Spenna magnast milli Tyrkja og Frakka

Franska stjórnin tilkynnti laugardaginn 24. október að hún kallaði sendiherra sinn í Tyrklandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti gaf til kynna að Emmanuel Macron Frakklandsforseti þyrfti að fara í geðrannsókn. Frakkar og Tyrkir deila um mörg mál þar á meðal ráð yfir hluta austurhluta …

Lesa meira

Óvissa um framtíð klukkubreytinga innan ESB

Lokaákvörðunin er hins vegar innan einstakra ESB-ríkja. Þar verða yfirvöld að ákveða hvort áfram gildi til frambúðar sumar- eða vetrartími. Þýska stjórnin ætlar ekki að setja klukkumálið á dagskrá leiðtogaráðs ESB fyrir árslok. Mörg brýnni mál bíði afgreiðslu ráðsins. Þjóðverjar eru nú í forsæti ráðherraráðs ESB. Þýska stjórnin hefur auk …

Lesa meira

Fundu ekki nógu þykkan ís fyrir nýja ísbrjótinn

Nýjasti kjarnorkuknúni ísbrjótur Rússa, Arktika, hefur lokið reynslusiglingu á Norðurpólinn. Ferðin á pólinn gekk vel nema ísinn var hvergi nógu þykkur til að láta að það reyna að brjóturinn kæmist í gegnum 3 m þykkan ís. Oleg Shchapin er fulltrúi þeirra annast framtíðarrekstur ísbrjótsins. Hann var í reynslusiglingunni og sagði …

Lesa meira

Bandarískur tundurspillir í Barentshafi

Bandaríski flotinn hefur enn einu sinni sent herskip inn á Barentshaf. Er þetta í þriðja sinn í ár sem það gerist og má líta á ferðir skipanna sem nýjan fastan lið í umsvifum flotans á þessum slóðum. Eru nú rúm 30 ár liðin frá því að bandarísk herskip sýndu sig …

Lesa meira

Kínversku fyrirtækin Huawei og ZTE útilokuð frá 5G í Svíþjóð

Bannað verður að nota farbúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei í sænska 5G-farkerfinu að kröfu öryggislögreglunnar, Säpo, og sænska hersins. Þá er kínverska fyrirtækið ZTE einnig útilokað frá þátttöku í 5G-farkerfinu í Svíþjóð. Í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT, um þetta þriðjudaginn 20. október er haft eftir sænskum farsímafyrirtækjum að það komi …

Lesa meira

Þýskaland: Hafnaði handabandi – fær ekki ríkisborgararétt

Múslima sem sótti um ríkisborgararétt í Þýskalandi og stóðst próf vegna umsóknarinnar með ágætum var hafnað þegar hann neitaði að staðfesta móttöku réttinda sinna með því að taka í hönd konu sem afgreiddi mál hans. Þessi niðurstaða var staðfest af áfrýjunardómara föstudaginn 16. október. Um er að ræða 40 ára …

Lesa meira

Skotar vilja aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði – Salmond-málið veldur SPN vanda

Ný könnun greiningarfyrirtækisins Ipsos Mori sýnir að 58% Skota vilja sjálfstæði. Stuðningur við sjálfstæðissinna hefur aldrei verið meiri síðan 55% þátttakenda í atkvæðagreiðslu felldu tillögu um sjálfstæði árið 2014. Könnunin var gerð í byrjun október. Stjórnmálaskýrendur segja að aukinn stuðningur við sjálfstæði í Skotlandi sé svar fólks þar við úrsögn …

Lesa meira

Frakkland: Kennari drepinn vegna skopmynda

Síðdegis föstudaginn 16. október réðst 18 ára Tsjetsjeni á sögukennarann Samuel Paty skammt frá framhaldsskólanum þar sem hann kenndi í Conflans-Saint-Honorine, rólegum útbæ um 30 km norðvestur af miðborg Parísar. Árásarmaðurinn gerði kennarann höfðinu styttri í orðsins fyllstu merkingu vegna þess að hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhameð …

Lesa meira

Svíar auka hernaðarútgjöld um 85% á 10 árum

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði fimmtudaginn 15. október að ekki væri unnt að „útiloka árás á Svíþjóð“ þegar hann kynnti varnarmálastefnu landsins til næstu fjögurra ára. Útgjöld til varnarmála aukast um 40% á þessu árabili. Ætlunin er að auka hernaðarútgjöld Svía um 27 milljarða sænskra króna (3 milljarða dollara) á …

Lesa meira

Rússar boða gæslu þjóðaröryggis í Norðurskautsráðinu

Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum á næsta ári og er búist við að það gerist við hátíðlega athöfn í Reykjavík í maí 2021. Nú þegar gefa rússneskir ráðamenn til kynna að þeir muni setja eigið þjóðaröryggi í forgang á meðan þeir fara með formennsku í ráðinu. Dmitríj …

Lesa meira