Rússar hóta gagnaðgerðum – Erdogan neikvæður í garð Finna og Svía

Rússar segjast nauðbeygðir til að grípa til „gagnaðgerða“ vegna ákvörðunar nágranna sinna, Finna, um að ganga í NATO. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði að skref Finna yrði til þess að skaða tvíhliða samskipti þjóðanna alvarlega fyrir utan að grafa undan öryggi og stöðugleika í norðurhluta Evrópu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segist vænta …

Lesa meira

Stórt skref Finna í átt til NATO

Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, efndu að morgni fimmtudags 12. maí til blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni og kynntu sameiginlega niðurstöðu sína um að aðild Finnlands að NATO myndi auka öryggi þjóðarinnar. Þá telja þau einnig að aðildin styrki Atlantshafsbandalagið (NATO) sjálft. Þau vona að sótt verði um …

Lesa meira

Bretar veita Svíum öryggistryggingu

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, skrifaði miðvikudaginn 11. maí undir yfirlýsingu um öryggistryggingu með Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svía, nokkrum dögum áður en þess er vænst að sænska ríkisstjórnin tilkynni ákvörðun sína um að sækja um aðild að NATO. Forsætisráðherrarnir hittust á opinberu sveitasetri sænska forsætisráðherrans í Harpsund um 100 km fyrir …

Lesa meira

Varnarmálanefnd finnska þingsins vill aðild að NATO

Varnarmálanefnd finnska þingsins kynnti þriðjudaginn 10. maí NATO-álit sitt. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að NATO-aðild tryggði best öryggi Finna. „Afstaða varnarmálanefndarinnar til NATO-aðildar Finna er skýr. Það er forgangsmál fyrir Finnland að sótt verði um inngöngu í NATO,“ segir Joonas Könttä nefndarmaður, þingmaður Miðflokksins, við blaðið Iltalehti. Formaður nefndarinnar, …

Lesa meira

Hlóðu stríðsgagnrýni inn á Kremlar-fréttasíðu

Tveir rússneskir blaðamenn sem starfa fyrir vinsæla vefsíðu, lenta.ru, sem er hlynnt Kremlverjum hlóðu inn á hana greinum gegn Úkraínustríðinu að morgni rússneska sigurdagsins yfir nazistum, mánudagsins 9. maí. Í greinunum er Vladimir Pútin forseta lýst sem „aumkunarverðum vænisjúkum einræðisherra. Hann er sakaður um að hafa stofnað til „blóðugasta stríðs …

Lesa meira

Pútin viðurkennir mannfall í áróðursræðu á Rauða torginu

Vladimir Pútin Rússlandsforseti réttlætti tilefnislausa innrás Rússa í Úkraínu með þeim orðum að hún væri „til varnar ættjörðinni“ í hátíðarræðu á rússneska sigurdeginum, 9. maí, í Moskvu. Pútin skipaði heiðurssæti á hersýningu í tilefni dagsins á Rauða torginu þar sem minnst var sigursins yfir Þýskalandi nazista árið 1945. Í ræðu …

Lesa meira

Finnland: NATO-aðild hrekur ekki Vinstrabandalagið úr ríksstjórn

Vinstrabandalagið í Finnlandi ákvað laugardaginn 7. maí að sitja áfram í ríkisstjórn Sönnu Marin, forsætisráðherra Jafnaðarmannaflokksins, þótt stjórnin beitti sér fyrir aðild Finnlands að NATO. Flokksráð og þingmenn flokksins komust að þessari niðurstöðu og féllu atkvæði þannig að 52 studdu hana en 10 voru á móti. Opinber stefna flokksins er …

Lesa meira

Dregur til úrslita um NATO-ákvarðanir Finna og Svía

Bandaríkjastjórn er fullviss um að hún geti brugðist við óskum Finna og Svía um öryggistryggingu á þeim tíma sem líður frá því að þeir sækja um aðild að NATO þar til umsókn þeirra er samþykkt af öllum aðildarríkjunum 30. Talsmaður Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington skýrði frá þessu fimmtudaginn …

Lesa meira

Rússland: Stríðsyfirlýsing ólíkleg á sigurdaginn 9. maí

Vangaveltur eru í fjölmiðlum um hvort Vladimir Pútin Rússlandsforseti ætli að nota rússneska sigurdaginn í síðari heimsstyrjöldinni, 9. maí, til að lýsa formlega yfir stríði gegn Úkraínu og þar með boða alla vopnfæra menn í rússneska herinn. Dmitríj Peskov, talsmaður Pútis, sagði miðvikudaginn 4. maí þegar hann var spurður um …

Lesa meira

Franskir vinstrisinnar stefna að kosningabandalagi gegn Macron

Frönsku vinstriflokkarnir komust að samkomulagi miðvikudaginn 4. maí um kosningabandalag til að stöðva framgang flokks Emmanuels Macrons forseta í þingkosningunum 12. og 19. júní 2022 og hindra að umdeild umbótaáform forsetans nái fram að ganga. Það var ekki fyrr en tímafrestur til samkomulags flokkanna var liðinn að kvöldi þriðjudags 3. …

Lesa meira