Hamas-hryðjuverkamenn ráðast inn í Ísrael

Hamas-hryðjuverkahreyfingin á Gazasvæðinu við suður landamæri Ísraels réðst óvænt á Ísrael með mikilli flugskeytahríð aðfaranótt laugardagsins 7. október. Síðdegis sama dag sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í ávarpi til þjóðarinnar að árás Hamas væri upphaf á langvinnu hörðu stríði. Ísraelski herinn grípi nú til allra ráða til að svipta Hamas …

Lesa meira

Flotaæfingar flugmóðurskips í norðurhöfum

Breska flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth var föstudaginn 6. október á siglingu undan strönd Norður-Noregs. Þá flugu F-35 B orrustuþotur frá skipinu í veg fyrir rússneska eftirlitsflugvél sem kom frá Kólaskaga, fyrir austan Noreg, í átt að flugmóðurskipinu og fylgdarskipum þess. Norskar F-35 A orrustuþotur voru einnig sendar á vettvang. HMS …

Lesa meira

Póltitískar og fjárhagslegar sviptingar vegna stuðnings við Úkraínu.

Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna komu saman til fundar í Kyív, höfuðborg Úkraínu, mánudaginn 2. október. Fundinum var lýst sem „sögulegum“ og snerist hann einkum um hvernig veita mætti Úkraínumönnum stuðning á komandi vetri til að verja land sitt og halda rússneska hernum frá því. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti til  þess að …

Lesa meira

Lavrov segir Bandaríkjamenn og Breta í stríði við Rússa

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, laugardaginn 23. september, að Bandaríkjamenn og Bretar væru í stríði við Rússa. „Þið getið kallað þetta hvað sem þið viljið,“ sagði Lavrov. „En þeir eru beinlínis í stríði við okkur. Við köllum þetta fjölþátta stríð en það breytir ekki …

Lesa meira

Breskt flugmóðurskip leiðir æfingar í norðurhöfum

Á næstunni verður breska flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth með fylgdarskipum á æfingu við norðurströnd Noregs með þátttöku norrænna og bandarískra herja auk liðsafla frá öðrum NATO-ríkjum. Sagt var frá æfingunni á norsku vefsíðunni Barents Observer fyrir fáeinum dögum og vitnað í samtal við Thomas Gjesdal, upplýsingafulltrúa norska flotans. Í fylgd …

Lesa meira

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá því að Masha Amini, 22 ára Kúrdi í Íran, dó í haldi lögreglu. Aktívistar segja að hörkulegri aðgerða lögreglu verði nú vart vegna ótta yfirvalda við endurtekin og víðtæk mótmæli gegn klerkaveldinu í landinu. Trúarlögregla …

Lesa meira

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum svæðum þeirra í Úkraínu dagana 8. til 10. september 2023. Þá hafa stjórnir lýðræðisríkja sagt að um „gervi-kosningar“ hafi verið að ræða á svæðum sem hafi verið hernumin í trássi við lög og rétt. ESB …

Lesa meira

Rússnesk herskip sprengd í Sevastopol á Krímskaga

Úkraínuher notaði Storm Shadow-flugskeyti frá Bretlandi í árás sem olli tjóni á rússneskum kafbáti og herskipi í flotahöfninni Sevastopol á Krímskaga miðvikudaginn 13. september. Rússar segja að 10 flugskeytum og þremur tundurskeytadrónum hafi verið skotið á Sevastopol. Hafa Úkraínumenn ekki sótt svo hart gegn borginni áður frá því að stríðið …

Lesa meira

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að Verkamannaflokkurinn (n. Arbeiderpartiet) sé stærsti flokkurinn að þeim loknum. Þessi sögulegu tímamót urðu hins vegar í sveitarstjórnarkosningum mánudaginn 11. september 2023. Að kosningunum loknum er Hægriflokkurinn undir forystu Ernu Solberg stærsti flokkur Noregs með 25,9% …

Lesa meira

Rússar senda liðsauka til úrvinda hersveita í suðaustur Úkraínu

Rússar flytja nú aukinn herafla til suðausturhluta víglínunnar í stríðinu við Úkraínu og bregðast á þann hátt við sókn hers Úkraínu í Zaporizjzja-héraði að mati Mykola Urshalovitsj, ofursta og foringja í þjóðvarðliði Úkraínu, sem ræddi mánudaginn 11. september við miðilinn Kyiv Independent. Að sögn bandarísku hugveitunnar Institute for the Study …

Lesa meira