Stjórn Georgíu hopar vegna mótmæla gegn umdeildu lagafrumvarpi

Stjórnarflokkur Georgíu, Draumaflokkur Georgíu, ákvað fimmtudaginn 9. mars að afturkalla umdeilt lagafrumvarp sem ætlað var að sporna við áhrifum erlendra erindreka í landinu. Í tvo daga mótmæltu tugir þúsunda Georgíumanna frumvarpinu á götum úti og sögðu að með samþykkt þess yrði vegið að frelsi í landinu. Draumaflokkur Georgíu birti tilkynningu …

Lesa meira

Óstaðfestar grunsemdir um skemmdarverk á gasleiðslum

The New York Times (NYT) sagði þriðjudaginn 7. mars að bandarískir njósnarar teldu að stuðningshópur Úkraínu (e. pro-Ukrainian group) stæði að baki árásunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í september 2022 þegar þrjú af fjórum rörum í leiðslunum voru sprengdar. Úkraínustjórn hefur tvisvar mótmælt þessum fréttum og sagt að hún hafi ekki átt neinn hlut að skemmdarverkinu sem batt enda á …

Lesa meira

Úkraínuher berst áfram í Bakhmut

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, hét því mánudaginn 6. mars að Úkraínuher mundi ekki hörfa frá bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa í sex mánuði reynt að ná á sitt vald. Ekki er vika liðin síðan ráðgjafi forsetans sagði að úkraínskir hermenn kynnu að yfirgefa bæinn og snúast til …

Lesa meira

Grundvallarbreyting varna á norðurvæng NATO með Svíum og Finnum

Yfirmenn herja Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, hershöfðingjarnir Eirik Kristoffersen, Micael Bydèn og Vesa Virtanen, heimsóttu norska landamærabæinn Kirkenes, skammt vestan landamæra Rússlands, í liðinni viku og tóku þátt í ráðstefnu um öryggismál. „Aðild Svía og Finna breytir í grundvallaratriðum hvernig við, frá herfræðilegum sjónarhóli, lítum á varnir Noregs og NATO …

Lesa meira

Forsætisráðherra Eistlands styrkir stöðu sína

Umbótaflokkurinn í Eistlandi, flokkur Kaja Kallas forsætisráðherra, er stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningum sunnudaginn 5. mars með um 31% atkvæða. Níu flokkar buðu fram í kosningunum og kepptu um 101 sæti á þingi landsins, Riigikogu. Rúmlega 900.000 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 63,7%. Bráðabirgðaúrslit þegar 99% atkvæða hafa verið …

Lesa meira

Rússneskum nýliðum sagt að berja Úkraínuher með skóflum

Breska varnarmálaráðuneytið segir að nýliðar í rússneska hernum hafi fyrirmæli um að ráðast á Úkraínuher með byssum og skóflum. Frá þessu er greint í upplýsingum sem reistar eru á njósnum og birtust sunnudaginn 5. mars. Þar segir að vandræði Rússa séu mikil við víglínuna og að „varaliðar hafi hvorki líkamlega …

Lesa meira

Hlegið að Lavrov vegna ummæla í Nýju Delí

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lenti í vandræðum á ráðstefnu í Nýju Delí í liðinni viku. Í pallborðsumræðum um alþjóðamál vöktu ummæli hans um að nú væri háð stríð gegn Rússum með því að beita Úkraínumönnum undrun og hæðnishlátur viðstaddra. Það var indverska hugveitan Observer Research Foundation sem bauð til ráðstefnunnar …

Lesa meira

Leituðu ásjár Pútins – flestir fallnir í orrustu

Fréttamiðill í Síberíu, Ljudi Baikala, birti 25. febrúar myndskeið á Telegram síðu sinni þar sem rússneskir hermenn báðu Vladimir Pútin Rússlandsforseta um hjálp. Sagt var að hermennirnir væru frá Irktusk í Síberíu. Nú segja fjölmiðlar að næstum öll herdeildin á myndskeiðinu hafi týnt lífi. Hermennirnir frá Síberíu segja að á …

Lesa meira

G20 ríkjahópurinn klofnar vegna Úkraínu – Indverjum mistókst málamiðlun

Utanríkisráðherrar G20 hópsins luku fundi sínum í Delí, höfuðborg Indlands, fimmtudaginn 2. mars. Spenna vegna stríðsins í Úkraínu setti mikinn svip á umræður þótt forsætisráðherra Indlands hafi hvatt fundarmenn til að leggja þær til hliðar að þessu sinni. Vegna ágreinings um Úkraínu komust ráðherrarnir ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Antony Blinken, …

Lesa meira

Fox News í vanda vegna frétta um kosningasvindl

Rupert Murdoch, eigandi Fox News.

Smáskilaboð send í trúnaði og vitnisburður milljarðamæringsins og fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdochs (91 árs), eiganda Fox News sjónvarpsstöðvarinnar, sýna að stjórnendur og stjörnur einstakra þátta stærstu bandarísku fréttasjónvarpsstöðvarinnar töluðu sín á milli um að ásakanir Trumps og fylgismanna hans um kosningasvindl í nóvember 2020 væru „geðveikislegar“. Murdoch viðurkennir engu að síður nú að þrátt fyrir þessa vitneskju hafi nokkrir þáttastjórnendur Fox News „lýst …

Lesa meira