Home / Fréttir / Zelenskíj segir 1.300 úkraínska hermenn hafa fallið

Zelenskíj segir 1.300 úkraínska hermenn hafa fallið

Hermaður borinn til grafar í Kyív.

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, sagði laugardaginn 12. mars að mikið mannfall væri í herliði Rússa á vígvöllunum í Úkraínu.

Ekki liggur fyrir óhlutdræg staðfesting á orðum hans en hann segir að frá 24. febrúar, daginn sem rússneski herinn hélt inn í Úkraínu, hafi Rússar mátt þola mesta mannfall sitt í áratugi.

Hann nefndi enga tölu um látna en sagði að frá föstudegi 11. mars hefðu 500 til 600 rússneskir hermenn lagt niður vopn.

Bandaríkjastjórn segir, að sögn AFP-fréttastofunnar, að alls hafi 2000 til 4000 Rússar fallið í valinn.

Í fyrri viku sagði rússneska herstjórnin að 498 rússneskir hermenn hefðu fallið á vígvellinum,

 • Zelenskíj segir að 1.300 úkraínskir hermenn hafi týnt lífi frá upphafi stríðsins við Rússa. Hann segir að Rússar sendi liðsauka á vígvöllinn.
 • Laugardaginn 12. mars beinist athygli mjög að almennum borgurum sem glíma við að komast úr bæjum og borgum sem Rússar hafa umkringt, þar á meðal frá höfuðborginni, Kyív.
 • Oleksij Kuleba, héraðsstjóri á Kyív-svæðinu, sagði að brottflutningur fólks hefði ekki tekist að morgni laugardagsins vegna bardaga og loftárása. Þegar leið á daginn opnuðust einhverjar glufur fyrir fólk á leið úr borginni.
 • Ástandið er mjög alvarlegt í hafnarborginni Mariupol. Brottflutningur fólks er hindraður og sömu sögu er að segja um ferðir þeirra sem reyna að komast til borgarinnar til að sinna hjálparstarfi.
 • Dmjitro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, lýsir ástandinu sem „mesta mannlega harmleik á jarðarkringlunni“.
 • Sagt er að 1.500 almennir borgarar hafi verið drepnir í Mariupol á 12 dögum.
 • Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari ræddu laugardaginn 12. mars við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í síma. Pútin tók ekki í mál að samþykkja vopnahlé.
 • Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraníu, ræddi einnig við Macron og Scholz í síma laugardaginn 12. mars.
 • Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) sögðu að Rússar kynnu að hafa gerst sekir um stríðsglæpi í Mariupol og á fleiri stöðum. Ráðist hafi verið á fólk sem reyndi að komast undan sprengjuárásum Rússa í brunakulda í borg án vatns og hita og við matvælaskort. Læknar án landamæra sögðu við AFP að staðan í borginni væri „vonlaus“.
 • Framkvæmdastjórn ESB ætlar að tvöfalda hernaðaraðstoð sína við Úkraínu og hefur lagt til að 500 milljónum evra verði varið til viðbótar í þessu skyni.
 • SÞ segja að alls hafi meira en 2,5 milljónir manna flúið frá Úkraínu frá því að innrásin hófst 24. febrúar.

Skoða einnig

Segir Rússa stofna til stríðs við NATO

Stefano Sannino, æðsti embættismaður utanríkisþjónustu ESB (e. Secretary General of the European Union’s European External …