Rússar yggla sig gagnvart Moldóvu

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að margt bendi til þess að Kremlverjar búi sig undir sambærilegar aðgerðir gegn Moldóvu og í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. Hugveitan segir að aðferðunum sem ráðamenn í Moskvu nota sé „líklega“ ætlað að „skapa skilyrði til að réttlæta frekari stigmögnun …

Lesa meira

Stoltenberg bregst við frýjunarorðum Trumps

Við ættum ekki að grafa undan trúverðugleika fælingarmáttar NATO,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, miðvikudaginn 14. febrúar og veitti Donald Trump opinbera ávítingu. „Fæling mótar huga andstæðinga okkar. „Við ættum ekki að ýta undir neitt sem valdið getur misreikningi eða misskilningi í Moskvu um viðbúnað okkar, staðfestu okkar og ásetning okkar um að …

Lesa meira

Enn einu rússnesku herskipi sökkt á Svartahafi

Enn einu Sstóru rússnesku landgönguskipu, Caesar Kunikov, hefur verið sökkt undan strönd Krímskaga að sögn Úkraínuhers. Öflugar sprengingar heyrðust snemma að morgni miðvikudagsins 14. febrúar, segir á samfélagsmiðlum. Þær bentu til þess að landgönguskipið hefði orðið fyrir árás skammt suður af bænum Jalta. Gervihnattamyndir sýndu í fyrra að stór hluti …

Lesa meira

Nýrkjörinn forseti Finna fylgir sömu meginstefnu og Niinistö

  Aldrei hefur forseti Finnlands verið kjörinn með naumari meirihluta en Alexander Stubb, frambjóðandi mið-hægri Sameiningarflokksins, sunnudaginn 11. febrúar. Hann fékk 51,6% í annarri umferð kosninganna en græninginn Pekka Haavisto 48,4%. Stubb hélt blaðamannafund mánudaginn 12. febrúar og hét því að verða forseti allrar finnsku þjóðarinnar. Hann verður settur inn …

Lesa meira

Hamas-gagnaver undir netþjónastöð UNRWA á Gaza

Hamas-hryðjuverkasamtökin földu eina mikilvægustu miðstöð sína á Gaza undir höfuðstöðvum UNRWA, umdeildrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn. Ísraelski herinn upplýsti þetta í liðinni viku. Hér er um að ræða gagnaver – fullbúið með rafstöðvarrými, rafhlöðubönkum og vistarverum fyrir Hamas-hryðjuverkamenn sem ráku tölvuþjónana. Það var einmitt falið undir þeirri byggingu …

Lesa meira

Trump svarað af Stoltenberg og Evrópumönnum

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ummæli Donald Trumps kunni að stofna lífi Bandaríkjmanna og Evrópubúa í hættu. NATO sé „tilbúið og fært um að verja öll bandalagsríkin“. Þá hafa fleiri brugðist orðum Trumps og gagnrýnt þau. Framkvæmdastjóri NATO sendi frá sér yfirlýsingu sunnudaginn 11. febrúar en daginn áður hafði …

Lesa meira

Trump segist hvetja til árásar á skuldug NATO-ríki

Moskvumenn mega „gera hvað í fjandanum sem þeir vilja“ við þá bandamenn Bandaríkjanna í NATO sem standa ekki við greiðsluskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu sagði Donald Trump á fundi laugardaginn 10. febrúar þar sem hann hvatti kjósendur í Suður-Karólínu til að veita sér brautargengi í forkosningum. Donald Trump sagði að hann …

Lesa meira

Sérstaka Tucker Carlson-aðgerðin

Víða er rætt um viðtal sem bandaríski sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson átti við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í vikunni og sýnt var á vefsíðu Carlsons. Hér birtist grein sem Galia Ackerman skrifaði á frönsku vefsíðuna Desk Russie og birtist þar laugardaginn 10. febrúar. Galia Ackerman er fædd í Moskvu og hefur búið …

Lesa meira

Skotfæraskortur Úkraínuhers auðveldar Rússum landvinninga

Andstaða þingmanna repúblikana á Bandaríkjaþingi gagnast nú rússneska hernum á vígvellinum í Úkraínu. Stórskotalið Úkraínuhers skortir fallbyssukúlur til að halda Rússum í skefjum við bæinn Avdijivka í austurhluta Úkraínu. Nái Rússar bænum á sitt vald er það stærsti sigur þeirra frá því að barist var um Bakhmut. „Óvinurinn er aðeins …

Lesa meira

Dularfull þögn um æðsta yfirmann rússneska heraflans

Tveir hæst settu foringjar rússneska heraflans í stríðinu í Úkraínu hafa ekki sést á opinberum vettvangi vikum saman. Fyrst hvarf rússneski flotaforinginn Viktor Sokolov skömmu eftir mikla úkraínska flugskeytaárás haustið 2023. Síðan hafa birst af honum nokkrar brosandi ljósmyndir og myndskeið frá rússneskum stjórnvöldum. Sokolov er yfirmaður rússneska Svatahafsflotans sem …

Lesa meira