Biden fær á baukinn frá N-Kóreumönnum

  Stjórnvöld Norður-Kóreu sökuðu sunnudaginn 2. maí Joe Biden Bandaríkjaforseta um að sýna sér óvild, stefna hans einkenndist af undirferli og hótuðu þau gagnaðgerðum. Í ræðu á Bandaríkjaþingi miðvikudaginn 28. apríl sagði Biden að stjórn sín mundi bregðast við ógninni sem stafaði af norður-kóreskum kjarnorkuáformum „á diplómatískan hátt og með …

Lesa meira

Farandfólk skapar vanda á Kanaríeyjum

Á fréttasíðunni Euronews segir frá því föstudaginn 30. apríl að öryggis- og löggæsla hafi verið aukin í höfninni á Tenerife, einni af Kanaríeyjum, til að hindra að farandfólk laumist um borð í flutningaskip til meginlands Evrópu. Rætt er við Juan Ignacio Llaño hjá skipafélaginu Fred Olsen Express sem er einn …

Lesa meira

Franskir herforingjar boða valdarán til bjargar Frakklandi

Franska ríkisstjórnin hefur fordæmt opið bréf frá um 1.000 starfandi hermönnum og um 20 fyrrv. hershöfðingjum þar sem segir að stefni í „borgarastríð“ í landinu vegna trúarlegrar öfgahyggju. „Ofstækisfullir baráttumenn“ eru sakaðir um að skapa sundrung innan samfélagsins og sagt er að islamistar sölsi undir heil landsvæði. Bréfið birtist í …

Lesa meira

Mikill breskur herfloti í Asíu-leiðangri

Stærsti herfloti Breta frá því í Falklandseyja-stríðinu árið 1982 siglir út á heimshöfin í næsta mánuði þegar nýja 65.000 lesta flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth verður í forystu í 28 víkna jómfrúarferð skipsins alla leið til Japans. Í fylgd með flugmóðurskipinu verða tveir tundurspillar HMS Defender og HMS Diamond; freigáturnar HMS …

Lesa meira

Navalníj fer stig af stigi úr hungurverkfalli

  Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj tilkynnti föstudaginn 23. apríl að hann ætlaði skref fyrir skref að hætta hungurverkfalli sem hann hóf 31. mars í fangavist sinni til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknisþjónustu vegna verkja í fótleggjum og baki. Í færslu á Instagram krafðist Navalníj þess enn …

Lesa meira

Rauð strik Pútins – herafli á heimleið – Lukasjenko í vanda

Vladimir Pútin Rússlandsforseti flutti árlega stefnuræðu sína miðvikudaginn 21. apríl. Hann getur nú setið sem forseti til 2036. Í september 2021 fara á hinn bóginn fram þingkosningar og skiptir miklu fyrir forsetann að flokkur hans nái þar góðum árangri. Þungt er undir fæti fyrir rússneska ráðamenn um þessar mundir vegna …

Lesa meira

Hundruð stuðningsmanna Navalníjs handteknir í mótmælum

  Tæplega 1.500 mótmælendur voru handteknir í Rússlandi miðvikudaginn 21. apríl þegar þúsundir manna fóru um stræti og torg til að krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj fengi mannúðlega meðferð hjá rússneskum fangelsisyfirvöldum. Óttast er um líf Navalníjs sem hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til að knýja á …

Lesa meira

Ísland formlega þátttökuríki í fjölþjóðlegu varnarsamstarfi með Bretum

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu 20. apríl 2021: Ísland gerðist í dag [20. apríl] aðili að samstarfsvettvangi líkt þenkjandi ríkja í Norður-Evrópu um öryggis- og varnarmál sem Bretar leiða undir merkjum sameiginlegrar viðbragðssveitar (e. Joint Expeditionary Force, JEF). Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London undirritaði samkomulag þessa efnis í dag ásamt Ben Wallace …

Lesa meira

Mikil Norðurflotaheræfing Rússa hafin

Rússneski Norðurflotinn hóf miklar heræfingar mánudaginn 19. apríl þegar kafbátar, knúnir kjarnorku og dísil, herskip og stuðningsskip héldu út á Barentshaf frá höfnum á Kólaskaga. Í liðinni viku heimsótti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, höfuðstöðvar Norðurflotans. Í ræðu sem hann flutti í Severomorsk á Kólaskaga lagði ráðherrann áherslu á að Bandaríkjamenn …

Lesa meira