Frakkar herða öryggisgæslu við kirkjur um jólahelgina

      Frökkum kemur mjög á óvart að hryðjuverkamanninum Anis Amri skuli hafa tekist að komast með leynd um Frakkland á leið sinni frá Berlín til Ítalíu. Í bakpoka hans fannst lestarmiði með TGV-hraðlest frá Chambéry í Savoie-héraði í Frakklandi til Tórínó á Ítalíu. Lögregla skaut hann til bana …

Lesa meira

Grænland: Danir enduropna herstöð til að halda Kínverjum í burtu

Í fréttaskýringu sem Martin Breum skrifar á vefsíðuna The Arctic Journal og birtist föstudaginn 23. desember segir að svo virðist sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hafi haft bein afskipti til að koma í veg fyrir að kínverskt fyrirtæki gæti keypt yfirgefna herstöð Dana í Grønnedal á Grænlandi. Danski flotinn …

Lesa meira

Berlínar-hryðjuverkamaðurinn felldur af ítölsku lögreglunni í Mílanó

Anis Amri, Túnisinn sem grunaður er um að hafa ekið flutningabíl inn í jólamarkað í Berlín að kvöldi mánudags 19. desember, var skotinn til bana í skotbardaga við ítölsku lögregluna í Mílanó aðfaranótt föstudags 23. desember. Marco Minniti, inannríkisráðherra Ítalíu, skýrði frá þessu að morgni föstudagsins á blaðamannafundi í Róm. …

Lesa meira

Hryðjuverkið í Berlín vekur Þjóðverja vegna hættunnar af íslamistum

Vegna stærðar sinnar er Þýskaland ákjósanlegur áfangastaður fyrir íslamista segir Nicola Barotte, blaðamaður franska blaðsins Le Figaro fimmtudaginn 22. desember. Í landinu eru um 8.000 salafistar, boðendur öfgakennds íslams, þeir voru innan við 7.000 fyrir tveimur árum. Oft hefur verið vakin athygli á hættunni sem þessu fylgir. Bent er á …

Lesa meira

Anis Amri leitað um alla Evrópu vegna gruns um aðild að hryðjuverkinu í Berlín

  Þýska lögreglan telur fullsannað að Túnisinn Anis Amri hafi verið í flutningabílnum sem ekið var inn í jólamarkað við minningarkirkjuna  í Berlín að kvöldi mánudags 19. desember, 12 manns týndu lífi og um 50 særðust, sumir lífshættulega. Lögreglan leitaði fyrst að manni að fenginni ábendingu vegfaranda og handtók Pakistana sem fljótlega var látinn laus. Lögreglan …

Lesa meira

Danir standa frammi fyrir algjörlega nýrri ógn frá Rússum segir njósnastofnun hersins

Danir standa frammi fyrir algjörlega nýrri ógn frá Rússum og öðrum erlendum þjóðum sem með markvissum tölvuárásum og miðlun blekkinga munu reyna að hafa áhrif í Danmörku og setja svip sinn á opinberar umræður um mikilvæg samfélagsmál. Þessa viðvörun er að finna í nýju áhættumati sem Lars Findsen, forstjóri eftirgrennslanaþjónustu danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), kynnti þriðjudaginn 20. …

Lesa meira

Daesh segist hafa staðið að hryðjuverki í Berlín – grunuðum Pakistana sleppt- morðingjans leitað

Daesh-samtökin (Ríki íslams) hafa gefið til kynna að hryðjuverkið í Berlín að kvöldi mánudags 19. desember hafi verið á þeirra ábyrgð. Þá var stórum flutningabíl ekið inn í jólamarkað skammt frá brautarstöðinni Zoologischer Garten í miðborg Berlínar. Sagði í tilkynningu hryðjuverkasamtakanna sem Amaq-fréttastofan birti að kvöldi þriðjudags 20. desember að …

Lesa meira

Washington: Þingmenn á varðbergi vegna tengsla Tillersons við Rússa

Öldungadeild Bandaríkjaþings verður að samþykkja að Rex Tillerson, forstjóri olíurisans Exxons, verði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sætir gagnrýni þingmanna repúblíkana fyrir að standa of nærri Rússum og Vladimír Pútín, forseta þeirra. Gagnrýnisaugum er einnig beint að því að hann hafi nýtt sér Bahama-eyjar til að vernda sig gegn bandarískum sköttum …

Lesa meira

Danska leyniþjónustan hefur vaxandi áhyggjur af gervifréttamennsku á netinu

  Sérfræðingar telja að ungt fólk hafi vaxandi hagnað af því að framleiða gervi- eða falskar fréttir, segir í Jyllands-Posten. Jafnframt segir PET, danska leyniþjónustan eða eftirgrennslanastofnun dönsku lögreglunnar, að hún hafi nú auga með gervifréttamennsku. Fimmtudaginn 15. desember var tilkynnt að Facebook mundi grípa til ráðstafana í því skyni að stöðva miðlun gervifrétta á samfélagsmiðlinum. Málið …

Lesa meira