Rússar efna í skyndi til víðtækrar flug- og loftvarnaæfingar

    Rússar hófu mikla fjögurra daga heræfingu mánudaginn 25. maí með um 250 flugvélum, 12.000 hermönnum og 700 vígtólum af ýmsum gerður. Rússneska varnarmálaráðuneytið lýsir æfingunni sem „víðtækri skyndiathugun“ á viðbragðsflýti heraflans. BBC bendir á að æfingin hefjist sama dag og NATO-ríki og nokkur samstarfsríki þeirra hefji æfingar á …

Lesa meira

Rússar fagna forskoti vegna hátækni skriðdreka – kapphlaup að hefjast

    Rússar telja sig hafa náð miklu forskoti gagnvart ESB-ríkjum með nýja Armata-skriðdreka sínum og mánudaginn 25. maí birti rússneska TASS-fréttastofan ummæli sem Dmitrí Rogozin, varaforsætisráðherra Rússlands, lét falla í rússneska sjónvarpinu kvöldið áður um að Evrópuríki stæðu ekki jafnfætis Rússum í þessu efni fyrr en eftir 15 ár. …

Lesa meira

Svíar fá bandarískar B-52 sprengjuvélar til að senda skýr skilaboð til Moskvu

    Tvær bandarískar sprengjuvélar af B-52 gerð munu taka þátt í æfingu með sænska hernum á Eystrasalti sem stendur dagana 5. til 20. júní. Þoturnar geta borið kjarnavopn. Þátttaka þeirra og hlutdeild NATO í æfingnni er túlkuð á þann veg á rússnesku vefsíðunni Sputnik  að með þessu vilji Svíar …

Lesa meira

ESB-leiðtogar hafna óskum Úkraínu, Georgíu og Moldóvu um aðildarviðræður – vilja ekki auka spennu gagnvart Rússum

Leiðtogar ESB-ríkjanna komu saman til fundar í Riga, höfuðborg Lettlands, fimmtudag 21. maí og föstudag 22. maí. Þeir funduðu með leiðtogum sex ríkja sem áður voru hluti Sovétríkjanna, þar á meðal frá Úkraínu, Georgíu og Moldóvu. Var það von leiðtoga þessara þriggja landa að þeir fengju fyrirheit í lokayfirlýsingu leiðtogafundarins …

Lesa meira

Finnski herinn sendir 900.000 varaliðum bréf um verkefni á átakatímum

    Um þessar mundir hefur finnska varnarmálaráðuneytið lokið við að senda bréf til um 900.000 manna í varaliði hersins og gert þeim grein fyrir verkefni þeirra „komi til styrjaldar“, Segir í frétt breska blaðsins The Daily Telegraph (DT) föstudaginn 22. maí og segir blaðið að líta beri á þessa …

Lesa meira

Hermálanefnd NATO: Síbreytilegar öryggisaðstæður krefjast sveigjanlegra viðbragða

Danski hershöfðinginn Knud Bartels, formaður hermálanefndar NATO, sagði í Brussel miðvikudaginn 20. maí, þegar hann setti fund yfirmanna herafla einstakra aðildarríkja bandalagsins, að hlutverk þeirra og NATO væri að laga sig að öryggisaðstæðum sem tækju stöðugt breytingum. Hann nefndi tvö nýleg dæmi máli sínu til stuðnings, að átök innan Jemen …

Lesa meira

Forseti Úkraínu segist í „raunverulegu stríði“ við Rússa

        Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, segist ekki treysta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og segir ríkin tvö eiga í „raunverulegu stríði“. Ummælin féllu í samtali við fréttamann BBC miðvikudaginn 20. maí og hafa kallað fram andmæli frá talsmanni Pútíns. Porosjenko sagði að margir vildu líta fram hjá þeirri staðreynd …

Lesa meira

Norðmenn vilja vera við öllu búnir á norðurslóðum – umsvif Rússa mikil

Umræður um öryggismál Noregs eru nú meiri meðal Norðmanna en þær hafa verið undanfarin 20 ár og þær snúast um viðbúnað norskra yfirvalda og NATO vegna sameiginlegra varna við nýjar hernaðarlegar aðstæður, sagði dr. John Andreas Olsen, hershöfðingi í norska flughernum, sérfræðingur norska varnarmálaráðuneytisins um öryggismálastefnu Noregs og gestakennari við …

Lesa meira

Ríkisstjórn Líbíu telur ESB boða ómannúðleg áform gegn farandfólki á Miðjarðarhafi

Ríkisstjórn Líbíu með aðsetur í borginni Tobruk hefur gagnrýnt áform ESB sem kynnt voru mánudaginn 18. maí um að beita herflota til að halda aftur af straumi farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu. Segir stjórnin að um ómannúðleg áform sé að ræða. Vandi þeirra sem huga að málefnum sem tengjast Líbíu …

Lesa meira

Ný vefsíða og málstofa um öryggisáskoranir á norðurslóðum frá sjónarhorni Norðmanna

Athygli félagsmanna Varðbergs er hér með vakin á því að vefsíðan vefsugerc33.sg-host.com hefur verið endurgerð og þar er ætlunin að birta reglulega fréttir sem varða málefni, innlend og erlend, sem falla undir markmið félagsins. Umræður um öryggismál í okkar heimshluta hafa aukist mjög undanfarin misseri og telur stjórn Varðbergs brýnt …

Lesa meira