Dóttir hugmyndafræðings rússneskra þjóðernissinna sem oft er kallaður „heili Pútins“ var drepin í bílsprengju í útjaðri Moskvu aðfaraótt sunnudags 21. ágúst. Hún hét Daria Dugina, 30 ára. Segir rannsóknardeild Moskvu-lögreglunnar að sprengju hefði verið komið fyrir í jeppa sem hún ók. Faðir Dariu er Alexander Dugin, alkunnur málsvari kenningar sem …
Lesa meiraRússneskur landher fluttur frá Kólaskaga til Úkraínu – staðfestir lygi Pútins
Rússar hafa flutt mikið af landherafla sínum frá norðurslóðum til Úkraínu, segir Erik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, og telur að í því felist að nágranni Norðmanna í austri meti ástandið á norðurslóðum stöðugt. Rússar leggi þó mikla áherslu á kjarnorkuherstyrk sinn á Kólaskaganum og í norðurhöfum. Rætt er við norska …
Lesa meiraBrotið blað í NATO-flugheræfingum í norðri
Samhliða því sem Norðurfloti Rússa byrjar viðamikla æfingu á Barentshafi sýna flugherir undir merkjum NATO-samstarfsins styrk sinn í lofti yfir norðurhluta Skandinavíuskaga og staðfesta þannig í verki hvernig samstarf NATO-þjóða verður á þessum slóðum eftir að Finnar og Svíar ganga í bandalagið. Fimmtudaginn 18. ágúst birtust ljósmyndir, meðal annars á …
Lesa meiraNý norræn sýn í öryggis- og varnarmálum eftir NATO-umsókn Finna og Svía
Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust á fundi í Osló mánudaginn 15. ágúst. Þeir sendu meðal annars frá sér yfirlýsinguna sem hér birtist í íslenskri þýðingu vardberg.is enda hefur engin opinber íslensk þýðing birst. Yfirlýsingin er upphaflega birt á ensku enda er henni meðal annars ætlað að kynna ríkjum innan NATO og annars …
Lesa meiraSöguleg þáttaskil í norrænu samstarfi með NATO-umsókn Finna og Svía
Norrænu forsætisráðherrarnir komum saman til árlegs sumarfundar í Osló mánudaginn 15. ágúst. Hér birtist annars vegar fréttatilkynning frá forsætisráðherra Íslands og hins vegar endursögn á fréttatilkynningu frá forsætisráðherra Noregs sem stýrði fundinum og sagði öryggis- og varnarmál í ljósi NATO-umsóknar Finna og Svía hafa verið meginumræðuefnið. Hún markaði söguleg þáttaskil …
Lesa meiraFinnar vilja færri rússneska ferðamenn – leika þjóðsöng Úkraínu fyrir þá
Finnar láta þjóðsöng Úkraínu hljóma í hátölurum á stöðum sem eru vinsælir meðal rússneskra ferðamanna sem koma til Finnlands. Meirihluti Finna vill að reglur um útgáfu ferðamanna áritana til Rússa séu þrengdar. Í austurhluta Finnland eru Imatrankoski flúðirnar vinsælar meðal ferðamanna, þar á meðal margra Rússa. Þar hljómar þjóðsöngur Úkraínu …
Lesa meiraÍsland hefur frumkvæði að sprengjueyðingarverkefni í Úkraínu
Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu 11. ágúst 2022: Ísland stendur ásamt hinum norrænu ríkjunum fyrir verkefni sem er fyrirhugað á sviði þjálfunar í sprengjuleit og sprengjueyðingu í Úkraínu. Líklegt er að fleiri lönd muni taka þátt í verkefninu þegar fram í sækir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti verkefnatillögu þess efnis á …
Lesa meiraÁrás á flugherstöð á Krímskaga er Rússum mikið áfall
Mikið tjón varð þriðjudaginn 9. ágúst vegna sprenginga í flugherstöð rússneska flotans á Krímskaga sem Rússar skáru ólöglega af Úkraínu árið 2014 og eignuðu sér. Þetta sýna gervihnattarmyndir frá miðvikudeginum 10. ágúst. Sakíj-flugherstöð rússneska flotans er skammt frá þorpinu Novofedorivka á Krímskaga. Þar gjöreyðilögðust að minnsta kosti níu herflugvélar, þar …
Lesa meiraDanir stíga nýtt skref í aðstoð við Úkraínuher
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stíga nýtt skref í hernaðarlegum stuðningi sínum við stjórnvöld og her Úkraínu, danskir herþjálfarar og kennarar taka að sér að þjálfa úkraínska hermenn bæði í Danmörku og í Bretlandi. Í samtali við Jyllands-Posten miðvikudaginn 10. ágúst segir Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Dana, að á næstunni sendi …
Lesa meiraÖflugri varnir á norðurslóðum ræddar í St. John´s
Forráðamenn varna sex Norðurskautsríkja hittust í St. John‘s á Nýfundalandi mánudaginn 8. ágúst til að ræða stöðu öryggismála á norðurslóðum (e. Arctic). „Nú er hverfipunktur á norðurslóðum þegar áhrif ólögmætrar innrásar Rússa í Úkraínu og hervæðingar þeirra á norðurslóðum, þungi loftslagsbreytinga, tækniframfarir og efnahagslegur áhugi stuðla að vaxandi áhuga, umsvifum …
Lesa meira