Xi segist vera í friðarferð til Moskvu

Xi Jinping Kínaforseti kom um kl. 11.00 að íslenskum tíma að morgni mánudags 20. mars til Moskvu í þriggja daga opinbera heimsókn. Forsetinn lýsti heimsókn sinni sem „vináttuferð í þágu samvinnu og friðar“. Xi hefur ekki komið til Moskvu í fjögur ár. Fréttaskýrendur segja heimsóknina núna pólitískan og siðferðilegan stuðning …

Lesa meira

Pútin í Mariupol – glæpamaðurinn sækir blóðvöllinn heim

Að kvöldi laugardagsins 18. mars heimsótti Vladimir Pútin Rússlandsforseti hernumdu borgina Mariupol sem rússneski herinn lagði í rúst í suðurhluta Úkraínu í fyrra. Fyrr um daginn hafði hann heimsótt barnaheimili á Krímskaga en föstudaginn 17. mars gaf Alþjóðaglæpadómstóllinn út handtökuskipun á hendur Pútin fyrir skipulagt brottnám barna frá Úkraínu. Í …

Lesa meira

Handtaka á Pútin vegna brottnáms barna

Alþjóðasakamáladómstóllinn (The International Criminal Court (ICC)) í Haag gaf föstudaginn 17. mars út handtökuskipun á Vladimir Pútin, forseta Rússlands, vegna ásakana í garð stjórnvalda í Moskvu um stríðsglæp með nauðungarflutningum á úkraínskum börnum. Kremlverjar urðu ævareiðir vegna skipunar dómstólsins. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki farið leynt með framkvæmd áætlunar sinnar um …

Lesa meira

17 orrustuþotur til Úkraínu frá Slóvakíu og Póllandi

Pólska ríkisstjórnin lofaði fimmtudaginn 16. mars að láta Úkraínuher í té 4 orrustuþotur af gerðinni MiG-29. Föstudaginn 17. mars sagðist ríkisstjórn Slóvakíu ætla að afhenda stjórn Úkraínu 13 MiG-29 orrustuþotur til viðbótar. Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpum 13 mánuðum hefur stjórn landsins lýst mikilli …

Lesa meira

Xi verður í Moskvu í næstu við til stuðnings Pútin

Xi Jinping Kínaforseti ætlar að heimsækja Moskvu mánudag til miðvikudags í næstu viku var tilkynnt föstudaginn 17. mars. Með því ætlar forsetinn að lýsa blessun yfir stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og styðja við bakið á Vladimir Pútin Rússlandsforseta. Kínastjórn hefur ekki fordæmt innrás Pútins í Úkraínu og leitast við að …

Lesa meira

Orrustan um Bakhmut og Wagner-málaliðaherinn

Fréttir herma að enn sé barist hart í bænum Bakhmut í Donetsk-héraði í austurhluta Úkraínu og rússneskir hermenn geri þar enn árásir á varnarlið Úkraínuhers. Herforingjar Úkraínu segja að tjón Rússa sé mikið. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að sókn rússnesku Wagner-málaliðanna virðist hafa stöðvast …

Lesa meira

Rússnesk orrustuvél eyðileggur bandarískan dróna yfir Svartahafi

Rússnesk orrustuþota rakst á bandarískan dróna þriðjudaginn 14. mars yfir Svartahafi. Ómannaða bandaríska loftfarið brotlenti á alþjóðlegu hafsvæði að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Evrópu (EUCOM). Um klukkan sjö að morgni á staðartíma flugu tvær rússneskar SU-27 vélar „óvarlega og ófagmannlega“ í veg fyrir MQ-9, dróna bandaríska flughersins, segir EUCOM. Önnur …

Lesa meira

Óttast um líðan fyrrverandi forseta Georgíu

Hópur pólskra lækna er tilbúinn til að halda til Georgíu og kynna sér líðan Mikheils Saakashvilis, fyrrverandi forseta landsins, segir í frétt Reuters frá Varsjá mánudaginn 13. mars. Óttast er að heilsu hans hraki ört. Saakashvili, 55 ára, var sendur í sex ára fangavist árið 2021, dæmdur fyrir valdníðslu í forsetatíð sinni. Hann segist …

Lesa meira

Ungverjar einangrast í NATO

Ungverjar einangrast æ meira innan NATO. Viktor Orbán forsætisráðherra hafði skapað sér sérstöðu innan bandalagsins miðað við önnur ríki Evrópusambandsins áður en stríðið hóst í Úkraínu. Eftir að það hófst hefur hann glatað trausti mikilvægustu samstarfsþjóðar sinnar, Pólverja. Orbán flutti ræðu í febrúar þar sem hann nefndi aðra heimsstyrjöldina til sögunnar og viðurkenndi að hann ætti …

Lesa meira

Bandarísk B-52 sprengjuvél sýnir sig yfir Finnlandsflóa

Bandarísk B-52 sprengjuvél flaug yfir Finnlandsflóa að kvöldi laugardags 11. mars. Vélin sneri af leið og hélt inn yfir Eystrasaltslöndin áður en hún kom að Gogland sem tilheyrir Rússlandi. Á finnsku heitir eyjan Suursaari og er hún um 40 km undan strönd Finnlands. Mika Aaltola, forstjóri Finnsku alþjóðamálastofnunarinnar, sagði að í …

Lesa meira