Í tilefni af 70 ára afmæli varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þann 5. maí sendi Lloyd J. Austin III, sem tók við embætti varnarmálaráðherra í stjórn Joes Bidens í upphafi árs, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
„The Department of Defense – in concert with the Department of State – is honored to acknowledge the 70th anniversary of the Bilateral Defense Agreement signed by the United States of America and the Republic of Iceland.
The U.S. remains firmly committed to the principles of the agreement and is grateful for our strong bilateral defense cooperation throughout the years.
As founding members of the North Atlantic Treaty Organization, the U.S. and Iceland have demonstrated collective resolve to overcome many challenges over the years. NATO’s shared values remain the foundation of transatlantic peace and security.
For more than 70 years, NATO has demonstrated its ability to adapt to confront evolving security threats. By continuing to consult together, decide together, and act together we will preserve our way of life based on shared values and interests.“
Í lauslegri þýðingu er yfirlýsing ráðherrans á íslensku:
„Varnarmálaráðuneytinu – samstiga með utanríkisráðuneytinu – er heiður að því að fagna 70 ára afmæli tvíhliða varnarsamningsins á milli Bandaríkjanna og Íslands.
Bandaríkjamenn virða að fullu skuldbindingar við grunnþætti samningsins og lýsa þakklæti fyrir öfluga tvíhliða varnarsamvinnu okkar í áránna rás.
Sem stofnaðilar Norður-Atlantshafsbandalagsins hafa Bandaríkjamenn og Íslendingar sýnt sameiginilegan vilja til að sigrast á mörgum viðfangsefnum á liðnum árum. Sameiginleg gildi NATO eru enn sem fyrr grundvöllur friðar og öryggis á Atlantshafssvæðinu.
NATO hefur í meira en 70 ár sýnt hæfni sína til að laga sig að og takast á við breytilegar öryggisógnir. Með því að halda áfram að eiga samráð, taka sameiginlegar ákvarðanir og grípa til sameiginlegra aðgerða munum við standa vörð um lífshætti okkar sem reistir eru á sameiginlegum gildum og hagsmunum.“