fbpx

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa verið á umsókn hans þegar fyrri ríkisstjórn landsins samþykkti hana árið 2018. Assange var næstum sjö ár í sendiráði Ekvadors í London til að komast hjá framsali til Svíþjóðar árið 2012. Dómsyfirvöld í Ekvador tilkynntu …

Lesa meira

Pútin hefur í hótunum á degi rússneska herflotans

Vladimir Pútin Rússlandsforseti hafði í hótunum í ræðu á degi rússneska flotans í St. Pétursborg sunnudaginn 25. júlí. Hann varaði óvini Rússa við því að flotinn hefði stöðu til að gera árás án þess að henni yrði afstýrt enda yrði hún gerð á óvini ríkisins í þágu „þjóðarhagsmuna“. Í frétt …

Lesa meira

Farsíma-njósnaforrit veldur uppnámi í Frakklandi

Farsímar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta og 15 ráðherra í frönsku ríkisstjórninni kunna að hafa verið meðal þeirra tækja sem ætlunin var að hlera árið 2019 með njósnabúnaði sem NSO Group, fyrirtæki staðsett í Ísrael, framleiddi. Frá þessu segir í franska blaðinu Le Monde þriðjudaginn 20. júlí og einnig að saksóknari í …

Lesa meira

Grænlenska stjórnin vill enga olíu- eða gasleit

Grænlendingar ætla að stöðva alla olíuleit á landgrunni Grænlands og þess í stað bregðast við loftslagsbreytingum og alvarlegum afleiðingum þeirra „af alvöru“. Landstjórnin undir forystu flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) tók ákvörðun um þetta 24. júní en skýrði frá henni fimmtudaginn 15. júlí 2021. Til þessa hefur engin olía fundist við …

Lesa meira

Biden setur Pútin afarkosti í netstríði

Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti Vladimir Pútin Rússlandsforseta viðvörun föstudaginn 8. júlí. Pútin hefði stöðugt minni tíma til að leggja hendur á glæpamennina sem stundi gíslatöku í netheimum og beiti sér gegn Bandaríkjunum. Í símtali sem Biden átti við Pútin sagði Bandaríkjaforseti að þetta væri lokaviðvörun um þetta efni. Yrði ekki …

Lesa meira

Alþjóðleg netárás veldur vanda í Svíþjóð

Hundruð fyrirtækja um heim allan, þar á meðal verslanakeðjan Coop í Svíþjóð, glímdu laugardaginn 3. júlí við netvanda vegna tölvuárásar á Kaseya, bandarískan framleiðanda forrita fyrir 40.000 aðila. Kaseya tilkynnti fyrirtækið hefði orðið fyrir „þaulskipulagðri netárás“. Sérfræðingar í netglæpum töldu að hugsanlega stæði REvil að baki árásinni, rússneskur netglæpahringur sem …

Lesa meira

Svartahaf: Rússar ögra hollenskri freigátu

Hollenska varnarmálaráðuneytið segir að rússneskar orrustuþotur hafi „áreitt“ freigátu í hollenska flotanum við æfingar á Svartahafi. Þoturnar hafi látið eins og þær ætluðu að ráðast á skipið. Hollenska herskipið HNLMS.Evertsen fylgdi breska tundurspillinum HMS Defender við eftirlit og æfingar á Svarta hafi í liðinni viku. Hollenska varnarmálaráðuneytið segir að þá …

Lesa meira

Vill verja rússneskt þjóðaröryggi á norðurslóðum

  Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands, núverandi varaformaður öryggisráðs Rússa, segir að rússnesk stjórnvöld verði að nýta formennsku sína í Norðurskautsráðinu til að halda fram þjóðaröryggishagsmunum sínum á norðurslóðum. „Það er ekkert launungarmál að fjöldi ríkja reynir á markvissan hátt að þrengja að athafnafrelsi Rússa á norðurslóðum og …

Lesa meira

Spenna vegna bresks tundurspillis á Svartahafi

Rússar segjast hafa skotið viðvörunarskotum í átt að breskum tundurspilli undan strönd Krímskaga á Svartahafi. Skipið hafi siglt úr rússneskri lögsögu eftir skothríðina. Bresk stjórnvöld segja að ekkert atvik af þessu tagi hafi orðið. Tundurspillirinn hafi verið í lögsögu Úkraínu undan strönd Krímskaga. Í frétt rússnesku fréttastofunnar Interfax miðvikudaginn 23. …

Lesa meira

Biden og Pútin ræddu norðurslóðir „talsvert ítarlega“

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimir Púin Rússlandsforseti hittust á fundi í Genf miðvikudaginn 16. júní. Litið er á fundinn sem skref til nánara samstarfs Bandaríkjamanna og Rússa á tímum sem sagðir eru mótast af meiri erfiðleikum í samskiptum þeirra en áður frá hruni Sovétríkjanna fyrir 30 árum. Forsetarnir ákváðu meðal …

Lesa meira