The New York Times krefst þess að Biden hætti við forsetabramboðið

Margir hafa orðið til þess að hvetja Joe Biden Bandaríkjaforseta til að draga sig í hlé eftir hörmulega útreið hans í sjónvarpskappræðum við Donald Trump, forsetaframbjóðanda republikana, að kvöldi fimmtudagsins 27. júní. Það vakti heimsathygli að daginn eftir kappræðurnar hvatti leiðarahópur (e. editorial board) The New York Times Biden til …

Lesa meira

Nýtt ESB-þríeyki vekur enga gleði í Moskvu

Leiðtogaráð ESB komst að fimmtudaginn 27. júní að niðurstöðu um þau þrjú sem skipa æðstu ESB-embættin næstu fimm ár bregði ESB-þingið fæti fyrir þau síðsumars eða í haust: Þýska mið-hægrikonan Ursula von der Leyen verður áfram forseti framkvæmdastjórnar ESB. Portúgalski sósíalistinn António Costa verður forseti leiðtogaráðs ESB, Frjálslyndi eistneski forsætisráðherrann, …

Lesa meira

Samræma sjónarmið í norðri fyrir toppfund NATO í Washington

Alexander Stubb Finnlandsforseti, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar hittust 19. og 20. júní í Bodø í Noregi. Þeir ræddu um leiðir til að dýpka varnarsamstarf sitt í hánorðri innan ramma aðildar sinnar að NATO. Finnlandsforseti sagði að aðild Finna og Svía að NATO leiddi til …

Lesa meira

Hryðjuverk í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Dagestan – gegn kirkjum og gyðingum

Minnst fimmtán lögregluþjónar og margir almennir borgarar týndu lífi sunnudaginn 23. júní í rússneska héraðinu Dagestan er haft eftir héraðsstjóranum, Sergej Melokov, í rússneska ríkismiðlinum RIA. Mannfallið varð síðdegis á sunnudeginum þegar nokkrir vopnaðir menn réðust á rétttrúnaðarkirkju og bænahús gyðinga í bænum Derbent og auk þessa á rétttrúnaðarkirkju og …

Lesa meira

Farage og Trump ásaka NATO og Biden í þágu Pútíns

Nigel Farage, leiðtogi breska stjórnmálaflokksins Reform UK og frambjóðandi í komandi þingkosningum, er sakaður um að ganga erinda Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta eftir að hann sagði föstudaginn 21. júní í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að vestrið hefði með ögrunum kallað fram stríðið í Úkraínu. Hann bætti því síðan að vísu …

Lesa meira

Pútin fiktar enn og aftur við kjarnavopn sín

Sérfræðingar sem greina áhrif ferðar Vladimirs Pútins Rússlandsforseta til Norður-Kóreu og Víetnam í vikunni beina athygli sinni ekki síst að því sem snýr að kjarnavopnum. Spurningar hafa vaknað um hvort Pútin hafi gengið þvert gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna um að aðstoða ekki Norður-Kóreustjórn við að eignast kjarnorkuprengjur. Í staðinn veiti …

Lesa meira

Hollendingur stjórnar NATO í fjórða sinn

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, tekur við embætti framkvæmdastjóra NATO af Jens Stoltenberg sem hefur skipað það í 10 ár, frá 2014, og lætur af því 1. október 2024. Þetta varð endanlega ljóst fimmtudaginn 20. júní þegar ríkisstjórn Rúmeníu lýsti síðust 32 ríkisstjórna bandalagsþjóðanna yfir stuðningi við hann. Ráðning hans …

Lesa meira

Sænska þingið samþykkir tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál

Sænska þingið samþykkti tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál þriðjudaginn 18. júní. Víðtækur stuðningur var við málið á þingi. Í fimm tíma umræðum fyrir atkvæðagreiðsluna gerðu andstæðingar samningsins einkum athugasemdir við að í honum eða í tengslum við hann lægi ekki fyrir yfirlýsing sænskra stjórnvalda um að kjarnavopn yrðu aldrei …

Lesa meira

Kjarnavopn rædd í austri og vestri

Oleksandr Lytvynenko, forstjóri þjóðaröryggisráðs Úkraínu, segir í samtali við The Times í London mánudaginn 17. júní að Vladimir Pútin Rússlandsforseti kunni að gefa fyrirmæli um beitingu kjarnavopna á vígvellinum verði þrengt illilega að rússneska hernum í orrustum í Úkraínu. Leiðtogar G7-ríkjanna komu saman á Ítalíu í liðinni viku og vöruðu …

Lesa meira

Áttatíu ríki segja viðurkenningu landsyfirráðaréttar grundvöll varanlegs friðar í Úkraínu

Fulltrúar 80 ríkja hvöttu sunnudaginn 16. júní til þess að „landsyfirráðaréttur“ (e. territorial integrity) Úkraínu yrði lagður til grundvallar við gerð friðarsamnings til að binda enda á stríð Rússa gegn Úkraínumönnum. Með orðinu landsyfirráðaréttur er vísað til þeirra ákvæða í alþjóðalögum sem mæla gegn því að þjóðríki styðji aðskilnaðarhreyfingar innan …

Lesa meira