Kínverski flugherinn ögrar Tævan

Stjórnvöld á Tævan, sjálfstæðri eyju undan strönd Kína sem stjórnvöld í Peking líta á sem hluta veldis síns, segja að alls hafi 39 kínverskum hervélum verið inn á loftvarnasvæði eyjunnar laugardaginn 2. október. Kínverski flugherinn hefur aldrei fyrr sent svo margar vélar inn á loftvarnasvæðið. Tævanska varnarmálaráðuneytið segir að vélarnar …

Lesa meira

Tólf ríki stilla saman varnarstrengi í Norður-Evrópu

Bandaríska Evrópuherstjórnin (USEUCOM) og herstjórn Finnlands boðuðu sameiginlega til fundar yfirmanna herja 11 Norður-Evrópuríkja í Helsinki dagana 29. og 30. september 2021. Herforingjarnir ræddu stöðu öryggismála í Norður-Evrópu og á Eystrasaltssvæðinu. Markmið fundarins var að stuðla að nánara samstarfi herstjórna landanna og gagnkvæmum skilningi á viðfangsefnum herja þeirra. USEUCOM og …

Lesa meira

Noregur: Þáttaskil í stjórnarmyndunarviðræðum

Þáttaskil urðu í stjórnarmyndunarviðræðum í Noregi miðvikudaginn 29. september þegar SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn, sagðist ekki treysta sér í meirihlutasamstarf með Verkamannaflokknum (AP) og Miðflokknum (SP). Helsta ágreiningsefnið snýr að loftslagsmálum og olíuvinnslu. Jonas Gahr Støre, leiðtogi AP, stjórnar viðræðunum og sagði hann að þær snerust nú um minnihlutastjórn AP og …

Lesa meira

Norðmenn, Svíar og Danir efla þríhliða varnarsamstarf sitt

Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur rituðu föstudaginn 24. september undir samning sem styrkir varnarsamstarf ríkjanna þriggja og auðveldar sameiginlegar aðgerðir á suðurhluta Skaninavíuskaga. Fulltrúar varnarmálaráðuneyta landanna og herstjórna taka sæti í stýrihópi sem vinnur að framkvæmd samningsins. Við undirritun samningsins sagði Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, að alvarlegt hættuástand í öryggismálum …

Lesa meira

Grænland: Óvarleg orð kostuðu forræði utanríkismálanna

Óvarleg orð sem Pele Broberg lét falla í viðtali við danska blaðið Berlingske fyrir rúmri viku urðu til þess að hann var sviptur forræði utanríkismála í grænlensku landstjórninni. Broberg fer nú aðeins með atvinnu- og viðskiptamál í landstjórn Grænlands. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, hefur tekið forræði í utanríkis- og …

Lesa meira

Eiturárásir Kremlverja sæta dómi MDE og rannsóknum Breta

Alexander Litvinenko hlaut hörmulegan dauðdaga haustið 2006 en fyrst nú í september 2021 næst niðurstaða í málinu sem snýr að því að eitrað var fyrir honum vegna gagnrýni hans á Vladimir Pútín Rússlandsforseta og samherja hans í Kreml. Enn er unnið að rannsókn svipaðra mála. Notað var geislavirkt efni, polonium, …

Lesa meira

Þriggja flokka stjórn rædd í Þýskalandi

Jafnaðarmenn (SPD) hlutu nauman meirihluta (25,7%) í kosningum til þýska sambandsþingsins sunnudaginn 26. september. Kanslaraefni þeirra er Olaf Scholz, fjármálaráðherra í kráfandi stjórn Angelu Merkel. Mánudaginn 27. september tilkynnti Scholz að hann ætlaði að reyna myndun þriggja flokka stjórnar með Frjálsum demókrötum (FDP) og Græningjum. Hann sagði að úrslit kosninganna …

Lesa meira

Kínverjar sleppa kanadískum gílsum við heimkomu Huawei-prinsessunnar

Meng Wanzhou, einn stjórnenda kínverska tæknirisafyrirtækisins Huawei, kom til Kína laugardaginn 25. september eftir næstum þriggja ára stofufangelsi í Kanada. Sama dag sneru tveir Kanadamenn, Michael Kovrig og Michael Spavor, heim frá Kína þar sem þeir sættu fangelsun og innilokun í um það bil 1.000 daga. Tekið var á móti …

Lesa meira

Meiri hafís við norðurpólinn en áður

Venjulega er ísinn við norðurpólinn minnstur í september ár hvert. Um þessar mundir er ísbreiðan við pólinn meiri en sést hefur í nokkur ár. Þetta kemur fram í gögnum frá National Snow and Ice Data Center (NSIDC) í Bandaríkjunum. Meiri ís nú árið 2021 leiðir þó ekki til þess að …

Lesa meira

Aðstaða á Íslandi fær nýtt gildi með heimsókn B-2-þotnanna

Bandaríski flugherinn segir að fyrsta dvöl torséðu B-2 sprengjuþotnanna hér á landi frá 23. ágúst til 11. september sýni að aðstaðan á Keflavíkurflugvelli hafi nýtt strategískt gildi við framkvæmd hernaðarlegra verkefna almennt á norðurslóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu flughersins mánudaginn 20. september 2021 sem sagt var frá í blaði …

Lesa meira