Vara-framkvæmdastjóri NATO segir forgangsatriði að endurmeta stöðu öryggismála á N-Atlantshafi

  Rose Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), var hér á landi miðvikudaginn 8. mars og ávarpaði ráðstefnu, sem haldin var á Grand Hotel í Reykjavík á vegum NATO. Ráðstefnuna sem snerist um fjármögnun verkefna á vegum NATO sóttu um 150 manns frá aðildarríkjum NATO og stofnunum bandalagsins. Rose Gottemoeller átti einnig átti tvíhliða fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra …

Lesa meira

Fundur með vara-framkvæmdastjóra NATO í Norræna húsinu á netinu

Rosa Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri NATO, flutti miðvikudaginn 8. mars erindi og svaraði fyrirspurnum á fundi utanríkisráðuneytisins, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Varðbergs í Norræna húsinu. Hér má sjá fundinn á netinu: NATO and Global Security Issues

Lesa meira

ESB: Utanríkis- og varnarmálaráðherrar stíga markvisst skref í átt að ESB-herafla

Á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra ESB-ríkjanna mánudaginn 6. mars var ákveðið að stefna áfram að því að efla varnarsamstarf ríkjanna. „Þetta snýst um að vernda borgara okkar. ESB ræður yfir einstökum tækjum til að auðvelda Evrópubúum að taka á sig meiri skyldur vegna eigin öryggis og gera það á hagkvæmari hátt en ella …

Lesa meira

Kínverjar auka hernaðarútgjöld vegna ágreinings um yfirráð við nágrannaríki

Stjórnvöld í Kína segja að útgjöld til hermála verði aukin um 7% á þessu ári með hliðsjón af efnahagsþróuninni og þörf fyrir aukin varnarumsvif vegna ágreinings um ráð yfir hafsvæðum og deilur við nágranna sem ýtt sé undir „með ytri afskiptum“. Talsmaður kínverska þingsins kynnti þessi áform um aukin hernaðarútgjöld laugardaginn 4. …

Lesa meira

Mikilvægi langdrægra kjarnorkukafbáta Rússa í norðurhöfum eykst

  Rússar endurnýja nú allar þrjár stoðir kjarnorkuherafla síns: langdrægar sprengjuflugvélar, landflaugar og langdrægu kjarnorkukafbátana. Þessum kafbátum fjölgar í rússneska Norðurflotanum og þar með eykst hernaðarlegt og strategískt mikilvægi hans segir á vefsíðunni Barents Observer (BO) föstudaginn 3. mars. Fyrsti uppfærði kafbáturinn af Borei-gerð, Knjaz Vladimir, verður settur á flot síðar á þessu ári að sögn …

Lesa meira

Danmörk: Hugað að nánara samstarfi lögreglu og hers vegna hryðjuverkaógnar

Sérþjálfaðir danskir hermenn eða elítu-hermenn eins og Danir kalla þá aðstoðuðu aðgerðasveit lögreglunnar, AKS, 1. september 2016 þegar hún skaut og felldi Mesa Hodzic (25 ára) í Kastrup við Kaupmannahöfn. Frá þessu var skýrt í Radio24syv föstudaginn 3. mars og í Jyllands-Posten laugardaginn 4. mars er haft eftir heimildarmanni að …

Lesa meira

Rússneski sendiherrann í Washington einangrast

Tveir samstarfsmenn Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta hafa lent í vandræðum vegna þess að þeir létu undir höfuð leggjast að skýra frá samskiptum sínum við Sergeij I. Kisljak, sendiherra Rússlands, í Washington. Michael Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðherra Trumps þegar upplýst var að hann hafði ekki skýrt …

Lesa meira

ESB-þingmenn samþykkja að svipta Marine Le Pen þinghelgi

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur verið svipt þinghelgi á ESB-þinginu. Eftir það getur hún sætt ákæru fyrir rétti í París fyrir að hafa sett færslur  með myndum sem sýndu grimmd liðsmanna Daesh (Ríkis íslams) á Twitter árið 2015. Þingmenn á ESB-þinginu tóku afstöðu til tillögunnar um afnám þinghelginnar með því að rétta upp hendur …

Lesa meira

Danir hætta að líta norrænt varnarsamstarf hornauga

      Í Jyllands Posten segir miðvikudaginn 1. mars að vegna ágengni Rússa á Eystrasalti og vaxandi þrýstings um aukin útgjöld til varnarmála frá Bandaríkjastjórn kunni Danir að neyðast til að efla hernaðarsamvinnu sína við Norðmenn, Svía og Finna. Þetta sé mat margra danskra og norskra herfræðinga. Vitnað er í Haakon Lunde Saxi frá Institut fra Forsvarsstudier, Varnarrannsóknarstofnun, Noregs …

Lesa meira

Donald Trump boðar þjóðarsamstöðu í stefnuræðu – 69% telja stefnu hans rétta

Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti fyrstu stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þriðjudaginn 27. febrúar. Fjölmiðlar segja að boðskapur hans hafi verið á þann veg að hann vildi sameina þjóðina og í fyrsta sinn hafi hann verið „forsetalegur“ í framkomu sinni. Ræðan þótti óvenjulega löng og tók um ein klukkustund í flutningi. Könnun á vegum CNN sýnir …

Lesa meira