Bandaríkjamenn vara við „banvænum stuðningi“ Kínverja við Rússa

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf til kynna í sjónvarpsviðtali sunnudaginn 19. febrúar að hann hefði upplýsingar um að Kínverjar ætluðu að veita Rússum „banvæna aðstoð“. Utanríkisráðherrann sagði stjórnvöld í Peking kanna hvort leggja ætti Rússum til „vopn“ til að styðja innrás þeirra í Úkraínu. Ráðherrann ræddi fund sinn með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, til hliðar …

Lesa meira

Kasparov: Sigur í Úkraínu leið til lýðræðis í Rússlandi

Rússneski skákmeistarinn Garry Kasparov fór hörðum orðum um stjórnarhætti Vladimirs Pútins Rússlandsforseta og innrásina í Úkraínu á öryggisráðstefnunni í München laugardaginn 18. febrúar. Hann sagði að sigur á Rússum væri „frumskilyrði“ þess að lýðræðislegar umbætur yrðu í Rússlandi. „Leiðin til frelsis undan fasisma Pútins er um Úkraínu,“ sagði Kasparov í …

Lesa meira

Eindreginn stuðningur við Úkraínu í München

Samstaða er um það meðal ræðumanna á öryggisráðstefnunni í München sem haldin er 17. til 19. febrúar að auka beri hernaðarlegan stuðning við Úkraínu nú þegar tæpt ár er frá því að Rússar réðust á landið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hvatti sérstaklega til þess að fleiri skotfæri yrðu send í vopnabúr …

Lesa meira

Meira en 300.000 rússneskir hermenn í Úkraínu – gífurlegt mannfall

Nú er talið að mörg hundruð þúsund rússneskir hermenn séu í Úkraínu. Aldrei síðan í annarri heimsstyrjöldinni hafa Rússar gripið til svipaðra stríðsaðgerða  að mati herfræðinga. Líkur á stórsókn þeirra gegn her Úkraínumanna aukast dag frá degi. Mannfallið í liði Rússa er mikið. Föstudaginn 17. febrúar hafði The Times í London eftir heimildarmönnum innan NATO að þar væri það mat …

Lesa meira

Úkraínuforseti flytur setningarræðu öryggisráðstefnunnar í München

Fjölmennur hópur ríkisoddvita kemur saman í München í Bæjaralandi í dag (17. febrúar) á árlegri öryggisráðstefnu sem þar er nú haldin í 59. skipti. Í fyrsta sinn á 20 árum var engum boðið til ráðstefnunnar frá Rússlandi. Að þessu sinni hefst hún á ávarpi sem Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, flytur. Kamela Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verður í forystu bandarísku sendinefndarinnar. …

Lesa meira

Norska njósnastofnunin áréttar að langdræg rússnesk kjarnavopn skapi hættu í Norðurflotanum

Hér var vitnað í norsku vefsíðuna Barents Observer sem eins og t.d. Newsweek  og Politico taldi í frétt um FOKUS 2023, ársskýrslu njósnastofnunar norska hersins, að þar væri gefið til kynna að kafbátar og herskip Norðurflota Rússa væru nú að nýju á hafi úti með skammdræg kjarnavopn um borð. Væri þetta raunin markaði það gjörbreytingu á stefnu Rússa sem lýstu því …

Lesa meira

Vísbendingar um yfirvofandi lofthernað Rússa – lofvarnir Úkraínu efldar

Svo virðist sem Rússar stefni nú miklum flugherflota að landamærum Úkraínu. Herfræðingar segja að það bendi til að „eitthvað mikið“ sé í aðsigi. Til að svara loftárásum Rússa kunni NATO ríki að neyðast fyrr eða síðar til að senda orrustuþotur til Úkraínu. Njósnastofnanir segja að rússneskum orrustuvélum, sprengjuvélum og þyrlum sé nú …

Lesa meira

Fréttir um stórtjón Rússa við upphaf stórsóknar – Rússar gæla við stríðslok

Úkraínuher sendir aldrei frá sér neinar tilkynningar um einstakar aðgerðir eða orrustur. Nú birtast hins vegar víða fréttir um blóðbað sem helst megi líkja við það „þegar að læmingjahjarðir hlaupa fyrir björg“. Fréttirnar snúast um að í hörðum bardögum um bæinn Vuhledar í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu hafi Rússar misst heilt stórfylki í …

Lesa meira

Rússnesk kjarnavopnahætta eykst í norðri segir norsk njósnastofnun

Njósnastofnun norska hersins segir í nýjustu ársskýrslu sinni FOKUS 2023 að þrjú herfylki, 3000 hermenn, hafi verið send frá Kólaskaga við austurlandamæri Noregs til vígvallanna í Úkraínu og um „helmingur þeirra hafi fallið“, það er um 1500 hermenn. Þá hafi Norðurflotinn misst allt að 100 skriðdreka og brynvarin ökutæki. Sumarið og haustið 2022 …

Lesa meira

Loftbelgjum grandað yfir Alaska og Yukon í Kanada

Loftbelgur var skotinn niður yfir Yukonhéraði í Kanada laugardaginn 11. febrúar. Þá sást eitthvað óþekkt á ratsjá yfir Montanaríki í Bandaríkjunum en yfirvöld sögðu að þar væri um villumerki að ræða. Þegar merkið sást yfir Montana síðdegis laugardaginn 11. febrúar lokuðu yfirvöld flugleiðum yfir bæinn Havre. Sagt var að flugbannið …

Lesa meira