fbpx

Noregur: Varar við rússnesku hernámi í Finnmörk

„Ástæða er til að óttast að það sama kunni að gerast og í austurhluta Úkraínu. Að maður sjá að hluta einkennalausa hermenn taka þátt í því sem ég kalla lágspennuátök,“ sagði Bjørn Domaas Josefsen, ritstjóri tímaritsins MilitærTeknikk við norska ríkisútvarpið NRK sunnudaginn 2. júlí. Hér hafnar Domaas Josefsen sviðsmynd átaka …

Lesa meira

Eistneska ríkisstjórnin stofnar gagna-sendiráð í Lúxemborg

Eistneska ríkisstjórnin hefur ákveðið að velja Lúxemborg sem geymsluland fyrir öryggisafrit af gögnum eistneska ríkisins, þar séu innviðir bestir til þess. Þetta sagði Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, föstudaginn 30. júní. Forsætisráðherrann nefndi engin nöfn í samtali við fréttamann EUobserver á blaðamannafundi í Tallinn en sagði „ýmis lönd hafa komið til …

Lesa meira

Tímabært fyrir NATO að líta til norðurs

Grein þessi eftir JULIANNE SMITH JULIANNE SMITH JULIANNE SMITH og RACHEL RIZZO birtist á vefsíðunni Defense One 28. júní 2017. Nú þegar Donald Trump forseti hefur loksins lýst blessun yfir 5. gr. Atlantshafssáttmálans og dregið úr hugarangri manna beggja vegna Atlantshafs er tímabært að bandalagið láti hendur standa fram úr ermum. …

Lesa meira

Rússar hafa í hótunum vegna nýja flugmóðurskips Breta

Rússar hafa svarað háðsyrðum Breta um gamla rússneska flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov með því að lýsa nýju flaggskipi breska flotans, flugmóðurskipinu Queen Elizabeth, sem „stóru þægilegu skotmarki“. Admiral Kuznetsov beri mikið af eldflaugum og Queen Elizabeth skuli halda sér í hæfilegri fjarlægð. Metingur hófst eftir að Sir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, …

Lesa meira

Þjóðaröryggisráðgjafinn áréttar hollustuna við 5. gr. NATO-sáttmálans

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sagði miðvikudaginn 28. júní að gagnrýni á forsetann fyrir að hafa ekki minnst á skuldbindingar Bandaríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans í ræðu hjá NATO í maí væri „tilbúin deila“. „Forsetinn stendur heilshugar að sáttmála okkar,“ sagði McMaster á ársfundi hugveitunnar Center for a New …

Lesa meira

Kissinger bindur vonir við jákvæð áhrif Breta utan ESB á Atlantshafssamstarfið

  Henry Kissinger (94 ára), fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna og þjóðaröryggisráðgjafi, segir að úrsögn Breta úr ESB (Brexit) veiti Bretum tækifæri til að endurnýja Atlantshafssamstarfið, grundvöll Atlantshafsbandalagsins, en það yrðu mistök ef Bretar segðu alveg skilið við Evrópu. Kissinger flutti ræðu á ráðstefnu í London þriðjudaginn 27. júní og sagðist hafa …

Lesa meira

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn. Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á …

Lesa meira

Stærsta herskip Breta fyrr og síðar í reynslusiglingar

Stærsta herskip sem Bretar hafa nokkru sinni eignast fór út á Forth-fjörð í Skotlandi í fyrsta sinn mánudaginn 26. júni. Þetta er 65.000 lesta flugmóðurskipið Queen Elizabeth sem var smíðað í Rosyth-skipasmíðastöðinni skammt frá Edinborg og rétt smaug um rennu út á fjörðinn en á leið úr honum fer skipið …

Lesa meira

Kafbátaleitaræfing NATO hafin undan ströndum Íslands

Æfing NATO til eftirlits með kafbátum, Dynamic Mongoose 2017, hófst undan ströndum Íslands mánudaginn 26. júní með þátttöku skipa, kafbáta, flugvéla og mannafla frá 10 NATO-löndum, segir í fréttatilkynningu MARCOM, flotastjórnar NATO sem gefin var út í Reykjavík að morgni mánudags 26. júní. Kafbátar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og …

Lesa meira

Rússneska sendiráðið í Osló ræðst á norsku ríkisstjórnina

Ákvörðun norskra yfirvalda um að leyfa bandarískum hermönnum að æfa og þjálfa á Værnes við flugvöllinn í Þrándheimi í eitt ár enn eykur spennu og vegur að stöðugleika á norðurslóðum segir rússneska sendiráðið í Osló. Hörð gagnrýni sendiráðsins vegna æfinga bandarísku hermannanna í Norður-Þrændalögum birtist laugardaginn 24. júní í langri …

Lesa meira