjungur manna í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi teldi að ESB ætti að halda úti …

Lesa meira

Meirihluti Rússa segir markmið Vesturlanda að „niðurlægja og veikja“ land sitt

Rússar eru sannfærðir um að markmið Vesturlanda sé að „niðurlægja og veikja“ Rússland en þeir vilja að rússnesk stjórnvöld „fylgi óbreyttri stefnu þrátt fyrir refsiaðgerðir“. Þetta kemur fram í könnun sem Levada Center gerði og birt er í viðskiptablaðinu Kommersant segir í frétt TASS mánudaginn 29. júní. Alls sögðu 66% …

Lesa meira

Pútín vill kalt stríð – Þjóðverjar eiga fullt í fangi með ESB

  Pútín vill kalt stríð segir bandarískir sérfræðingurinn Walter Russell Mead við þýska blaðið Die Welt laugardaginn 27. júní. Andstæðingar Pútíns séu veikburða og Þjóðverjar eigi fullt í fangi með að glíma við Evrópuverkefnið, framtíð ESB, á vettvangi efnahagsmála og stjórnmála. Jens Wiegmann, utanríkismálaritstjóri Die Welt, ræðir við Walter Russel …

Lesa meira