Statoil fann enga olíu á nyrsta rannsóknarsvæðinu í Barentshafi

Norska ríkisolíufélagið Statoil fann ekki olíu á nyrsta rannsóknarsvæði sínu, Korpfjell, í Barentshafi. Félagið segir að þetta hafi verið „mikilvægasta könnunarhola þess í ár“ á norska landgrunninu. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um rúmlega 1,5% þriðjudaginn 29. ágúst eftir að tilkynningin um að engin olía hefði fundist birtist. Hlutabréfaverðið hækkaði þó …

Lesa meira

Finnar stoltir af framgöngu forseta síns í Hvíta húsinu

    Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington DC mánudaginn 28. ágúst. Í frásögn finnska ríkisútvarpsins YLE þriðjudaginn 29. ágúst af fréttum finnskra blaða um fund forsetanna segir að það sé almennt niðurstaða blaðamannanna að finnski forsetin hafi staðið sig prýðilega og …

Lesa meira

Hæstsettu embættismenn Trumps veita honum ofanígjöf

Um helgina tóku tveir af hæstsettu embættismönnum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta þannig til orða í fjölmiðlum að það hefur gefið gagnrýnendum forsetans tilefni til að velta fyrir sér hvort menn í innsta hring forsetans ætli jafnvel að segja skilið við hann. Í fréttaskýringu í The Washington Post (WP) mánudaginn 28. ágúst …

Lesa meira

Forseti Finnlands á leið í Hvíta húsið

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hittir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington DC mánudaginn 28. ágúst. Finnlandsforseti segir að þeir muni örugglega ræða stöðuna á Eystrasalti. Þetta er fyrsti einkafundur Niinistös með Trump og fyrsti einkafundur forseta Finnlands með Bandaríkjaforseta í 15 ár. Niinstö sagði þegar hann   kynnti …

Lesa meira

Macron talar fyrir daufum eyrum Pólverja um vandann vegna „ódýrs vinnuafls“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var í vikunni í austurhluta Evrópu í því skyni að hvetja til þess að íbúar þar leiti frekar að vinnu heima hjá sér en sæki til vesturhluta álfunnar. Þegar Macron hitti Christian Kern, kanslara Austurríkis, í Salzburg miðvikudaginn 23. ágúst urðu þeir fljótt sammála um að gera …

Lesa meira

Formaður sænsku Moderatarna segir af sér

Anna Kinberg Batra (47 ára), formaður Moderatarna, mið-hægri flokksins í Svíþjóð, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, tilkynnti i föstudaginn 25. ágúst að hún segði af sér flokksformennskunni þegar aðeins eitt ár er til þingkosninga. Verður kallað saman aukaflokksþing til að kjósa eftirmann hennar. Batra hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna mánuði og fylgi flokksins …

Lesa meira

Skipaumferð um Norðurleiðina eykst vegna Jamal-gassins – Snjódrekinn í nágrenni Íslands

Siglt er um Norðurleiðina, það er leiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs fyrir norðan Rússland, frá síðari hluta júní fram í nóvember ár hvert. Blaðamaðurinn Malte Humpert hjá High North News segir miðvikudaginn 23. ágúst á vefsíðunni Arctic Now að í ár hafi rúmlega 550 skip fengið heimild frá rússneskum yfirvöldum …

Lesa meira

Heræfingar Rússa eru margfalt fleiri NATO-ríkjanna

  Athugun á vegum FAZ.NET eða netútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung leiðir í ljós að frá árinu 2015 hafa Rússar efnt til mun fleiri heræfinga en NATO og aðildarríki þess í Evrópu. Sérfræðingar blaðsins segja þetta áhyggjuefni fyrir Vesturlönd. Í úttektinni kemur fram að Rússar æfi sig greinilega oftar. …

Lesa meira

Minningardagur fórnarlamba pólitískra ofsókna – 23. ágúst

Fyrir stuttu spratt upp mikil umræða um öfgastefnur í stjórnmálum í kjölfar þess að fylgismenn „alt-right“ stóðu fyrir fundi í Charlottesville í Bandaríkjunum.  Hann var haldinn til að mótmæla því að taka átti niður styttu af  Robert E. Lee hershöfðingja sem barðist fyrir Suðurríkin í borgarastríðinu þar í landi (1861-1865) …

Lesa meira

Trump fjölgar hermönnum í Afganistan

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til þjóðarinnar mánudaginn 21. ágúst að Bandaríkjamenn væru orðnir þreyttir á að ekki hefði unnist sigur í lengsta stríði sem her þeirra hefur háð (16 ár) en boðaði þó framhald hernaðar í Afganistan og kynnti áform stjórnar sinnar í Suður-Asíu. Trump sagði að Bandaríkjamenn …

Lesa meira