Rússar búa sig nú undir að sjötti refsipakki ESB komi til framkvæmda 5. desember. Hann hefur meðal annars í för með sér að hætt verður öllum olíuinnflutningi ESB-ríkjanna frá Rússlandi. Liður í undirbúningi Rússa er að 5. október sigldi 257 metra langt olíuskip þeirra, Vasilíj Dinkov, frá Múrmansk eftir leiðinni …

Lesa meira

Skemmdarverk voru unnin á gasleiðslunum segja Svíar

Sænskir embættismenn staðfestu föstudaginn 18. nóvember að sprengingarnar sem ollu tjóni á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti 26. september hefðu verið skemmdarverk. Rússar eiga leiðslurnar og áttu þær að flytja jarðgas frá Rússlandi til Þýskalands. „Við rannsóknir fundu sýni af sprengiefni á ýmsum erlendum hlutum,“ sem fundust á svæðinu við …

Lesa meira

Stríðsglæpir Rússa í Kerson afhjúpaðir

Reuters-fréttastofan skýrði frá því mánudaginn 14. nóvember að fulltrúar stjórna Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í Tyrklandi. Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti heimsótti borgina Kerson 14. nóvember og hyllti hermennina sem frelsuðu borgina undan rússneska hernámsliðinu sem hafði verið þar síðan í mars 2022. Forsetinn hét því að haldið yrði áfram að …

Lesa meira

Myrkvuð skip við Nord Stream fyrir skemmdarverk

Gervihnattarmyndir sýna að tvö svonefnd myrkvuð skip sigla í nágrenni Nord Stream gasleiðslanna í Eystrasalti skömmu áður en þær sprungu 26. september 2022. Þetta kemur fram í bandaríska tæknitímaritinu Wired sem hefur greint gervihnattarmyndir frá SpaceKnow sem teknar voru yfir Eystrasalti dagana fyrir 28. september þegar leki varð á rússnesku …

Lesa meira

Rússneskir hermenn laumast frá Kerson – Úkraínumenn berjast áfram

Breska varnarmálaráðuneytið telur líklegt að Rússar hafi í þrjár vikur flutt hermenn sína frá Kerson. Þeir hafi laumast í borgaralegum klæðum úr borginni og leynst í straumi fólks sem Rússar knúðu til að flytjast búferlum. „Brottflutningnum lauk á aðeins tveimur dögum eftir að hann var boðaður. Líklegt er að hann …

Lesa meira

Úkraínumenn halda varlega inn í Kerson

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði aðfaranótt föstudags 11. nóvember að allir rússneskir hermenn hefðu verið fluttir á brott frá héraðshöfuðborginni Kerson í suðurhluta Úkraínu. Skömmu síðar bárust fréttir um að hermenn Úkraínustjórnar hefðu þegar sótt inn í úthverfi borgarinnar. Rússnesku hermennirnir fóru til austurs yfir Dnipró ána sem rennur við borgina. Samhliða …

Lesa meira

Tortryggni í garð Rússa vegna boðaðs brotthvarfs frá Kerson

Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því fimmtudaginn 10. nóvember er að rússneskir hermenn hyrfu nú á brott frá borginni Kerson í suðurhluta Úkraínu. Fara einingar úr hernum yfir Dnípró-ána sem rennur á borgarmörkunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa tekið öllum yfirlýsingum Rússa um brottför úr borginni með fyrirvara. Hætta sé á að …

Lesa meira

Pólverjar leggja gaddavírs girðingu við Kaliningrad

Pólverjar vinna nú að því að setja upp þrefalda gaddavírs girðingu á um 200 km löngum landamærum sínum og rússnesku hólmlendurnar Kaliningrad við botn Eystrasalts. Pólski varnarmálaráðherrann skýrði frá framkvæmdunum miðvikudaginn 2. nóvember og sagði þær nauðsynlegar til að verjast hugsanlegum tilraunum Rússa til að senda farandfólk yfir landamærin sem …

Lesa meira

Finnlandsforseti: Andrúmsloftið kaldara en í kalda stríðinu

Sauli Niinistö Finnlandsforseti flutti ræðu á 74. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þriðjudaginn 1. nóvember. Hann vék að því að 70 ár væru nú frá stofnun Norðurlandaráðs. Ástandið í alþjóðastjórnmálum væri jafnvel verra um þessar mundir en þegar ráðið var stofnað í kalda stríðinu. Við þessar aðstæður væri mikilvægt að norrænu …

Lesa meira

Norðmenn efla varnir og viðbúnað vegna aukinnar hættu í norðri

Frá með deginum í dag, 1. nóvember 2022, hækkar norski herinn viðbúnaðarstig sitt. Tekur starfsemi hersins mið af alvarlegu ástandi öryggismála í Evrópu. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra, Bjørn Arild Gram varnarmálaráðherra og Eirik Kristoffersen, hershöfðingi, yfirmaður norska heraflans, efndu til blaðamannafundar mánudaginn 31. október og kynntu ákvörðunina um aukinn hernaðarlegan …

Lesa meira