NATO-ríkin álykta gegn Lukasjenko

Fastafulltrúar NATO-ríkjanna í Atlantshafsráðinu sendu frá sér ályktun föstudaginn 12. nóvember þar sem þeir formdæmdu harðlega að farendum væri beitt á óeðlilegan hátt með því að stjórnvöld Hvíta-Rússlands settu á svið fjölþátta aðgerð sem beindist gegn Póllandi, Litháen og Lettlandi í pólitískum tilgangi. Með þessum kaldrifjuðu aðgerðum væri lífi bjargarlauss …

Lesa meira

Merkel segir Pútin að leysa landamæravanda

Pólsk stjórnvöld sögðu miðvikudaginn 10. nóvember að tugir farenda (e. migrants) hefðu verið teknir höndum eftir að þeim tókst að brjótast í gegnum gaddavírsgirðingar á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Tomasz Krupa, talsmaður pólsku landamæralögreglunnar, sagði að á einum sólarhring hefði rúmlega 50 manns tekist að komast á ólögmætan hátt yfir …

Lesa meira

Farandfólk peð í fjölþátta hernaði Lukasjenkos

Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, og stjórn hans sættu harðri alþjóðlegri gagnrýni og fordæmingu mánudaginn 8. nóvember fyrir að beita farandfólki fyrir sig við landamæri Póllands. Mótmæli bárust frá Evrópusambandinu (ESB), Bandaríkjunum og NATO. Pólverjar sökuðu Hvítrússa um „markvissa stigmögnun spennu“ við landamæri landanna þegar nokkur hundruð farandfólks kom saman við …

Lesa meira

Noregur: Ný stjórn, sama áhersla á varnarsamstarf við Bandaríkin

Varnarsamstarf Norðmanna við Bandaríkjamenn verður í stórum dráttum óbreytt eftir stjórnarskiptin í Noregi, segir nýr varnarmálaráðherra Noreg, miðflokksmaðurinn Odd Roger Enoksen (67 ára) í samtali við vefsíðuna High North News. Ráðherrann áréttar jafnframt að mikilvægt sé að ræða við Rússa. „Samskiptin við Rússa versnuðu mjög alvarlega eftir atburðina árið 2014 …

Lesa meira

Rússneskt rannsóknaskip kyrrsett í Skagen-höfn á Jótlandi

Dönsk yfirvöld, lögregla og dómari, hafa kyrrsett rússneska rannsóknaskipið Akademik Ioffe í Skagen-höfn nyrst á Jótlandi. Kyrrsetninguna má rekja til tilmæla frá fyrirtæki í Kanada vegna óuppgerðs máls við eiganda skipsins. Í tilkynningu rússneska sendiráðsins í Kaupmannahöfn frá fimmtudeginum 4. nóvember segir að skipið hafi verið í Skagen-höfn frá mánudeginum …

Lesa meira

Hraði kjarnorkuvæðingar kínverska hersins eykst

Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti miðvikudaginn 3. nóvember árlega skýrslu sína um hernaðarmátt Kínverja. Þar segir að kínversk hernaðarstefna geri ráð fyrir að þjóðin standi jafnfætis Bandaríkjamönnum árið 2049 eða hafi komist fram úr þeim að því er varðar hnattræn áhrif og vald, hafi ýtt bandarískum bandalögum og samstarfi um öryggismál á …

Lesa meira

Grænland: Ósammála um aðild að Parísarsamkomulaginu

Grænlenska landstjórnin, Naalakkersuisut , hefur ákveðið að Grænland gerist aðili að Parsísarsamkomulaginu frá 2015 um loftslagsmál. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar og utanríkisráðherra, tilkynnti þetta á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow mánudaginn 1. nóvember. Á grænlenska þinginu, Inatsisartut, hafa stjórnarandstöðuflokkarnir, Siumut og Demokraatit, lýst efasemdum um að ákvörðun landstjórnarinnar. …

Lesa meira

Fiskveiðideila Breta og Frakka harðnar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hittust sunnudaginn 31. október á einkafundi til hliðar við leiðtogafund G20-ríkjanna í Rómarborg. Tilgangur fundarins var að finna lausn á deilu milli Breta og Frakka um fiskveiðar á Ermarsundi. Fréttaskýrendur segja að bilið milli stjórnvalda landanna vegna málsins hafi breikkað eftir fundinn. …

Lesa meira

Barentshaf: Lavrov fór og síðan komu sprengjuvélarnar

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, var mánudag og þriðjudag (25. og 26. október) á fundi Barentsráðsins í Tromsø í Noregi. Þar hitti hann meðal annars Anniken Huitfeldt, nýjan utanríkisráðherra Noregs. Þau lögðu áherslu á nauðsyn þess að samskipti landanna gerðu íbúum þeirra við landamærin í norðri kleift að eiga snurðulaus samskipti. …

Lesa meira

ESB leggur milljón evru dagsekt á pólska ríkið

ESB-dómstóllinn ákvað miðvikudaginn 27. október að pólsk stjórnvöld skyldu greiða milljón evru sekt (150 m. ísl. kr.) hvern dag sem þau fara ekki að fyrirmælum dómstólsins og leggja niður agadeildina við hæstarétt Póllands. ESB-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2021 að agadeildin bryti gegn grunnreglunni um óhlutdrægni dómara. Í …

Lesa meira