Home / Fréttir / Yfirnjósnari Úkraínu eygir von

Yfirnjósnari Úkraínu eygir von

Kyrylo Budanov, forstjóri leyniþjónustu hers Úkraínu.

Kyrylo Budanov, forstjóri leyniþjónustu hers Úkraínu, segist sjá ný sóknarfæri fyrir Úkraínuher gegn löskuðum her Rússa.

Hann segir í samtali við The World Street Journal að hvað sem líði ósigri Úkraínumanna við bæinn Avdijvka birti við sjóndeildarhringinn. Rússar höfðu hins vegar ekki unnið meiri sigur í stríðinu í um það bil eitt og hálft ár.

Í samtalinu nefnir Budanov nokkur atriði sem styrki stöðu Úkraínu:

  • Rússneski herinn fékk mjög slæma útreið á fyrsta ári innrásarinnar.
  • Rússar nota fleiri skotfæri en þeir geta aflað sér.
  • Margir rússnesku skriðdrekanna sem beitt hefur verið nýlega eru gamlir.
  • Úkraínuher getur því beitt snjallvörnum til að veikja sóknarmátt Rússa.
  • Tíminn er notaður til að efla Úkraínuher.

Í þessu felst, að mati forstjórans, að Úkraínumenn geti hafið gagnsókn sína árið 2025 og að þessu sinni gegn mun aflminni andstæðingi en áður.

Þarna skipti stuðningur Bandaríkjamanna við Úkraínu þó miklu.

„Eru þeir tilbúnir til að láta okkur í té hergögn allt árið á meðan við undirbúum okkur? Það er áhugaverð spurning,“ segir Budanov.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …