Rússneska þjóðarbúið „gjörsamlega lamað“

Refsiaðgerðir Vesturlanda hafa „gjörsamlega lamað“ rússneska þjóðarbúið og leitt til fjölda-brottfarar alþjóðlegra fyrirtækja segir í nýrri skýrslu sérfræðinga við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Höfundar skýrslunnar segja hana reista á „fyrstu heildargreiningu“ á stöðu rússneskra efnahagsmála frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu, í ljós komi að á mörgum sviðum hafi Rússar orðið fyrir …

Lesa meira

Rússneski flotinn fjölgar æfingum við Noreg

  Rússar hafa hvað eftir annað efnt og boðað til skotæfinga við strendur Noregs undanfarin ár. Í sjálfu sér er ekki nýtt að efnt sé til slíkra æfinga við Kólaskagann þar sem rússneski Norðurflotinn hefur aðsetur eða á Barentshafi. Kristian Åtland, rannsóknastjóri við rannsóknaóknarstofnun norska hersins, Forsvarets forskningsinstitutt (FFI), segir …

Lesa meira

Nýja Rússland er alþjóðlegt úrhrak

Leiðari Jyllands-Posten í dag 27. júlí fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: Sjötti mánuður stríðsins í Úkraínu er að hefjast. Að nýju eru alvöru stríðsátök í Evrópu og ekki aðeins vegna þess að þau færast austar megum við í okkar hluta álfunnar venjast þeim. Úkraínumenn venjast þeim ekki. Þeir …

Lesa meira

Enn beitir Pútin gasvopninu

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom ætlar að minnka streymi um Nord Stream 1 gasleiðsluna frá Rússlandi til Þýskalands niður í 20% af flutningsgetu leiðslunnar. Er því borið við að þetta sé nauðsynlegt vegna viðgerða á tækjum. Þegar tilkynningin barst mánudaginn 25. júlí urðu enn umræður um það í Þýskalandi og innan ESB …

Lesa meira

Lavrov biðlar til fjögurra Afríkuríkja

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er í Kongó mánudaginn 25. júlí á ferð sinni um Afríkuríki til að fegra hlut lands síns. Hann heimsækir einnig Egyptaland, Úganda og Eþíópíu. Utanríkisráðherrann kom sunnudaginn 24. júlí til Oyo í norðurhluta Kongó um 400 km fyrir norðan höfuðborgina Brazzaville og valdasetur forseta Kongó sem …

Lesa meira

Rússar splundra korn-samkomulagi við Úkraínumenn

Úkraínumenn og Rússar gerðu samkomulag föstudaginn 22. júlí í Istanbúl að viðstöddum aðalritara Sameinuðu þjóðanna og Tyrklandsforseta um að opna leið til útflutnings á korni, hveiti og maís sjóleiðis frá höfnum í Úkraínu. Daginn eftir var samkomulagið í uppnámi vegna skotflaugaárása Rússa á höfnina í Odessa. Vololdymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, …

Lesa meira

Forstjóri CIA gefur Pútin heilbrigðisvottorð

Forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA sló miðvikudaginn 20. júlí á sí endurtekinn orðróm um að Vladimir Pútin Rússlandsforseti væri alvarlega veikur, ef til vill af krabbameini. Sagði hann að almennt væri Pútin „of heilbrigður“. CIA-forstjórinn, William Burns, sagði þetta á öryggismálaráðstefnu í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hann sagði skoðun sína …

Lesa meira

Rússneskur risakafbátur í Dönsku sundunum

Að morgni þriðjudags 19. júlí sigldi rússneski kafbáturinn Severodvinsk um Dönsku sundin á leið frá Kólaskaga til St. Pétursborgar þar sem hann verður til sýnis á árlegum flotadegi í borginni. Í frétt BarentsObserver um ferðir kafbátsins segir að á liðnu hausti hafi verið gerð tilraun með kafbátaútgáfu á nýju ofurhraðfleygu …

Lesa meira

Úkraína: Hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgarar aukast

Rússar ráðast æ oftar á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sakar Rússa um að ráðast á almenna borgara af ásetningi. Vegna árásarinnar á borgina Vinnjitsia sagði forsetinn: „Dag hvern vinna Rússar skemmdarverk á almennum borgurum, þeir drepa úkraínsk börn og senda flaugar á borgaraleg mannvirki sem hafa ekki …

Lesa meira

N-Makedóníuþing opnar leið til ESB-aðildarviðræðna

Þing Norður-Makedóníu samþykkti laugardaginn 16. júlí umdeilda sáttatillögu Frakka í deilu  stjórnvalda N-Makedóníu og Búlgaríu og þannig opnað leið til viðræðna um aðild N-Makedóníu að ESB. Stjórnarandstæðingar yfirgáfu þingsalinn í Skopje, höfuðborg N-Makedóníu, við atkvæðagreiðsluna en 68 af 120 þingmönnum samþykktu tillöguna sem gerð var í júní en var ekki …

Lesa meira