fbpx

Bandaríkjamenn varpa risasprengju á hellakerfi Daesh í Afganistan

  Stærstu sprengju Bandaríkjamanna fyrir utan kjarnorkusprengju, GBU-43 sprengju sem einnig er nefnd MOAB (móðir allra sprengna) var í fyrsta sinn varpað á skotmark í orrustu fimmtudaginn 13. apríl. Skotmarkið voru hellar og göng sem liðsmenn Daesh (Ríkis íslams) nota í fjallahéraði í Afganistan. Adam Stump, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, staðfesti …

Lesa meira

Trump segir NATO ekki lengur úrelt – samþykkir aðild Svartfjallalands

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti eindregnum stuðningi við NATO miðvikudaginn 12. apríl, Bandaríkjamenn mundu standa við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu sem væri ekki lengur „úrelt“ eins og hann orðaði það í kosningabaráttunni í fyrra og á fyrstu vikum sínum í embætti. Í The Washington Post er fimmtudaginn 13. apríl rifjað upp …

Lesa meira

Tillerson segir Assad-fjölskylduna verða að víkja í Sýrlandi – samskiptin við Rússa séu í lægð

Fundum Rex Tillersons, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Moskvu með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, og síðan Vladimír Pútín, forseta Rússlands lauk um 17.30 að íslenskum tíma miðvikudaginn 12. apríl. Tillerson átti tæplega tveggja stunda langan fund með Pútín. Að viðræðunum loknum efndu ráðherrarnir til blaðamannafundar þar sem þeir áréttuðu nauðsyn þess að …

Lesa meira

Tillerson í Moskvu – sannað að sarin var notað – 20% flughers Sýrlands eyðilögð

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Moskvu síðdegis þriðjudaginn 11. apríl. Fréttaskýrendur segja að þar bíði hans erfiðasta verkefni hans sem utanríkisráðherra þegar hann tekur sér fyrir hendur að sannfæra rússneska ráðamenn um að þeir eigi að láta af stuðningi við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Tillerson kom til Moskvu frá Ítalíu …

Lesa meira

Vástig hækkað í Noregi vegna hættu á hryðjuverkum – almenn lögregla vopnuð

Norska öryggislögreglan, PST, hækkaði vástig í Noregi sunnudaginn 9. apríl, næstu tvo mánuði verður það miðað við að líkur séu á hryðjuverki, terror sannsynlig. Var vástigið hækkað frá því að hryðjuverk var talið hugsanlegt, mulig. Þrjár meginástæður eru fyrir þessari ákvörðun: (1) Óljós tengsl 17 ára rússnesks hælisleitanda sem grunaður er um að hafa …

Lesa meira

Pútín tekur sér stöðu með Assad þrátt fyrir efnavopnaárásina

Hafi Rússar viljað að svo virtist sem smáskil væru á milli sín og Bashar al-Assads Sýrlandsforseta ruku þeir honum til varnar eftir að Bandaríkjamenn gerðu stýrflaugaárásina á fimmtudaginn [6. apríl] að fyrirmælum Trumps forseta. Árásin treysti enn nánar en nokkru sinni áður böndin milli ráðamanna í Moskvu og alræmda sýrlenska einræðisherrans. Á þessum orðum hefst frétt eftir Neil MacFarquar, fréttaritara The New York Times (NYT) í Morkvu, …

Lesa meira

Martröð í Stokkhólmi vegna hryðjuverks

Sænska lögreglan staðfesti laugardaginn 8. apríl að hún hefði handtekið mann sem hún grunaði um að hafa ekið á flutningabíl inn í helstu göngugötu Stokkhólms, Drottninggatan, síðdegis föstudaginn 7. apríl í þeim tilgangi að granda sem flestum vegfarendum. Í sænskum fjölmiðlum segir að sá sem handtekinn hafi verið sé 39 ára …

Lesa meira

Bandaríkjaher ræðst á Sýrlandsher vegna efnavopnaárásar

Bandaríkjamenn hafa í fyrsta sinn gert beina árás á her Bashars al-Assads Sýrlandsforseta. Það gerðist aðfaranótt föstudags 7. apríl þegar 59 Tomahawk-stýriflaugum var skotið af herskipum í Austur-Miðjarhafi á Al Shayrat-flugvöllinn í austurhluta Sýrlands. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í um sex ár. Rússnesk stjórnvöld fordæmdu árásina að morgni föstudagsins og riftu …

Lesa meira

Rússneska öryggislögreglan herðir varnir kjarnakljúfa á Kóla-skaga

Rússnesk yfirvöld efndu til ráðstefnu um borð í safn-ísbrjótnum Lenín í höfninni í Múrmansk þriðjudaginn 4. apríl, daginn eftir að hryðjuverk var unnið í St. Pétursborg þar sem jarðlestarvagn var sprengdur í loft upp og 11 manns fórust en um 40 særðust. Heiti ráðstefnunnar í Múrmansk var: Leiðir til að …

Lesa meira

Rússar bera blak af Sýrlandsstjórn vegna efnavopnaárásar

Efnavopnaárás í bænum Khan Sheikhoun í Sýrlandi þriðjudaginn 4. apríl hefur vakið reiði og hneykslan um heim allan. Er stjórn Bashars al-Assads Sýrlandsaforseta sökuð um árásina, þá mannskæðustu sem gerð hefur verið með efnavopnum í landinu um nokkurra ára skeið. Rússar bera blak af Sýrlandsstjórn. Samtök í London sem fylgjast …

Lesa meira