Þýski herinn færir út kvíarnar með þátttöku herja annarra landa

Sameiginlegur her Evrópusambandsríkja hefur lengi verið á teikniborðinu en verkefnið hefur skilað frekar litlum árangri hingað til vegna deilna um hvernig standa ætti að því.  Í mars síðastliðnum var herstjórnarstöð ESB reyndar tekin í notkun en þar vinna aðeins 30 manns og stjórnstöðin sér aðeins um verkefni í Malí, Sómalíu …

Lesa meira

Trump segir að leysa verði Palestínu-deiluna til að mynda bandalag gegn Írönum

    Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í tveggja daga heimsókn til Írsaels mánudaginn 22. Hann lagði við komuna spilin skýrt á borðið fyrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels: Vilji Ísraelar í raun frið við nágranna sína í arabaríkjunum verða þeir að binda enda á áratuga langa deilu sína við Palestínumenn. Í …

Lesa meira

Rússar reisa „járnhring“ um Evrópu

Árlega er efnt til hersýningar 9. maí á Rauða torginu í Moskvu þegar minnst er sigurs í síðari heimsstyrjöldinni. Að þessu sinni vakti sérstaka athygli blaðamanna Jyllands-Posten að sýndar voru skotflaugar sem rússneski herinn hefur sett upp fyrir norðan heimskautsbaug. Einkennismerki þeirra er ísbjörn sem sýnir tennurnar í árásarstöðu. Þá …

Lesa meira

Trump hvetur til samstarfs í því skyni að einangra Írana

Donald Trump Bandaríkjaforseti  hvatti til þess að þjóðir í Mið-Austurlöndum tækju höndum saman í þeim tilgangi að „þröngva út öfgahyggju“. Forsetinn sagði þetta í tímamótaræðu sunnudaginn 21. á öðrum degi heimsóknar sinnar til Sádi-arabíu. Ræðuna flutti forsetinn á rúmlega 50 manna toppfundi leiðtoga Arabaríkja og Bandaríkjanna í Riyadh. Trump sakaði …

Lesa meira

Donald Trump gefur fyrirheit um nýjan ísbrjót

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að láta smíða „fyrsta þunga ísbrjót Bandaríkjanna í rúm 40 ár“. Loforðið gaf hann í útskriftarræðu í háskóla bandarísku strandgæslunnar miðvikudaginn 17. maí. Strandgæslan hefur um nokkurt árabil óskað eftir að fá nýja ísbrjóta til umráða til að geta látið að sér kveða á heimskautasvæðum. …

Lesa meira

Öfgahópa leitað innan þýska hersins

  Háskóli þýska hersins Bundeswehr-háskólinn hefur sætt sérstakri rannsókn vegna vaxandi ásakana um að öfgahyggja hafi grafið um sig innan þýska hersins. Ursula von der Leyen varnarmálaráðherra á einnig í vök að verjast vegna gagnrýni á hana í tengslum við þróun mála. Bæverska blaðið Süddeutsche Zeitung birti föstudaginn 19. maí …

Lesa meira

Trump gortaði af því við Rússa að hafa rekið forstjóra FBI til að losna undan þrýstingi

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði rússneskum embættismönnum í skrifstofu sinni miðvikudaginn 10. maí að brottrekstur James Comey, forstjóra FBI, hefði létt „miklum þrýstingi“  af sér, segir í frásögn af fundinum. Frá þessu var skýrt á vefsíðu The New York Times (NYT) föstudaginn 19. maí. „Ég var rétt í þessu að reka …

Lesa meira

Trump segist sæta nornaveiðum og telur að sér vegið með skipun sérstaks saksóknara

Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI, hefur verið tilnefndur til að stjórna alríkisrannsókn á réttmæti þess að Rússar hafi skipt sér af bandarísku forsetakosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að morgni fimmtudags 18. maí að hann sætti meiri „nornaveiðum“ en nokkur annar stjórnmálamaður í sögu Bandaríkjanna. Rod Rosenstein, vara-dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, …

Lesa meira

Pútín gerir grín að fundi Trumps með Lavrov

  Vlaidimir Pútín Rússlandsforseti segist fús til að birta opinberlega frásögn af fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Sergeijs Lavrovs, utanríkisráðherra Rússa, í Washington miðvikudaginn 10. maí. Pútín sagði í Sotsjí miðvikudaginn 17. maí að hann mundi afhenda Bandaríkjaþingi hljóðupptökur af fundi forsetans og utanríkisráðherrans í Washington ef stjórn Trumps samþykkti …

Lesa meira

Trump segist hafa „ótvíræðan rétt“ til að ræða baráttu gegn hryðjuverkamönnum við Rússa

  Í frétt í The Washington Post (WP) mánudaginn 15. maí er vitnað í núverandi og fyrrverandi bandaríska embættismenn sem segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi látið Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergeij Kisljak, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, í té leynilegar upplýsingar þegar hann hitti þá á fundi í Hvíta …

Lesa meira