fbpx

Kasparov segir Pútín áreita Vesturlönd til að viðhalda valdi og einræði á heimavelli

Rússneski skákmeistarinn Gary Kasparov, eindreginn andstæðingur Vladmírs Pútíns Rússlandsforseta segir að forsetinn grípi til „ágengni erlendis“ og vaxandi árekstra við Vesturlönd í von um að ýta undir ímynd sína sem leiðtogi Rússlands og til að halda í „einræðið“ heima í Rússlandi. Kasparov ræddi við Mikhail Sokolov, fréttaritara RFE/RL (Radio Free Europe/Radio Liberty) í tengslum við fund í Vilnius í Litháen 15. október þar sem félagar …

Lesa meira

Ör og neikvæð breyting á öryggismálum Norðurlandanna

  Önnur ráðstefna Varðbergs í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins var haldin fimmtudaginn 27. október í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns. Ráðstefnan sem stóð í þrjár klukkustundir var vel sótt og góður rómur gerður að máli ræðumanna sem voru  Sten Rynning, prófessor í alþjóðasamskiptum og forstöðumaður Stofnunar …

Lesa meira

Tímabær Varðbergsráðstefna um öryggismál Norðurlanda – Rússar senda eldflauga-korvettur inn á Eystrasalt

  Varðberg efnir í dag klukkan 14.00 til 17.00 til málþings í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins um ný viðhorf í öryggismálum Norðurlanda. Þar tala sérfræðingar í varnarmálum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Sífellt berast fréttir sem staðfesta að mikil breyting hefur orðið í öryggismálum í Norður-Evrópu, breyting sem hefur bein áhrif …

Lesa meira

Þriðjungur Þjóðverja óttast stríðsátök við Rússa

  Þriðjungur Þjóðverja óttast að til stríðsátaka komi við Rússa. Þetta kemur fram í könnun á vegum Forsa fyrir vikublaðið Stern. Stuðningsmenn flokksins AfD óttast slík átök mest eða 63% svarenda. Alls 64% telja ástæðulaust að hræðast hernaðarátök við Rússa. Meirihluti svarenda, 51% telja samskiptin við Rússa hins vegar erfið, 41% segja þau …

Lesa meira

Jens Stoltenberg: Rússar vilja sundra Evrópuþjóðum – mikil samheldni innan NATO

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna hittast á fundi í Brussel miðvikudaginn 26. október og fimmtudaginn 27. október. Af því tilefni ræddi fréttamaður norsku fréttastofunnar NTB við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Þar kemur fram að ráðherrarnir ræða enn á ný um viðbrögð við vaxandi ógn úr austri. „Við okkur blasir Rússland þar sem …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Þýskalands varar við endalokum Evrópusambandsins

  Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segir í viðtali við Süddeutsche Zeitung þriðjudaginn 25. október að hætta sé á endalokum Evrópusambandsins. Hann segir að undanfarið ár hafi komið berlega í ljós að áratuga gamlar stoðir hafi brostið undan viðteknum skoðunum. „Eilífur friður í álfunni okkar, ekkert kemur í stað Evrópusamstarfsins – …

Lesa meira

Hætta á árekstrum Rússa og Vesturlanda eykst um heim allan

Hafið er nýtt kalt stríð milli Rússa og Vesturlanda sem kann að leiða til vaxandi árekstra um heim allan þegar Vladimír Pútin Rússlandsforseti vegur að alþjóðlegum yfirburðum Bandaríkjamanna. Þetta er samdóma álit sérfróðra manna um hermál og utanríkismál í Moskvu. Þeir vara við því að ástandið í samskiptum Rússa og …

Lesa meira

Rússnesk kona segir dönsk börn drekka vatn úr drullupollum vegna fátæktar lúsugra foreldra

Eftir fimm ára dvöl í Danmörku hafði rússneska konan Tatjana Lukasjenko fengið sig fullsadda. „Algjör skortur á hreinlæti er himinhrópandi. Hvarvetna gengur fólk um í óhreinum, krumpuðum og slitnum fötum. Konur hirða ekkert um sig sjálfar,“ skrifar hún um dvöl sína í danska konungsríkinu, segir í frásögn eftir fréttaritara Jyllands-Posten í Moskvu sunnudaginn 23. október. Rússneska konan segist …

Lesa meira

Rússar undrast vangaveltur um viðveru bandarískra hermanna í Noregi

Rússar hafa lýst undrun yfir vangaveltum um að Bandaríkjaher kunni að hafa fasta viðveru í Noregi. „Sé tekið mið af fjölmörgum yfirlýsingum norskra embættismanna um að Noregi stafi ekki ógn af Rússum þætti okkur gott að geta skilið hvers vegna Norðmenn hafa svona mikinn áhuga á að auka hernaðargetu í …

Lesa meira

Bretar hæðast að Admiral Kuznetsov á Ermarsundi

Í breskum fjölmiðlum er hæðst að flaggskipi rússneska flotans flugmóðurskipinu Admiral Kuznetsov sem sigldi í gegnum Ermarsund föstudaginn 21. október á leið sinni frá Kóla-skaga að strönd Sýrlands fyrir botni Miðjarðarhafs. Í The Daily Telegraph (DT) er laugardaginn 22. október bent á að skipið hafi árum saman verið þjakað af …

Lesa meira