Home / Fréttir / Zelenskjí heimsækir Eystrasaltslöndin

Zelenskjí heimsækir Eystrasaltslöndin

Forsetar Litháens og Úkraínu.

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti hélt miðvikudaginn 10. janúar í óvænta heimsókn til Eystrasaltslandanna þriggja, Litháens, Lettlands og Eistlanda. Boðskapur hans til þjóða landanna er að nái Rússar að sölsa undir sig Úkraínu verði þeir ekki stöðvaðir ráði Vladimir Pútin Rússlandsforseti ferðinni.

Eystrasaltsþjóðirnar þrjár eru óbifanlegar í stuðningi sínum við Úkraínu.

Zelenskíj er mikið í mun að viðhalda þeim stuðningi og nýta fordæmi þjóðanna til að hvetja aðrar þjóðir Evrópu til að láta ekki deigan síga í þágu þjóðar sinnar.

Þegar Zelenskíj ávarpaði Litháa á fyrsta degi ferðar sinnar sagði hann að skortur á nútíma loftvörnum væri það sem veikti varnir Úkraínu mest tæpum tveimur árum eftir að Rússar réðust inn í landið.

Hann sagði Pútin ekki ætla að stöðva „Hann vill hernema allt land okkar,“ sagði forsetinn. Pútin sækti í sig veðrið þegar hann teldi bandamenn Úkraínumanna halda að sér höndum og draga úr fjárhagslegum og hernaðarlegum stuðningi. Það yki einnig baráttuhug og styrk Rússa.

Zelenskíj sagði að þjóðir Litháens, Lettlands, Eistlands og Moldóvu yrðu að taka höndum saman með Úkraínumönnum til að forðast að verða næstu fórnarlömb Pútíns.

Hann sagði að undanfarna daga hefðu Rússar sent alls skotflaugar gegn Úkraínu en her landsins hefði rekist að granda 70% þeirra. Þá skorti umfram allt annað loftvarnabúnað.

Gitanas Nauseda, forseti Litháens, hét því að styðja Úkraínumenn þar til þeir sigruðu. Eystrasaltsríkin myndu senda þeim M577 bryndreka í næsta mánuði.

Hlutfallslega leggur engin þjóð jafnmikið af mörkum til stuðnings Úkraínu og Litháar.

 

Skoða einnig

Sænska þingið samþykkir tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál

Sænska þingið samþykkti tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál þriðjudaginn 18. júní. Víðtækur stuðningur var …