Pútin fær heimild til hernaðar – NATO óttast allsherjarárás í Úkraínu

Efri deild rússneska þingsins samþykkti einróma þriðjudaginn 22. febrúar að veita Vladimir Pútin Rússlandsforseta umboð til að beita herafla utan landamæra Rússlands. Samþykktin kann að vera undanfari þess að rússneski herinn geri allsherjar árás á Úkraínu. Hún staðfestir einnig ákvörðunina sem forsetinn tók síðdegis 21. febrúar um að senda herafla …

Lesa meira

Boris Johnson varar við allsherjarárás Pútins – kynnir refsiaðgerðir

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði i neðri deild breska þingsins, þriðjudaginn 22. febrúar að Vladmir Pútin Rússlandsforseti væri með allherjarárás á Úkraínu á prjónunum. „Í gærkvöldi braut Pútin forseti forkastanlega gegn Minsk-friðarsamkomulaginu… Í æsingarræðu hafnaði hann því að Úkraína stæði á gamalgrónum rótum sem ríki, fullyrti að þaðan stafaði bein …

Lesa meira

Rússum refsað – Þýskalandskanslari lokar á Nord Stream 2 gasleiðsluna

Rússnesk stjórnvöld standa frammi fyrir refsiaðgerðum eftir viðurkenningu þeirra á tveimur aðskilnaðarsvæðum frá Úkraínu, Donetsk og Luhansk. Þýska ríkisstjórin hefur lagt stein í götu þess að Nord Stream 2 gasleiðslan verði opnuð. Eftir að hafa viðurkennt þessi tvö „alþýðulýðveldi“ síðdegis mánudaginn 21. febrúar skrifaði Vladimir Pútin Rússlandsforseti undir samning við …

Lesa meira

Pútin viðurkennir „alþýðulýðveldi“ aðskilnaðarsinna – rýfur einhliða samning frá 2015

Vladimir Pútin Rússlandsforseti ákvað síðdegis mánudaginn 21. febrúar að viðurkenna sjálfstæði tveggja „alþýðulýðvelda“ Donetsk og Luhansk sem aðskilnaðarsinnar í Úkraínu stofnuðu fyrir átta árum, segir í frétt frá AFP-fréttastofunni. Ákvörðunin var tekin eftir skyndifund í öryggisráði Rússlands þar sem háttsettir embættismenn fluttu innblásnar ræður um nauðsyn viðurkenningarinnar. „Ég hef heyrt …

Lesa meira

Tíu punktar Baldurs um NATO, Úkraínu og Rússa

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, birti sunnudaginn 20. febrúar 10. punkta um NATO, Úkraínu og Rússa á Facebook-síðu sinni. Þeir eru birtir hér með heimild hans. Öllu snúið á hvolf. – Stundum er ekki öll sagan sögð eða sögunni snúið á hvolf. Tíu atriði í tengslum við yfirvofandi innrás Rússlands …

Lesa meira

Rússar segja „of snemmt“ fyrir Pútin að hitta Biden – styrkja umsátursherinn

Emmanuel Macron Frakklandsforseti taldi sig sunnudaginn 20. febrúar hafa lagt drög að fundi Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Vladimirs Pútins Rússlandsforseta með símtölum við þá og Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta. Biden samþykkti fundinn með fyrirvara um að Rússar réðust ekki inn í Úkraínu. Frá Kreml bárust boð mánudaginn 21. febrúar um að …

Lesa meira

Stríðsótti magnast í Úkraínu – mestu átök síðan 1945 segir Boris Johnson

Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í síma sunnudaginn 20. febrúar. Fréttaskýrendur segja þetta hafa verið síðustu tilraunina til að finna diplómatíska lausn áður en Rússar ráðast inn í Úkraínu. Að loknu 105 mínútna löngu símtalinu við Pútin ræddi Macron einnig í síma við Volodymyr Zelenskíj, forseta Úkraínu. …

Lesa meira

Rangt að leggja Vestrið og Rússland að jöfnu

Í danska blaðinu Jyllands-Posten birtist í dag, 19. febrúar, leiðari þar sem litið er til umsátursins um Úkraínu og hvernig Vladimir Pútin gengur fram af offorsi gegn NATO-ríkjunum án þess að hafa erindi sem erfiði. Hér er lausleg þýðing á meginefni leiðarans: „En nú þegar ögranir Rússa sem leitt hafa …

Lesa meira

Úkraína: Rússar nú með 190.000 hermenn í umsátursliðinu

Nú er það mat sérfróðra að Rússar hafi safnað milli 169.000-190.000 manna herliði við og nálægt Úkraínu í samanburði við um 100.000 manns 30. janúar 2022. Þetta kom fram í ræðu sem Michael Carpenter, sendiherra Bandaríkjanna hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), flutti á fundi fastaráðs stofnunarinnar í Vínarborg föstudaginn …

Lesa meira

Konur og börn flutt frá Donbass til Rússlands – stríðshætta magnast

  Rússneska fréttastofan INTERFAX.RU skýrði frá því síðdegis föstudaginn 18. febrúar að hafinn væri brottflutningur íbúa frá Donetsk alþýðulýðveldinu (DPR) sem aðskilnaðarsinnar ráða með stuðningi Rússa í austurhluta Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi DPR, sagði fólkið flutt til Rostov í Rússlandi vegna vaxandi spennu í sjálfstjórnarlýðveldinu. Hann boðaði að frá og …

Lesa meira