Gerhard Schröder, gamall, vestrænn stjórnarleiðtogi í rússnesku feni

Á vefsíðu danska blaðsins Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 20. ágúst harðorður leiðari um Gerhard Schröder, fyrrv. Þýskalandskanslara. Þar sem segir að tvær ástæður séu fyrir því að hann valdi hneyksli með setu í rússneskum fyrirtækjastjórnum. Hér birtist leiðarinn í lauslegri þýðingu: Gerhard Schröder var kanslari Þýskalands um aldamótin. Hans er ekki …

Lesa meira

Grunur um að fyrsta hryðjuverk í sögu Finnlands hafi verið framið

Ráðist var á átta konur og tvo karlmenn á markaðstorgi í finnsku borginni Turku föstudaginn 18. ágúst. Árásarmaðurinn var vopnaður hnífi og virtist hending ráða vali hans á fórnarlömbum. Tvær konur týndu lífi vegna árásarinnar. Sár nokkurra voru alvarleg. Sunnudaginn 20. ágúst voru fjórir enn á háskólasjúkrahúsinu í Turku, þrír …

Lesa meira

Norska strandgæslan tók skip og áhöfn Greenpeace við mótmæli gegn Statoil í Barentshafi

Norska strandgæslan tók skipi Greenpeace og 35 manna áhöfn þess í Barentshafi fimmtudaginn 17. ágúst eftir að stofnað hafði verið til mótmælaaðgerða innan öryggissvæðis umhverfis Statoil-borpall. Borpallurinn er á svonefndu Korpfjell-svæði sem er nyrsta svæðið í Barents-hafi þar sem leit að olíu og gasi hefur hafist. Pallurinn er á 74° …

Lesa meira

Heimkomnir vígamenn vinna hryðjuverk í borgum Evrópu

  Hryðjuverkið í Barcelóna fimmtudaginn 17. ágúst hefur enn orðið til þess að beina athygli manna að ógninni sem steðjar af Daesh (Ríki íslams) sem nú er í dauðateygjunum í Írak og Sýrlandi. Liðsmenn þess hafa hótað að leita hefnda í Evrópu og taka nú á sig ábyrgð á blóðbaðinu …

Lesa meira

Mikil aukafjárveiting til sænska hersins vegna framgöngu Rússa á Eystrasalti

Sænski herinn fær aukafjárveitingu fram til ársins 2020 sem nemur 8,1 milljarði sænskra króna (um 110 milljörðum ISK). Með þriggja ára fjárveitingunni er ætlunin að styrkja herinn vegna aukinnar spennu í samskiptum við Rússa á Eystrasalti. Minnihlutastjórn mið-vinstrimanna kynnti þessa ákvörðun miðvikudaginn 16. ágúst. Samkomulag náðist um aukafjárveitinguna milli stjórnarflokkanna, …

Lesa meira

Kanadíski flugherinn með öflugustu eftirlitsvélarnar í GIUK-hliðinu

  Sydney J. Freedberg jr., blaðamaður við vefsíðuna Breaking Defense, birti þriðjudaginn 15. ágúst viðtal við Michael Hood hershöfðingja, yfirmann kanadíska flughersins. Samtal þeirra snerist um hlut Kanadamanna við varnir hafsvæðanna fyrir norðaustan Norður-Ameríku, það er svæðið í átt að Grænlandi og Íslandi, einkum með vísan til kafbátaleitar og varna …

Lesa meira

Afmælisferð rússnesks ísbrjóts á Norðurpólinn

Þess er minnst í þessari viku að 40 ár eru liðin frá því að Jurí Kutsjev skipherra stjórnaði ferð rússneska ísbrjótsins Arktika á Norðurpólinn. Skipið var þar 17. ágúst 1977. Ferðarinnar minnast Rússar nú með því að senda ísbrjótinn 50 Let Pobedíj á pólinn. Júrí Kutsjev lagði úr höfn frá …

Lesa meira

Fjarar undan Theresu May – íhaldsráðherrar árétta samstöðu sína um ESB-úrsögn

Breska blaðið The Independent segir mánudaginn 14. ágúst að könnun sem gerð var sérstaklega fyrir það sýni að Theresa May, forsætisráðherra Breta, eigi að búa sig undir að yfirgefa embætti sitt eftir að hún snýr til baka úr sumarleyfi og tekur að berjast fyrir pólitísku lífi sínu. Í könnuninni kemur …

Lesa meira

Ítök Schröders fyrrv. kanslara aukast enn í rússnesku viðskiptalífi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hóf formlega baráttu fyrir sambandsþingkosningarnar eftir sex vikur í Dortmund laugardaginn 12. ágúst. Merkel hefur setið í kanslaraembættinu síðan 2005 þegar hún sigraði Gerhard Schröder, kanslara jafnaðarmanna (SPD). Síðan hefur Schröder starfað fyrir Rússa og Vladimír Pútin Rússlandsforseta og varð nýlega stjórnarmaður í rússneska risaorkufyrirtækinu Rosneft. …

Lesa meira

Forseti Kína vill minni spennu – Japanir setja upp eldflaugavarnarflaugar

Xi Jinping, forseti Kína, sagði í símtali við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, laugardaginn 12. ágúst að Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn ættu að minnka spennuna vegna ágreinings um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna. „Viðkomandi aðilar verða að halda aftur af sér og forðast orð og gerðir sem kunna að kynda undir spennu á Kóreuskaga,“ var …

Lesa meira